Heima er bezt - 01.09.1996, Blaðsíða 13
Handverk
Munir frá Miðhúsum; nœlur úr hreindýrshári og horni.
rætur í þjóðarmenningu íslend-
inga. Við finnum samhljóm hjá
nágrönnum okkar á norðlægum
slóðum, sérvitringum eins og okk-
ur. Það er mjög brýnt að geta farið
um og kynnst því sem er að gerast
annarsstaðar. Við höfum haft lítið
svigrúm til slíks. Við höfum reynt
að kaupa bækur og blöð og náum
straumum inn þannig en það kemur
auðvitað ekki í sama stað niður.
Okkur var boðið í námsferð til Finn-
lands á vegum bændasamtakanna og
það var mjög góð ferð. Við sáum þá
meðal annars að íslendingar hafa
enga ástæðu til að hafa minnimáttar-
kennd yfir sínu handverki. Það sem
við erum að gera er fyllilega sambæri-
legt, þrátt íyrir litla hefð í handverki
hér. Við fengum þarna svolítinn sam-
anburð. En til þess að geta lifað af
þessu þá þurfum við að vera með mjög
fjölbrcytta vinnslu. Markaðurinn er svo
lítill að við þurfum stöðugt að koma
fram með eitthvað nýtt.“
Munir frá Miðhúsum, smíðaðir úr hrosshófum.
ur hefur alltaf langað til að fara og læra eitthvað af öðr-
um. Mest langar okkur að heimsækja Norður-Noreg og
Norður-Svíþjóð, Sama og Grænlendinga, jafnvel Indíána.
Þjóðir, sem hafa lært að lifa af því sem náttúran gaf þeim,
eins og íslendingar hafa gert, þjóðir, sem við eigum ým-
islegt sameiginlegt með. Við eigum minna erindi suður í
Evrópu. Þar er mikill íburður og útflúr og slíkt á sér ekki
„Handverk á íslandi er á uppleið,
einkum hvað varðar viðhorf og skilning
almennings. Virðing fyrir því sem fólk
vinnur með höndunum er að aukast.
Það er auðvitað misjafn sauður í
mörgu fé og í uppsveiflu eins og verið
hefur undanfarin ár eru allir sótraftar
á sjó dregnir. Þannig hafa ýmsir kennt
sig við handverk, sem í raun hafa
bara verið að föndra. En úr þessu
hefur dregið aftur. Við sjáum það
best á sýningunum, sem hafa verið
haldnar á Hrafnagili. Á fyrstu sýn-
ingunni ægði öllu saman en svo hafa
þeir helst úr lestinni sem eru ekki að fást við raunverulegt
handverk. Það sem kannski skilur helst á milli er að þeir
sem eru við handverk, þeir eru að skapa, þeir leggja sig í
það sem þeir eru að búa til. Venjuleg handavinna er auð-
vitað nauðsynleg og oft mjög góð dægrastytting; prjónles
og annað slíkt. En handverk er annað og skilningur á
þessum mun er að aukast ásamt áhuga fýrir handverki.
Sérstaklega á það kannski við um fólk sem hefur dvalist í
útlöndum, í löndum þar sem er rík handverkshefð. Það
lærir að gera kröfu til handverks og meta það.“
Heima er bezt 325