Æskan

Árgangur

Æskan - 01.12.1947, Blaðsíða 27

Æskan - 01.12.1947, Blaðsíða 27
Jólablað Æskunnar 1947 Verðlaunarþraut ÆSKUNNAR 1947. Kaflarnir, sem fara hér á eftir ot< tölusettir eru 1—10 eru allir teknir úr barna- og unglingabókum, sem Æskan hefur gefið út á síðari árum. Þrautin er að þekkja, úr hvaða bók hver kafli er tekinn, en þær eru þess- ar: Sögurnar hans pabha, Grant ski]>- stjóri og börn hans, Kári litli í skól- anum, Ivrilla, VoriS kemur, Niili Hólmgeirsson, Dóra og Kári, Græn- landsför mín, Gullnir draumar, Kalla fer í vist. Ráðningar skul-u vera komn- ar til blaðsins í síðasta lagi 30. apríl 1948. Veitt verða þrenn verðlaun, hver 50 krónur. Jæja, nú reynir á, hve mikið þið lesið, og hve vel þið muriið! 1. — — Þegar þcir liöfðu veitt tíu fiski til samans, ákváðu þeir að halda heim. Þeim var orðið hálf- kalt, og voru vel ánægðir með þessa ferð. Báðir höfðu líka veitt jafnt. Þeir drógu nú upp stjórann, lögðu út árar og i-eru af stað. Nú var gott að hita sér við róðurinn. — Það er oft kalt á sjónum, þótt veður sé gott. -■ — — „Þakka yður fyrir, ágæt- lega. Foreldrar mínir áttu hýli úti í svcit, en seldu það í haust, þegar þau keyptu þetta hús. Við ætluðum að vera flutt' í það fyrir Iöngú, en viðgerðin tók langan tíma. Ég hefur sjálfur verið lengi að heiman, kom rétt fyrir jólin. Éiginlega hef ég verið að heiman i mörg ár.“ „Nú hann hefur þá verið i ein- hverju sjúkrahæli,“ hugsaði Tim. 3.-------Á einu húsinu voru svalir. Og i sáma l)ili og drengurinn skundaði frani lijá, ópnuðust dyr út á svalirnar, og ljóshirta skein 'gegnum létt, þunn gluggatjöld. IJng og fögur kona gekk út á sval- irnar. Hún beýgði sig yfir grind- urnar. „Það rignir, nú er vorið Jói minn, sagði ég. Þeir verðskulda ekki annað en fyrirlitningu. — En . . . sagði Jói. —• En livað? spurði ég. — En þú — þú skrökvaðir áðan, sagði Jói og varð svo flóttalegur, að eins var og hann byggist við höggi. Mér hrá. — Skrökvaði ég? — Já, þá skrökvaðir áðan, sagði Jói og var nú upplitsdjarfari. Þú sagðir kennslukonunni, að mig langaði að tala við hana. Það var ekki satt. Ég vildi ekkert tala við hana, Það var rétt, sem Jói sagði. Ég skammaðist mín. Ég liafði engin önnur ráð en reyna að rugla dóm- greind lians. Og lil að bjarga mér úr þessum vanda sagði ég: — Það er rétt, sem þú sagðir, Jói minn, en ég sagði kennslukonunni þetta aðeins til að hæta fyrir þér. Ég þóttist gera þinn lilut betri með því að segja, að þig langaði til að biðjast afsökunar. Skil- urðu það ekki, Jói minn? — .Tú, sagði liann, svo lágt, að ég naumast lieyrði. — Jæja, Jói minn, sagði ég. Þú ert nú rétt kom- inn heim. Viö tölum ekki meira um þetta, en mundu mig um það að sækja skólann. Mundu mig um að reyna ætíð að gera skyldu þína og vera góður dreng- ur í hvivetna. Ekki vissi ég, hvort Jói tók nokkuð eftir þvi, sem ég var að segja. Hann játaði því, en var sýnilega annárs hugar. Ég talaði noklcur fleiri aðvörunar- orð til hans og rétti lionum siðan licndina til kveðju. Hann leil á mig og i bláu djúpi augna lians var augljós kviði. •— En, sagði hann, lieyrðu, hvað á ég þá að gera við appelsínurnar, sem ég er með i vösunum, þær éru þrjár og svo þessi? - Appelsínurnar? sagði ég, Þú skal bara borða þær, væni minn. Ég er búinn að borga þær, svo a'ð það ætti ekki að saka. Andlit Jóa, sem allt var horfið bak við þungan alvörusvip, varð snögglega uppljómað af Ijósi feg- inleikans. Hann kvaddi mig í flýti, brosti og var óumræðilega liamingjusamur. Síðan tók liann á rás heim til sín. Skólatöskuna hafði hann á bakinu, hljóp við fót og hélt annarri hendi í úlpuvasa sínum. Hvað, sem aðrir kunna aö segja, var auðséð, að Jóa fannst sagan fara vel. 137

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.