Æskan

Árgangur

Æskan - 01.12.1947, Blaðsíða 6

Æskan - 01.12.1947, Blaðsíða 6
Jólablað Æskunnar 1947 Fiskiskútur'nar komu siglandi inn höfnina, hvít seglin dúðu eins og voldugir vængir og sjórinn livít- löðrandi um stefni og hóga. Og í fornfálegu húsun- um í þorpinu ómuðu glaðar raddir: „Skúturnar eru að koma! Pabbi verður heima um jólin!“ En Binni litli tók engan þátt i þessum fögnuði. Hann kafaði snjóinn á götunni með körfu í hendi og var á leið til vinar síns, gamla seglasaumarans, sem venjulega var kallaður „skipstjórinn“. „Það er hezt að ijúka þessu af,“ sagði hann við sjálfan sig. „En ég kvíði fyrir þvi.“ Og honum urðu þung sporin upp þrönga stigann, sem lá upp á loftið. Innileg vinátta hafði tekizt milli gamla mannsins og drengsins, sem jnisst hafði föður sinn. Hann fórst í einu ofviðrinu, tók út af skútu. Og nú kveið Binni því, að sldpstjóranum kynni að mislíka við sig. Hann var ekki laus við kökk í hálsinum, þegar liann opnaði dyrnar og gekk inn. Brennibútar loguðu glatt í ofninum. Skipstjórinn leit upp frá verki sinu, hvítur fyrir hærum og öld- urmannlegur, og brosti við Binna. „Ég sá til þín,“ sagði liann. „Tylltu þér þarna við ofninn. Þú hlýtur að vera þreyttur og kaldur að labba alla þessa leið.“ „Ég fékk að sitja í sleða lijá honum Lalla í Nýja- bæ. Hann var að aka timburhlassi niður í bæinn.“ Ilann setli körfu sína á saumaborðið og bætti við: „Mamma sendir þér hérna eplaköku og svolítið af kryddsíld.“ Hann smeygði sér úr úlpunni og lagði liana á stól, ræskti sig eins og liann ætlaði að halda áfram, en settist svo allt í einu og starði inn i eldinn. Skipstjóri leit úl undan sér á drcnginn, gelgju- legan og feiminn. Svo lók hann aftur lil vinnu sinnar og sagði um leið: „Þeir eru víst fegnir, pilt- arnir, að fá þó að vera lieima jólanóttina. En það er sagt, að þeir fari út aftur snemma á morgun.“ Hann hafði varla sleppt orðinu fyrr en Binni spratt upp svo snöggt, að stóllinn var nærri oltinn. „Þegar þeir fara fit aftur, skipstjóri,“ gusaðist út úr honum, „])á — þá - fer ég með þeim.“ Svo féll liann aftur niður í sætið og fór lirollur um hann um leið og hann rétti hendurnar fram til að orna sér. Gamli seglasaumarinn lét nálina siga, sat þögull nokkur augnablik og strauk um hökuna. Svo sagði hann: „Það voru fréttir, drengur minn. Yeit mamma þín um þetta?“ „Nei,“ sagði Binni dauflega. „Ég lief ekki sagt henni það. Henni finnst ég of ungur enn, og ég vildi ekki særa hana.“ „En ætlar samt að fara,“ sagði gamli maðurinn. „Það er ekki um annað að gera,“ sagði drengurinn vonleysislega. „Það hefur alltaf einhver frá okkur verið á sjónum, og það er víst hezt fyrir mig að vera ekki landkrabbi lengur.“ Og hann rjálaði annars liugar við löngu skærin á borðinu, lmgsaði um, hvers vegna drengir fá aldrei að taka til sinna ráða án þess að fullorðnir sletti sér fram i. Allt í einu spurði gamli maðurinn: „Hvenær fóru þeir að taka drengi með sér í norðurferðirnar?“ Binna hnykkti við. Hann hvarflaði augum um vinnustofuna, þar sem flöktandi bjarmi frá arineld- ijium lék um fornfálega skipskistuna og gamla tré- bekkinn, þar sem gömlu sjómennirnir voru vanir að sitja brúnahvassir og segja sögur sínar um svaðil- farir á sjó. „Ég var að spyrja þig, drengur minn,“ sagði gamli maðurinn hæglátur. Binni svai’aði hikandi. „Þeir taka ekki drengi. En ég ætla að fela mig i einum bátnum, skipstjóri.“ Og liann kreisti armana á stólnum, svo að lxnúarnir hvítnuðu. Skipstjórinn bar upp nálina, rýndi með öðru auga og þræddi, en sagði ekki orð. Vindhviða hristi hxirðina og ómur af söng bai’sl utan frá sjónum. Binni beið þess með eltirvæntingu, að karlínn segði eittlxvað. Loks þraut liann þolin- mæði, hann stóð upp, gekk að glugganum og leit út yfir höfnina. Bátar og skútur og stærri skip með blaktandi seglum voi’u hvai’vetna að leggjast og varpa akkerum á höfninni, og augu drengsins tindr- uðu af áhuga við þessa sjón. 116

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.