Heima er bezt - 01.12.1995, Qupperneq 26
[Heimlnð
Umsjón: Hildur H. Karlsdóttir
Kerti og
kertagerð
Þegar dimmustu dagar ársins nálg-
ast verður ljósið mikilvægt í hugum
flestra. Það þykir mörgum róman-
tískt að hafa kerti og róandi að horfa
inn í lifandi ljósið.
A árum áður voru kerti búin til úr
tólg hér á Islandi og lýsi notað í kol-
ur til að lýsa upp dimma gangana í
torfbæjunum. Kertagerð er rakin allt
til 3000 fyrir Krist. Á nítjándu öld
varð talsverð þróun í kertagerð, m.a.
vegna uppfinninga franska efnafræð-
ingsins Michel-Eugéne Chevreul,
sem fann aðferð til að aðskilja fitu-
sýrur frá glycerini.
Alþjóðlega staðlaður mælikvarði á
ljósmagni er mældur í ljósmagns-
styrkleika kerta og var þessi staðall
samþykktur árið 1921.
Nú er yfirleitt ekki þörf á kertun-
um í daglegu lífi nema í þeim tilvik-
um sem rafmagnið fer af. Kertagerð
var áður fyrr sjálfsagður hlutur á
heimilum og eitt af því sem þurfti til
daglegra nota. Nú hefur þessi iðja
hins vegar aðra merkingu. I dag býr
fólk til kerti í frístundum, sér til
ánægju.
Til kertagerðar má nota gamalt
vax, sem hefur orðið afgangs af kert-
um, eða bræða upp gömul kerti sem
hafa brotnað. Ef það er gert er hægt
að nota kveikinn aftur.
Ymis ílát er hægt að nota sem
kertamót, t.d. jógúrtdollur, gömul
pilluglös og fleira.
Aðalatriðið er að hægt sé að ná
kertinu auðveldlega upp úr eftir að
það hefur storknað.
Auk þess sem hér er nefnt þá er
hægt að fá ýmis mót og allt efni til
kertagerðar í föndurbúðum.
IÞegar notaðar eru jógúrtdollur
eða pilluglös, þarf að byrja á að
hita nál og stinga gat á botninn á
dollunum.
Síðan er kertaþráðurinn
strengdur frá botninum og
bundinn við prjón að ofan, eins og
skýringarmyndin sýnir.
Á botninn er límdur heftiplástur til
að festa þráðinn og loka fyrir gatið.
3Því næst er hitað vatn og látið
sjóða. Vaxið er sett í könnu,
sem er hituð í sjóðandi vatninu og
þannig er vaxið brætt.
4Þegar vaxið er orðið að fljót-
andi vökva er því hellt í mótin.
Hægt er að búa til röndótt kerti
með því að láta vaxið aðeins storkna
á milli og setja svo nýjan og nýjan
lit. Einnig er hægt að mála á kertin
margs konar myndir og eru til sér-
stakir litir til þess.
Önnur aðferð til að búa til kerti, er
að dýfa kveiknum í heitt vaxið og
láta storkna á milli. Þræðinum er
stungið ofan í vaxið á þennan hátt
þar til kertið er í þeirri þykkt, sem
óskað er.
418 Heima er best