Æskan

Árgangur

Æskan - 01.12.1947, Blaðsíða 2

Æskan - 01.12.1947, Blaðsíða 2
Jólablað Æskunnar 1947 LEIFTUR-bækur verða í ár eins og mörg undanfarin ár beztu jóla- bækurnar. Af þeim bókum, sem við höfum gefið út nýlega, viljum við sérstaklega benda á þessar: íslenzkir guðfræðingar 1847—1947. Þetta eru tvö stór bindi með 4—500 mannamyndum. I síðara bindinu er æviágrip allra, sem lokið hafa guðfræðiprófi í 100 ár. Allir, sem unna persónufróðleik og ættvísi, verða að eiga þetta mikla rit. Hallgrímur Pétursson. Ævi hans og starf. Eftir dr. theol. Magnús Jónsson prófessor. Þetta er óefað merkasta rit þessa árs, enda byggt á áratuga löngu rannsóknarstarfi og athugun- um höfundarins. Fer ekki hjá því, að flestir, sem lesa þetta mikla rit, sjái Hallgrím og störf hans í enn skærara Ijósi en þeir hafa áður séð hann. Og ekki fer hjá þvi, að mörgum mun finnast, að þeir lesi Ijóð Hallgríms í fyrsta sinn, er þeir lesa þau með skýringum Magn- úsar prófessors. — Ævisagan er 704 þls., prentuð á forlátapappír og bundin í chagrin- skinn. 30 myndir eru í verkinu. Leikfélag Reykjavíkur 25 ára. Nokkur eintök eru enn óseld af þessari skemmtilegu og fróðlegu þók. Leiklistarvinir ættu ekki að draga það of lengi að kaupa eintak. í ritinu er mikill fjöldi leikaramynda. Hagnýf barnasálarfræði eftir Charlotte Buhler í þýðingu Ármanns Halldórssonar skólastjóra. Þetta er handbók fyrir foreldra og kennara, sem gefur margar og ágætar upplýsingar um sálarlíf barnsins og hvernig ala eigi upp börn. Þeir, sem eigi er sama um hvernig uppeldi barna heppnast, ættu að kynna sér þessa bók. Daði fróði. 2. hefti af ritsafninu „Menn og minj- ar“. Alls eru komin út 4 hefti. 5. hefti er í prentun. Fylgist með þessu safni og kaupið heftin jafnóðum og þau koma út. ívar Hlújárn. Hin fræga saga Walter Scotts, með um 300 myndum, er komin út. Afbragðs- skemmtileg unglingabók. Hrói Höttur. Ódauðleg unglingabók i snilldar- þýðingu Freysteins Cunnarssonar skólastjóra. Kostar aðeins kr. 12.50 í fallegu bandi. Undir skátafána. Saga um skátadrengi í þýðingu Þórðar Möllers skátaforingja. Verulega góð drengjabók. Strákapör Níelsar hugprúða. Drengjasaga í þýð- ingu Jóns N. Jónassonar kennara. Viðburðarík og spennandi drengjabók. Kata frænka. Óvenjulega falleg og skemmtileg telpubók, í þýðingu Steingríms Arasonar kennara. Kata frænka verður á hverju heimili um jólin. Pönnukökukóngurinn. Þetta er bók fyrir yngstu bókamennina, 8 litmyndir með viðeigandi texta. Sagan byrjar svona: „Einu sinni var kóngur, sem var kallaður Pönnukökukóngur- inn. Hann var svo feitur og þungur, að ekki gátu færri en átta menn tekið hann upp.“ Pönnukökukóngurinn stjórnaði Pönnuköku- landinu, sem var stórt og víðlent ríki. — Skemmtilegri bók en Pönnukökukóngurinn er ekki til handa þeim yngstu. Kaupið Leiftur-bækur til jólagjafa og þá munuð þér skapa vinum yðar gleðileg jól. Sendum bækur gegn póstkröfu út um allt land. H.F. LEIFTUR, Reykjavík. 112

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.