Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.1996, Blaðsíða 7

Heima er bezt - 01.09.1996, Blaðsíða 7
Ur ættfræðinni austur. Ég hafði meiri áhuga fyrir gullsmíðinni en fyrst það gekk ekki var bara að finna eitt- hvað annað. Ég hafði ekki áhuga á mikilli úti- vinnu og það útilokaði húsasmíðina. Hús- gagnasmíðin varð því ofan á. Við vorum í Reykjavík 1969-70 og svo fórum við aftur suð- ur 1973-1974 og á meðan ég var í Iðnskólanum að ljúka mínu námi var Edda einkaritari hjá Skipaútgerð ríkisins.“ Bændur á Miðhúsum „Við bjuggum fyrstu árin í lítilli íbúð hér á Miðhúsum, í sama húsi og Sigrún og Halldór. Við komum hingað austur 1973 og ári síðar, 1974, stofnuðu þessar tvær fjölskyldur form- lega íyrirtækið Eik. Við vorum líka með bú- skap, einkum sauðijárbúskap og vorum með 220 Qár þegar mest var. En þá voru íslenskir bændur farnir að framleiða of mikið kjöt og mikil áhersla var lögð á að þeir bændur sem gætu haft tekjur af öðru, drægju saman í búskapnum. Við brugðumst við því og skárum niður ár frá ári þangað til við vorum komin með um 100 kindur þegar við hættum alveg. Þá fórum við út í búháttabreytingu og yfir í ferðaþjónustu. Við seldum kvótann og byggðum tvö sumarhús til útleigu. Við vorum líka byrjuð á skógrækt en hún varð aldrei neitt til að tala um fyrr en Héraðsskógaverkefninu var hleypt af stokkun- um. Við reyndum ítrekað að fá jörðina viðurkennda sem skógræktarjörð eins og átti að vera hægt á þeim tíma en það komst aldrei í gegnum ráðuneytið. Það var mikið tal- að um skógrækt og farið um hana fögrum orðum en minna var um efhdirnar og manni fannst hálfgerður tví- skinnungur í gangi. Plöntur voru dýrar og aðferðir við gróðursetningu tímafrekari en nú er og engan veginn gert ráð fyrir að hægt væri að lifa af þessu. Það var ekki fyrr en með Héraðsskógaverkefninu að ráðamenn viður- kenndu skógrækt sem atvinnugrein." Hér má bæta því við að Edda var formaður þeirrar nefndar sem undirbjó Héraðsskógaverkefnið. Það fór af Edda með hóp af álþaaðdáendum. stað 1990 og er í raun samningur milli bænda og ríkis um að bændur leggi til land undir skógrœkt og annist plöntun en ríkið greiði vinnulaun og útlagðan kostnað. Tekjur af skóginum skiptast svo milli bænda og ríkis í ákveðnu hlutfalli, þegar þar að kemur. Mannbætandi sauðfé „Við byggðum þessi tvö sumarhús 1988. Þá vorum við búin að vera við búskap í 15 ár og það verður að segjast eins og er að við söknum fjárins, einkum vor og haust. Við söknum þess að hafa ekki fé til að snúast í kringum á sauðburði. Það er sérstök upplifun að fara út að nóttu til og ganga í kringum fé. Það er svo mikill friður yfir öllu. Jafnvel þótt veður sé slæmt eru kindurnar rólegar og yfir- vegaðar. Samskiptin við þær hafa áreiðanlega mannbæt- andi áhrif. Það varð til að ýta á eftir okkur að fara út í þessa búháttabreytingu að riða var farin að stinga sér nið- ur í nágrenninu og við gátum ekki hugsað okkur að skera allt okkar fé niður í gröf. Þá var skárra að gera það svona Heima er bezt 319

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.