Heima er bezt - 01.09.1996, Qupperneq 25
áður. En báðir þessir menn voru þó
af náttúrunni þrifnaðar- og hirtnis-
menn. Mér fannst eins og þeir hefðu
gengið ofan i jörðina, bæði andlega
og líkamlega síðan ég sá þá síðast.
Þeir voru miklu daufari í bragði, orð-
færri og áhyggjulegri. En ekki vildu
þeir samt kannast við að þeim leidd-
ist eða liði illa. En þeir þurftu ekki
að segja mér það, ég sá að höfuð-
staðarloptið hafði ekki orðið þeim
hollt. Og ég frétti það annarsstaðar
frá, að efnahagur þeirra væri þannig
að eignir þeirra mundu ekki nándar-
nærri hrökkva fyrir skuldum ef eptir
þeim væri gengið. Auk þess var ann-
ar farinn að drekka til muna, en var
mesti reglumaður heima í sveitinni
sinni.
Þótt ég hafi nefnt aðeins þessi
dæmi er ég þekkti, þá veit ég að þau
eru miklu fleiri. Hinsvegar kemur
mér ekki til hugar að neita því að
ýmsir hafi haft „gott upp úr því“ að
flytja til Reykjavíkur, einkum menn,
sem ekkert höfðu að missa, engar
eignir áttu og ekki hafa sett sig úr
færi að taka hverja vinnu er fáanleg
var. En ég þekki svo mikið til að það,
sem margir sveitabændur flaska á,
þegar þeir eru orðnir búsettir í
Reykjavík, það er of mikil eyðsla
fyrstu árin, í samanburði við efna-
haginn. Menn hugsa ekki út í það að
það er dýrt að búa í höfuðstaðnum.
Þeir finna ekki svo mjög til þess í
fyrstu, meðan þeir eru að eyða bús-
leifunum og þurfa ekki beinlnis að
kaupa allar nauðsynjar, en þá er þær
eru þrotnar, sem opt mun verða
nokkuð fljótt, þá þyngist fyrir fæti.
Og þá mun „sveitabændunum"
gömlu í Reykjavík veita fullerfitt að
hafa í sig og á, að minnsta kosti sum-
um hverjum. Eg þekki vel þetta
gamla viðkvæði hjá bændum þeim,
er til Reykjavíkur flytja, að þeir geti
ekki haldist við í sveitinni fyrir
vinnufólkseklu, háu kaupgjaldi,
o.s.frv., og skal ég sist neita því, að
það hafi við nokkur rök að styðjast,
einkum í sumum sveitum. En það er
allsstaðar við einhverja erfiðleika að
stríða í lífinu. Menn flýja þá ekki
þótt þeir flytji til Reykjavíkur. Og
svo hefur mér sýnst að menn verði
að hafa þar töluvert fyrir lífinu, ef
vel á að ganga, að minnsta kosti þeir,
sem eiga að lifa af handafla sínum.
Og það segi ég satt að þótt ég sé eng-
inn búhöldur í sveit og finni að kaup-
gjald vinnufólksins sé hærra en áður
var og erfitt að halda góðum hjúum,
þá mundi hagur minn þurfa töluvert
að breytast til þess að ég flytti til
Reykjavíkur. Mér finnst eins og ég
væri þá orðinn annarra þjónn, sem
daglaunamaður, kominn upp á náð
og ónáð vinnuveitandans, auk þess
sem ég er handviss um að ég veslað-
ist upp úr leiðindum ef ég hefði ekki
alltaf eitthvað fyrir stafni. Eg hefði
enga skemmtun af að eigra þar að-
gerðalaus á mölinni eða híma við
búðardiskinn. Og svo er ég nærri
viss um að ég yrði efnalaus á fáum
árum. Ég kynni ekki að lifa í Reykja-
vík.
* * *
„Þú getur ekki trúað því,“ sagði
kunningi minn, „hversu rammstöð
þessi bæjarstjórn okkar er, þá er
kvartað er um eitthvað fyrir henni,
einkum að því er hreinlæti í bænum
snertir. Hún hristir bara höfuðið og
ansar engu. Tíminn er ekki kominn,
segir hún, til að sinna ykkur. Þið
verðið að sætta ykkur við óþefinn og
óþrifnaðinn nokkur ár enn, meðan
heilbrigðisnefndin okkar er að semja
heilbrigðissamþykktina, því að þar
fáið þið reglur, sem þig eigið að lifa
eptir, og þær munu kenna ykkur að
vera ekki að kvarta um hégóma einn
og ónáða fulltrúa ykkar að óþörfu.“
Ég gat ekki bundist þess að láta í
ljósi undrun mína yfir því, að svo lít-
ið væri gert til að efla þrifnað og
hreinlæti í bænum og hvernig stæði á
því að þetta væri látið draslast svona
ár eptir ár. En kunningi minn sagði
að þeir væru að bíða eptir kólerunni
eða næmum sóttum til þess að geta
orðið dálítið betur vakandi. Kunningi
minn sagðist reyndar efast um að
þeir rumskuðust við það, þeir vísu
herrar, þeir myndu líklega álíta eptir
sem áður, að sunnlensku rigningarn-
ar væru einhlítar til að gera sumar-
loptið lífvænlegt í bænum. Og það er
víst mikið hæft í því að rigningunum
á Reykjavík að þakka, að hún er ekki
hið argasta pestarbæli á guðs grænni
jörð. En sú heilbrigðisstjórn getur
reynst nokkuð stopul, eins og reynd-
in varð á í sumar, enda fannst mér,
sem er óvanur slíku lopti, að það ætl-
aði að líða yfir mig er ég gekk um
sumar allra fjölförnustu götur bæjar-
ins, t.d. Bankastræti og Austurstræti,
svo var ódaunninn úr sorprennunum
megn. Ég öfunda ekki þá, sem eiga
að svelgja í sig þetta pestarlopt dag-
inn út og daginn inn. Ég er að
minnsta kosti viss um að ég héldi
ekki lengi heilsu innan um annan
eins óþverra. Og þess vegna
stórfurðar mig á hvað þið Reykvík-
ingar eruð þolinmóðir við bæjar-
stjórn ykkar, að þið skulið ekki kúga
hana til að ráða verulega bót á þessu
bæjarhneyksli og bæjarvoða, því að
ég skil ekki annað en að þér gætuð
það, ef þér væruð samtaka. Ég skil
ekki í því hvernig þið látið viðgang-
ast að safngryfjur hálfopnar og
alopnar, séu hafðar niður um allan
bæ, þétt við húsin, svo að varla verð-
ur þverfótað fyrir þeim, ekki síst
niðri í kvosinni. Og þá er ekki heldur
þrifnaðarauki að fjósunum ykkar,
sem þér hafið á víð og dreif um allan
bæinn. Þið ættuð að banna að hafa
öll fjós og allar safngryfjur og forar-
vilpur, að minnsta kosti við allar að-
algötur bæjarins, helst aðhafa það
allt saman einhversstaðar utan við
bæinn. Fyrr en það er gert, komið
þið aldrei neinu lagi á þrifnað í bæn-
um, þangað til verður hann fyrir-
mynd óþrifnaðar og óhollustu. Ykkur
er bráðnaauðsynlegt að búa sem fyrst
til nokkur neðanjarðarræsi í sjó út.
Það ætti ekki að kosta offjár, að
minnsta kosti í þeim hluta bæjarins,
er næst sjónum liggur.
Það hlýtur að vera einkennilegt
fyrir útlendinga að sjá kúahjarðimar
vera reknar um bæinn þvert og endi-
langt, kvelds og morgna, enda hef ég
................. V................
ZáCZHeima er bezt 337