Heima er bezt - 01.09.1996, Page 37
en gömlu tortryggninni skýtur samt
upp í hugann.
„Er þetta alveg víst?“ spyr hún og
leggur þunga áherslu á orðin.
„Heldur þú að ég segi þér ósatt,
Bergrós?“
„Nei,“ svarar telpan lágt og þrýstir
höndinni þéttar að lófa kennslukon-
unnar því til staðfestingar. Hún trúir
henni. Draugurinn í gamla húsinu
var þá einungis til í hugskoti krakk-
anna sjálfra. Henni finnst þetta vera
stórkostlegt. Hún þarf þá ekkert að
óttast, þótt bekkjarsystkini hennar
kynnu einhvern tíma aftur að draga
hana inn í anddyri gamla hússins og
hóti að loka hana þar inni hjá draugi.
Nú veit hún betur.
Telpan hrekkur skyndilega upp af
þessum hugleiðingum. Hvað er hún
að gera? Þær stöllur eru brátt komnar
á móts við heimili hennar. Hér verð-
ur hún tafarlaust að slíta samfylgd-
inni og kveðja kennslukonuna.
Mamma hennar má alls ekki verða
þess vör að kennslukonan hafi fylgt
henni heim. Hún yrði pínd til sagna
um ástæðuna fyrir því, allt kæmist
upp með eineltið og hvað mundi þá
bíða hennar. Bergrós nemur snarlega
staðar og dregur höndina úr hlýjum
lófa kennslukonunnar. Glóey Mjöll
stansar einnig í skyndi við þessi
óvæntu tilþrif og lítur snöggt á foru-
naut sinn.
„Er eitthvað að, Bergrós?“ spyr
hún þýðlega.
„Ég..., ég á heima hérna rétt hjá.“
„Geturðu bent mér héðan á húsið,
þar sem þú átt heima?“
„Ja-á,“ ansar telpan dræmt. Hún
hefði kosið að ljóstra engu upp um
heimili sitt við kennslukonuna. En
þessi trausta handleiðsla lét hana
gleyma tíma og vegalengd og nú
kemst hún ekki hjá því að sýna
kennslukonunni hvar húsið stendur.
Telpan lyftir höndinni treglega og
bendir á óhrjálegt, tvílyft steinhús,
sem stendur spölkom innar við göt-
una.
„Ég á heima þarna í kjallaranum,“
segir hún lágt. „En nú verð ég að
fara.“
Hún réttir kennslukonunni höndina
í kveðjuskini.
„Þakka þér fyrir. Vertu sæl,“ segir
hún í flýti.
Glóey Mjöll þrýstir hönd telpunnar
andartak.
„Vertu sæl, Bergrós. Við sjáumst í
skólanum á morgun.“
Telpan svarar því engu. Hún tekur
þegar á sprett og hleypur eins og fæt-
ur toga heim að húsinu. Glóey Mjöll
stendur kyrr og fylgist með för Berg-
rósar, uns hún hverfur inn í niður-
grafinn kjallara þessa óhrjálega húss,
sem við blasir. Þetta er þá ytri um-
gjörð að heimili Bergrósar, hugsar
Glóey Mjöll. En hvernig er svo lífs-
þráður telpunnar spunninn innan
þessara veggja? Það er spurning, sem
knýr fast á um óyggjandi svar. Og nú
er hún loks komin á sporið. Telpunni
er borgið til síns heima. Glóey Mjöll
snýr á brott. Hún á dávænan spöl
fyrir höndum. Glæsibústaður kaupfé-
lagsstjórahjónanna, þar sem henni
var fengin veturseta, stendur á allt
öðrum stað í þorpinu.
* * *
Drungalegur vetrarmorgunn grúfir
yfir snævi þakinni jörð. Glóey Mjöll
er mætt stundvíslega til starfa, að
venju, þrátt fyrir nokkuð langa and-
vöku síðast liðna nótt. Hún þurfti að
hugleiða vandlega þann óvænta at-
burð nýliðins dags, að standa þrjá
nemendur sína að mjög ljótum gjörn-
ingi, þar sem ein bekkjarsystir þeirra
var fórnarlambið. Henni, kennara
barnanna, bar að taka á þessu máli
með afgerandi hætti. En hún vildi
ekki blanda Arnmundi skólastjóra í
málið, nema brýn nauðsyn krefði.
Hún var ung og óreynd í ábyrgðar-
miklu starfi og svona staða hafði
aldrei fyrr komið upp hjá henni.
Hvernig gat hún leyst þennan stóra
vanda á þann hátt, að nemendum
hennar mætti verða til lærdóms og
eftirbreytni og enginn yrði sár að
leikslokum?
Hún rýndi í næturmyrkrið, sem
umlukti hana og velti þessu ákaft
fyrir sér frá ýmsum hliðum, en myrk
andvakan veitti engin svör. Stóð hún
þá ráðþrota gagnvart þessu fyrsta
stóra vandamáli sínu, sem henni bar
að leysa í kennarastarfinu?
Hún hafði ekki áður, frá því að hún
kom á þennan framandi stað, orðið
þess jafn tilfinnanlega vör, og nú, hve
hún var óralangt ffá öllum ættingjum
og vinum, aldrei fyrr fúndið svo sára
einmanakennd í brjósti. En var hún í
raun og veru ein og vinasnauð í ráða-
leysi sínu á ókunnri strönd? Nei,
vissulega ekki. Hún reis snöggt upp í
rekkjunni, rétti höndina út í myrkrið
og tendraði ljós á leslampa, sem stóð
á náttborði við rekkjustokkinn. Ljós-
ið féll beint á litla bók, er ávallt
prýddi náttborðið hjá henni. Nýja
testamentið, veganestið, sem hún tók
með sér að heiman. Þangað hafði hún
ótal sinnum leitað við margvíslegar
aðstæður og með ólíkustu spumingar
lífs síns og ætíð fundið svar. Hún
greip litlu bókina og lauk henni upp.
„Sælir eru friðflytjendur, því þeir
munu guðsbörn kallaðir verða.“ Frið-
flytjandi! Ekkert kysi hún fremur en
mega bera það sæmdarheiti í lífi og
starfi og svarið var fundið. Með þetta
sæluboð Fjallræðunnar að leiðarljósi,
ætlaði hún að mæta vandamálum
nemenda sinna, sem biðu úrlausnar á
komandi degi. Hljóð bæn til Hans,
sem einn gefur hinn sanna frið, steig
upp frá andvaka sál, bæn um visku,
kærleika og djörfung. Og hér í
kennslustofu sinni, bíður hún nú al-
búin þess er koma skal.
* * *
Drungaleg kyrrð morgunsins er
rofin. Glaðróma, hávær börn
streyma heim að skólahúsinu. Þau
skipa sér í raðir að venju og ganga
síðan hæversklega hvert inn í sína
kennslustofu. Glóey Mjöll heilsar
nemendum sínum með sama glað-
lega viðmótinu og hlýja handtakinu,
nú sem ætíð áður, eins og ekkert hafi
í skorist. En það fer ekki framhjá
kennslukonunni, að gamla spakmæl-
ið, „Sök bítur sekan,“ er enn í fúllu
gildi. Börnin þrjú, sem hún stóð að
gjörningnum ljóta í anddyri gamla
7
ÆrtHeima er bezt 349