Æskan - 01.12.1947, Blaðsíða 9
Jólablað Æskunnar 1947
má ég ekki sigla minn eigin sjó og reyna að verða
manni?“
„Af því“, sagði gamli maðurinn, „að þú kemst elcki
frá mömmu þinni og litlu systur. Þær fvlgja þér. Og
það verður ekki notalegt fyrir þig að hafa þær alltaf
í eftirdragi.“
„Fylgja mér?“ sagði drengurinn steinhissa. „Ég
skil eklci, hvað þú átt við.“
„Þú munt skilja, hvað ég á við, þegar þú stendur
á verði að næturlagi úti á reginhafi. Þú sérð ekkert
annað en hafið og myrkrið hringinn í kring, og þú
ert aleinn með þínum eigin liugrenningum. Þá
muntu lifa upp í huganum öll liðnu árin og atvikin
heima, allt stendur ljóslifandi fyrir þér.“ Drengur-
inn vatt sér til, eins og hann kveinlcaði sér, en gamli
maðurinn hélt áfram:
„Ef það eru hlýjar og hjartfólgnar endurminn-
ingar, eitthvað, sem hlýjar um hjartað og nærir
heimþrána, þá má liann blása stíft á móti ef þig
langar ekki mest af öllu til að sigla strax heim í
höfn. Kannskc séi'ðu fyrir þér andlitið á litlu syst-
ur, þar sem hún stendur við gluggann og mænir út
á sjóinn eftir stóra hróður, sem strauk að heiman.
Hénni þótti svo vænt um hann.“
Allt í einu fleygði Binni sér á grúfu i seglahrúg-
una á borðinu. Gamli maðurinn lét liann i friói, vissi,
að tárin mundu mýkja hezt liörkuna og beiskjuna
í skapi drengsins.
Allt í einu leit Binni upp, úfinn og tárvotur.
Ég ætlaði ekki að lcoma hingað til að vola eins og
stelpa,“ sagði liann lágt og slitrótt. „En þú veizt
ekki, hvernig það er, að liafa tekið í sig að fara út
í heiminn, og verða svo að horfa á eftir skipinu —
verða eftir.“ Og hann mændi út um gluggann á máv-
ana, sem svifu yfir höfninni.
Gamli maðurinn lét saumana falla og leit á dreng-
inn með annarlegum svip. „Heldurðu ekki, að ég
viti það, drengur minn,“ sagði liann hæglátur.
„Hvernig veiztu það?“ svaraði drengurinn önug-
ur. „Hvernig getur nokkur vitað það, ef hann hefur
ekki reynt það sjálfur.“
„Nei, það getur enginn. En ég veit það einmitt af
því, að það hefur hent mig sjálfan.“ Og hann greip
nálina og tók aftur að sauma.
Eitt andartak starði drengurinn orðlaus á gamla
manninn, vin sinn. Svo spratt hann upp og tók and-
ann á lofti. „Þú skipstjóri, þú!“
„Já, mig,“ svaraði gamli maðurinn. „Og skipið
mitt var einhver fallegasta fleytan, sem nolckurn
tíma hefur dansað um öldur úthafsins., fjórsigld og
1Í9