Æskan

Árgangur

Æskan - 01.12.1947, Blaðsíða 19

Æskan - 01.12.1947, Blaðsíða 19
Jólablað Æskunnar 1947 Jól i Ameríku. ]ól í Póllandi. þetta kvöld fara allir út, er vettlingi valda — og frey'ðir þá víða kampavín- ið. Söngur og hlátur hljómar á götum úti, og allir skemmtistaðir eru fullir af sparibúnu fólki. Pólland. Talið er að pólslui jólasiðirnir scu með allra skáldlegustu jólasiðum í Evrópu. Þeir eru auðvitað sóttir úr sveit- inni, j)ar sem gamlir siðir geymast bezt, eins og allir vita. Jólaundirbúningurinn stendur yfir í liálfan mánuð og oft lengur — allt húsið er ])vegið og hreinsað — allur málmur gljáfægður, gluggatjöldin þvegin, og einiberjakvistum stráð fyrir framan dyrnar. Á bekk eða rúm er lát- ið hey og þar ofan á er látinn óbleiktur lindúkur, í einu horninu er korn- knippi — allt á þetta að minna á fjár- húsið, sem Jesús fæddist i. Öll fjöl- skyldan safnast saman við glugga og bíður eftir því, að sjá hina fyrstu stjörnu blika á himninum. Þegar allir hafa koinið auga á hana má setjast að borðinu. Einnig þessi stjarna, sem beðið er eftir, á auðvitað að minna á stjörnuna, sem vísaði veginn til Betlehem. Eftir máltiðina heimsækir húsbóndinn kýrnar sínar, því að ])etta er eina kvöldið á hverju ári, sem þær skilja mannamál. Kýrnar voru líka hinir þöghi vottar að fæðingu Jesú- barnsins, og þvi fá þær nú væna aukatuggu. England. í Englandi skeður fátt á sjálfan að- fangadaginn, annað en það, að tréð er skreytt og börnin látin hátta með fyrra móti. Þau gleyma ])ó aldrci að hengja sokkana sína á rúmstólpana, svo að hinn góði Sankti Kláus, sem fer um á jólanótt, geti fyllt þá af gjöl'- um og góðgæti. Aðaljólagjöfin er gefin á jóladag- in n. Grikkland. í Grikklandi er til mjög skennnti- legur jólasiður. A aðfangadagskvöld strá allir góðir Grikkir korni fyrir i'raman útidyrnar. AleS því ætla þeir að varna illum öndum inngöngu. Það er, sem sé, trú í Grikklandi, að illur andi komist ekki inn í húsið, ef korni er stráð úti fyrir dyrunum, án þess að telja kornin. Þegar nóg er sett út af korninu, kemst hann ekki yfir að telja þau öll, og getur þvi ekki sloppið inn og skemmt jólafriðinn. Sviss. Það er siður i Sviss að borða héra- steik, en þó þykir svinslæri allra fin- ast. Á aðfangadagskvöld er öll fjöl- skyldan saman líkt og lijá oltkur. Börnin fara á þá oft með ýmis vers, sem þau hafa lært utan að. Þetta er gerl áður en gjafirnar eru afhentar •— en afar og ömmur, frænkur og frændur hafa gaman af að launa þeim lesturinn fyrst með kossi á kinn- ina og miklu lofi — og síðast með fallegum jólabögglum. Ameríka. í Ameriku erti jólin ekki ótik og i Englandi. Santa Claus leikur aðallilut- verkið: Sokkarnir eru hengdir á rúm- stólpann, og þar koma svo í jólaböggl- arnir. Sankti Kláus er stór og feitur karl og er oftast á sleða með hrein- dýrum fyrir. Hann er sagður góður i sér, og gerir ahlrei skammarstrik eins og Pottasleikir, Kjötkrókur, Gáttaþef- ur eða Gluggagægir áttu stundum til i sögum islenzku barnanna. 129

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.