Æskan

Árgangur

Æskan - 01.12.1947, Blaðsíða 22

Æskan - 01.12.1947, Blaðsíða 22
Jólablað Æskunnar 1947 Sigrún, ég gæti þekkt húsið á því, að það væri með slórum kvisli, sem sneri út að Skerjafirðinum og á flötinni framan við húsið væri slór fánastöng. Hann sagði, að þetla væri gamall skipstjóri, en ég skyldi ekkert spyrja eftir honum, lieldur eftir frúnni, hún héti Sigrún. — Jæja, Jói minn, og svo fórstu með sendinguna eða livað? spurði ég. — Já, ég fór með liana, en svo fann ég víst ekki húsið. Ég fann annað hús, sem mér fannst endilega, að myndi vera liið rétta. Það kom ung stúlka til dyra, Ég sagði lienni, að ])etta væri frá honum Pétri í Nytsemd. Maðurinn ætti að heita Lárus, en frúin Sigrún. Þá hló stúlkan hara og sagði, að það væri ltún mamma sin, en Pétur hcfði ábyggilega ekki sagt Lárus. Hann liefði sagt Kjartan, þvi að pabbi sinn héti Kjartan. Ég var samt alveg viss uni, að Pétur sagði Lárus en ekki Kjartan, því að Kjartan og Lárus er ekkert líkt. Svo opnaði stúlkan pokann og sagði: - Je minn góður, það eru appelsínur. Þá kom þarna fullt af krökkum og háðu uin að gefa sér, en stúlkan gaf þeim ekki neitt, og hún gaf mér lieldur ekki neitt. Hún sagðist alveg vera hissa á lionum Pétri í Nytsemd og spurði mig, Iivað þetta kostaði, en ég vissi það ekki. Ég vissi ekki heldur, að þetta voru appelsínur, því að hann Pétur sagði mömmu i gær, að Iiann ætti engar appelsínur. Var það ekki ljótt af Pétri? Jú, það átti Pétur auðvitað ekki að segja, Jói minn, úr því að hann átti þær. Það á enginn að skrökva. Nei, það á enginn að skrökva. En ég gat ekki tekið appelsínurnar af stúlkunni. Henni þótti svo vænt um þær. Hún hað mig bara að þaklca kærlega fvrir og sagði, að pabhi sinni mvndi borga þær. Siðan ■■ »i' i - /i ; lét hún aftur liurðina og ég fór. Ef ég liefði munað eftir áð segja líka, að maðurinn ætti að vera gam- a 11 skipstjóri, þá hefði þctta kannske ekki farið svona. — Jæja, Jói minn, sagði ég, það er engin ástæða til að vera að gráta yfir þessu. — Jú, sagði Jói og liélt áfram að telja upp raunir sínar. Hann var nú að mestu hættur grátinum, en sat flötum beinum á malarbingnum og kastaði smá- steinum út í bláinn. — Ef ég segi mömmu, að Pétur í Nytsemd liafi appelsínur, þá kemst allt upp og ef ég segi það ekki, fær mamma engar appelsínur. Svo skannnar pabbi minn mig fyrir að skrópa. Kennslukonan verður vond. Það er allir vondir. Pétur i Nytsemd er vond- ur og skipstjórinn er vondur. Það eru allir orðnir vondir við mig. Svona, Jói minn, sagði ég, við skulum reyna að gera golt úr þessu. Ef þú ert viss um, að send- ingin hafi átt að fara í annað hús, þá skal ég nú hjálpa þér til að koma henni til skila. Við liljótum að geta fundið rétt hús. Ég skal labba með þér, og við skulum taka appelsínurnar. En Jói bara leit á mig eins og lionum fvndist ég ótrúlega heimslcur. Það er ekki hægt, sagði hann. Er það ekki liægt? Nei, heldurðu að ég sé ekki biiinn að því ? Jæja, ertu búinn að því? Já, auðvitað. Pétur varð svo voðalega vondur. Þú hcfðir bara átt að sjá liann. Hann sagði, að kerl- ingin skipstjórans hefði hringt og sagzt engar appel- sinur liafa fengið. ()g ég fékk ekki einu sinni að hafa hjólið. Hann tók af mér hjólið, svo að ég varð að labba. Hann neitaði lílca að láta mig fá töskuna 1 '•, . '-,r ] [^♦♦♦♦♦♦* ♦ ♦♦♦«♦ Þegar Siggi litli ætlaði að hressa upp á snjókarlinn og gefa honum kaffisopa. ♦ ♦♦«♦♦♦♦♦♦♦«♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦#• 132

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.