Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.1996, Blaðsíða 29

Heima er bezt - 01.09.1996, Blaðsíða 29
Fyrir nokkru síðan barst okkur ljóð sem höfundur nefn- ir „Síðasta lambið.“ Einhverra hluta vegna fylgdi ekki nafn höfundarins og biðjum við hann eða hana, vinsam- legast að senda okkur línu með nafni sínu, svo við getum birt ljóðið. 9 Askorunin í 42. þætti birtum við áskorun frá Kára Kortssyni, sem fólst í því að lesendur sendu svör sín með vísum sem byrjuðu á sama orði og fremst var í síðustu línu seinni áskorunarvísu hans, en orðið var „of]arl.“ Óskar Sig- tryggsson svarar áskoruninni svona: Ofjarl vill reynast ellin mér, er það að lögmálsins vonum. A nírœðisaldri nú ég er og nœsta fánýtur konum. í 34. þætti orti Kári Kortsson til Petru frá Kvíabekk í tilefni af vísum hennar til hans og Pálma Jónssonar. Petra svaraði þeim vísum snemma á þessu ári og biðjum við hana velvirðingar á hve dregist hefur að birta svar hennar og er hluti ástæðunnar sá hversu langt fram í tímann við vinnum flest blöðin en Petra segir m.a.: „Til góðkunningja minna, Kára og Pálma. Mér er bæði ljúft og skylt að þakka ykkur fyrir þá skemmtun, sem ég hef haft af okkar góðlátlega gamni. Satt segir þú Kári, það var vanhugsað af mér að bjóða ykkur báðum á brúðarbekkinn. Þrír í hjónabandi held ég sé einum of margt, nóg tveir. Þar sem þið eruð mér báðir jafn kærir get ég ekki tekið annan fram yfir hinn og hlýt því að slíta okkar sambandi og kveðja ykkur báða, elsku drengina: Eg óska ykkur góðs um ógengið skeið, ylji og lýsi ykkur lífssólin heið, sunnanblær vermi ykkur svalandi yl, segjum þann besta, sem eigi hann til. Og við komum kveðjunni að sjálfsögðu beint til Kára, sem sendir Petru þessa kveðju á móti: Heiðrík er kveðjan og hana ég þigg hamingjusamur með þökkum, lífssólin jarðar er Ijómandi trygg Ijóðelskum, fjörugum krökkum. Látum við þá þættinum lokið að sinni en minnum á heimilisfangið: Heima er bezt, Ármúla 23, 128 Reykjavík. Hlaðvarpinn... framhald afbls. 316 Þá vaknar sú spurning hvort maðurinn sé ekki hugsan- lega að fara fram úr sjálfum sér, hvað það varðar að hann stefni í að vinna að flóknari viðfangsefnum en almenn greind hans og ályktunarhæfni ráði við. Sjálfsagt er það nú samt ekki, því allt er þetta unnið skref fyrir skref. En þegar könnunarhraðinn fer að verða slíkur, sem fyrr- greindir reiknimöguleikar gefa til kynna, fer þá ekki heili mannsins að virka hálf hægfara í samanburði? Það gæti nú svo sem verið, en líklega gætu menn fund- ið ráð við því. A.m.k. eru þeir komnir það langt að vera búnir að finna efni, sem eykur minni fólks, og gerir það leiknara við að læra. Það er sem sagt búið að finna hvaða efni heilinn notar til boðskipta á milli heilafrumanna, og hvernig megi gera þau öruggari og hraðvirkari. Efnið hafa þeir nú þegar prófað á músum, en ekki lagt í að prófa það á fólki enn sem komið er. Skal engan undra það því efninu ku enn fylgja ansi miklar aukaverkanir. I fyrsta lagi þarf víst að innbyrða verulega mikið rnagn af því, svo það nái örugglega til heilans, því það eyðist ört á leið sinni þangað. Slæmar aukaverkanir geta svo líka fylgt, svimi, verkir, hjartsláttur, öndunarerfiðleikar, auk þess sem of mikið magn getur gert heilan hreinlega ofvirkan, þar sem efnið bærist um hann allan, svo hann færi að gefa boð og skipanir í allar áttir, all tilviljanakennt. Svo ekki hljómar það nú alltof glæsilega. Já, það er svo sannarlega margvíslegt sem menn eru að fikta við. Og þó þetta minnisefni sé næsta ótrúlegt, þá telja vísindamenn að það verði komið á markað fljótlega eftir árið 2000. Sem sagt eftir 6-8 ár. Vísindamenn í Bandaríkjunum, Japan og í Skandinavíu, munu vinna að því af kappi og miklir peningar eru settir í þessar rann- sóknir. Málið snýst nefnilega um það að verða fyrstur á markaðinn með besta efiiið. Svo það stefnir allt í það, les- endur góðir, að við getum innan tíðar, farið að stoppa í minnisgloppurnar með því að skreppa út í apótek og kaupa nokkrar pillur. Haldið þið að það verði ekki munur? Með bestu kveðjum, Guðjón Baldvinsson. ÍHeima er bezt 341

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.