Æskan

Árgangur

Æskan - 01.12.1947, Blaðsíða 3

Æskan - 01.12.1947, Blaðsíða 3
Jólablað Æskunnar 1947 í Bréfaskóla s.í.s. getið þér lært: Islenzka réttritun, ensku, reikning, siglingafræði, bókfærzlu, búreikn- inga, skipulag og starfshætti samvinnufélaga, fundastjórn og fundareglur. Unglingum skal á það bent, að Bréfa- skólinn getur veitt góðan undirbúning undir nám í framhaldsskólunum. Gefum fúslega allar upplýsingar. BréfaskóliS.f.S. Reykjavík. Bækur handa börnum og unglingum. Skautadrottningin. Mjög skemmtilegar endur- minningar norsku skautameyjarinnarSONJU HENIE, prýddar fjölda fallegra mynda. Góð gjöf handa telpum og unglingsstúlk- um. Verð ib. kr. 23.00 Lífið kallar. Heilbrigð og skemmtileg saga um kornunga Stokkhólmsstúlku, sem leggur hart að sér til að hjálpa móður sinni, en á þó sínar gleði- og yndisstundir. Prýdd fjölda fallegra mynda. Verð ib. kr. 20.00. Systkinin í Glaumbæ. Hin ,,klassiska“ barna- og unglingabók ensku skáldkonunnar ETHEL S. TURNER. Þessa bók lesa bæði börn og fullorðnir sér til óblandinnar ánægju, en einkum er hún ætluð 12—16 ára telpum. Verð ib. kr. 20.00. Pétur Pan og Vanda. Víðkunn barnabók eftir hið heimsfræga brezka skáld J. M. BARRIE. Sem dæmi um frábærar vinsældir þessarar sögu má nefna það, að annarri aðalsögu- hetjunni, Pétri Pan, hefur verið reist veg- legt minnismerki í Kensington skemmti- garðinum í London. Prýdd er bókin mörg- um myndum. Hentar öllum 6—1 1 ára börnum. Verð ib. kr. 22.00. Drengirnir i Mafeking. Sérstaklega skemmtileg og heilbrigð saga handa drengjum og ung- lingum, að nokkru leyti byggð á sannsögu- legum viðburðum. Prýdd mörgum myndum. Verð ib. kr. 28.00. Leyndardómur fjallanna. Þessi bráðskemmti- lega drengjasaga JÓNS BJÖRNSSONAR hafði getið sér góðan orðstír erlendis, áður en hún kom út á íslenzku. Verð ib. kr. 18.00. Framantaldar bækur fást hjá bóksölum um land allt eða beint frá útgefanda. Draupnisútgáfan Pósthólf 561. — Reykjavík. 113

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.