Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.1996, Síða 35

Heima er bezt - 01.09.1996, Síða 35
Bergrós sker sig enn úr hópnum. Hún er alltaf jafn fálát, óörugg með sjálfa sig og tortryggin á umhverfi sitt. Hún mætir flesta daga í skólann alls óundirbúin. í kennslustundum virðist hún vera annars hugar og fylgist lítið með því, sem þar fer fram. En þrátt fyrir þessa neikvæðu þætti í hegðun telpunnar, telur kennslukonan að hún geti lært, engu síður en hin börnin. Og Glóey Mjöll ætlar sér að komast að rótum vandans. Hún hyggur að hann liggi í ytri aðstæðum Bergrósar í heimilislífi, og ef til vill líka utan þess. En fyrsta skrefið er að eignast trúnað skjólstæðingsins. Hún leggur sig fram hvern skóladag í þeirri við- leitni, að vinna traust telpunnar, en því hefur miðað skammt fram til þessa. * * * Skóladegi er lokið. Börnin hafa kvatt og eru horfin á braut. En Gló- eyju Möll dvelst enn um stund í kennslustofunni. Hún hugar að nýju námsefni, sem henni er ætlað að leggja fyrir nemendur sína á næstu dögum. Allt er orðið hljótt innan veggja skólans og þögnin djúp og friðsæl eftir hástemmdan eril dagsins. Unga kennslukonan hefur nú lokið athugunum sínum á nýja námsefninu og býst til heimferðar. Hún heldur rösklega af stað ffá skólanum. Svalur vindur blæs á móti henni og minnir sterklega á vetrarins volduga hörpu- slátt. En Glóey Mjöll hefur ekki farið mörg skref er ókennilegt hljóð berst að eyrum hennar og yfirgnæfir strengjaspil veðurs og vinda. Hún nemur staðar og litast um. Henni virðist hljóðið koma frá næsta ná- grenni en sér engan á ferli í námunda við skólann. Hljóðið færist heldur í aukana og það leynir sér ekki að þetta er neyðarkall. Spölkorn frá barna- skólanum stendur gamalt timburhús, sem er mannlaust nú um stundir. Við nánari ígrundun finnst Glóeyju Mjöll sem hljóðið berist frá þessu auða húsi, þótt undrlegt megi virðast. Hún hraðar sér af stað og tekur stefnuna þangað. Framan við húsið er skúrlag- að anddyri. Utidyr standa opnar til hálfs og þama inni á neyðarkallið upptök sín. Glóey Mjöll hrindir dyr- unum upp á gátt. Við augum hennar blasir óvænt og ljót sjón. í anddyrinu eru saman komnir fjórir af nemend- um hennar, tveir drengir og tvær telp- ur. Önnur telpan er Bergrós. Hún liggur á gólfinu, króuð inni í horni, hin þrjú gína yfir henni eins og gammar yfir bráð og hún er auðsjá- anlega ofurliði borin og kemur eng- um vörnum við. Samsærisbörnin í anddyrinu hrökkva skyndilega upp frá gjörningi sínum. Athæfi þeirra er ekki lengur óséð, einhver stendur þau hér að verki. Þau líta flóttalega tii dyra. Kennslukonan!!! Verra gat það ekki verið. Ofboð og skelfing grípur gerenduma þrjá. Og áður en Glóeyju Mjöll gefst ráðrúm til þess að ávarpa viðstadda ryðjast þremenningarnir framhjá henni með slíkum tilburðum, að henni liggur við falli, þar sem hún stendur í dymnum, og tvístrast út í buskann. Bergrós liggur kyrr í horninu og hniprar sig saman eins og í algerri uppgjöf. Föt hennar eru í óreiðu og sítt hárið, sem venjulega er brugðið í tvær fléttur, flæðir laust og úfið um axlir og herðar. Það leynir sér ekki á útliti telpunnar, að hér hafa orðið töluverð átök. Glóey Mjöll gengur rólegum skref- um til Bergrósar. „Reyndu að rísa á fætur, Bergrós,“ segir hún þýðlega og réttir henni höndina til stuðnings. Telpan gýtur óttafullu homauga til kennslukonunnar en hreyfir sig hvergi. Hún er sýnilega mjög miður sín. Glóey Mjöll krýpur niður við hlið hennar. „Þú þarft ekki að vera hrædd leng- ur, Bergrós,“ segir hún festulega. „Eg er vinur þinn og vil hjálpa þér, en til þess að ég geti það verður þú að treysta mér og svara spurningum mínum án undanbragða.“ Unga kennslukonan horfir hlýjum, einlægum augum á skjólstæðing sinn. „Hefur þú oft áður orðið fyrir svona áreitni?“ IHeima er bezt 347

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.