Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.1995, Síða 19

Heima er bezt - 01.12.1995, Síða 19
Sendivélar loftskeytastöðvarinnar í Reykjavík. lagna um að koma á föstum póstferðum um landið, minnst þrisvar á ári, og nokkrum ferð- um póstskips, sem gengi milli Kaupmannahafnar og Hafnar- fjarðar eða annarrar góðrar hafnar í nágrenni Bessastaða. Alþingi fjallaði um póstmál- ið 1775. Síðan sendi stiftamt- maður tillögur til tollkammers- ins, sem gerði nokkrar breyt- ingar á frumvarpinu. Konungur staðfesti síðan póstlögin með bréfi 13. maí 1776. I byrjun voru póstferðirnar kostaðar af konungssjóði, en með konungsúrskurði 8. júlí 1779 og með bréfi til amt- manna sama dag, voru burðar- gjöld ákveðin frá 8 skildingum fyrir bréf úr Þingeyjarsýslu og Múlasýsl- um til 2 skildinga fyrir bréf úr Mýra- sýslu og Amessýslu. Þyngdin, sem miðað var við, var eitt lóð. Embætt- isbréf voru undanþegin gjaldi. Tafir urðu á framkvæmd póstlag- anna frá 1776, og var fyrsta ferð landpósts farin árið 1782 frá Isa- fjarðardjúpi að Haga á Barðaströnd. Árið eftir var farin ein póstferð milli Bessastaða og Möðruvalla í Hörgárdal, en fyrsta póstferð um Suðurland var farin 1784. Fyrsti landpósturinn hét Ari Guð- mundsson, og fór hann fyrstu póst- ferð sína gangandi frá Reykjanesi við ísafjarðardjúp 10. febrúar, 1782 og kom að Haga á Barðaströnd 16. febrúar. Fór hann fram og til baka á 16 dögum. Gunnar Rafnsson, Eyfirðingapóst- ur, var fyrsti norðanpóstur. 1 byrjun voru póstarnir lausráðnir, en 22. október 1785 gaf Levetzow stiftamtmaður út skipunarbréf fyrir póstinn Sigvalda Sæmundsson. Skyldi hann samkvæmt því fara svo oft sem stiftamtmaður skipaði með bréf um eftirtalda staði: Hafnarfjörð, Keflavík, Básenda, Grindavík, Eyr- arbakka, Oddgeirshóla, Skálholt og Móeiðarhvol og sömu leið til baka. Pósttöskuna skyldi hann bera á öxl. Á henni var skjöldur með kon- ungsmerki til staðfestingar því að hann var konunglegur póstur. Búnaðinum fylgdi horn, sem póst- urinn skyldi blása í, þegar hann kom á áfangastað. Póstflutningur var lengi að mestu borinn af póstunum en með árunum fór hann vaxandi og voru þá teknar í notkun skrínur, sem fluttar voru á hestum, og var pósturinn þá jafnan ríðandi. Undir aldamótin nægðu ekki minna en allt að 12 hestar á lengri póstleiðunum. Hinn 17. júní 1900 urðu tímamót í sögu póstflutninga á landi, þegar Þorsteinn J. Davíðsson fór fyrstu póstferð með póstvagni frá Reykja- vík að Ægissíðu en varð að flytja póstinn á hestum þaðan í Odda, og tók ferðin fjóra daga. Vagn Þorsteins var fenginn frá Ameríku, þar sem Þorsteinn hafði dvalist um skeið. Vagnar voru notað- ir á þessari leið til 1919, þegar bflar tóku við. Fljótlega eftir samþykkt póstlaganna skipulagði stjórnin í Kaupmannahöfn póstflutninga milli íslands og Danmerkur, fyrst með skipum íslandsverslunar en síðan með sérstökum póstskipum. Síðast þessara póstskipa var seglskipið „Sölöven,“ 108 brúttórúmlestir að stærð, sem fór fyrstu ferð sína 1852, en fórst 26. nóvember 1857 við Lón- bjarg á Snæfellsnesi. Árið eftir hófust póstferðir með gufuskipi, þegar e/s „Victor Emanu- el“ hóf póstferðir sínar. Skipið var umskírt og hlaut nafnið „Arcturus“ og þjónaði póstferðunum í 10 ár. Gert var ráð fyrir 6-8 ferðum árlega. Hinn 26. febrúar 1872 var gefin út tilskipun um póstmál á Islandi. Komst þá póstþjónustan brátt í mun betra horf. Fyrstu íslensku frímerkin, skildingamerkin, voru gefin út 1873, en eftir 1876 komu auramerkin, þar sem tveimur árum áður, 1874, hafði verið tekin upp ný mynt, krónur og aurar. Póstflutningar jukust mikið ár frá ári. Sem dæmi má nefna að frá 1884 til 1894 tífaldaðist bréfafjöldinn, úr 18.000 bréfum í 180.000. Þróun póstþjónustunnar hefur ver- ið mikil og stöðug allt til okkar tíma og átt mikinn þátt í framfarasókn þjóðarinnar. Við njótum öll þjónustu þessarar þörfu og góðu stofnunar. Heimildir: Sjómannadagsblaðið 1941. Draumurinn sem rœttist eftir Friðrik Halldórsson. Island og dets tekn. udvikling eftir Th. Krabbe. Saga íslendinga eftir Magnús Jónsson. Saga landpóstanna eftir Helga Valtýsson. ísl. frímerki eftir Sigurð H. Þorsteinsson. Ljósm.: Minningarrit Landssíma Islands, 1926. Heima er best 411

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.