Æskan

Árgangur

Æskan - 01.12.1947, Blaðsíða 10

Æskan - 01.12.1947, Blaðsíða 10
Jólablað Æskunnar 1947 o o o O OOOOOOOOOOOOOO O o o o Vísan hans Nonna. °íflraft a líiill enn pói er é<j, unnid cjet écj uarla neitt; pa Ui minn er a lltaf áti, oft ég sé fián mamtna er freytt; ég er ennfá ósízöp stuttur eins og fzátur - rengla mjór; einfuern tíma, ef ég lifi, œtia ég sanit ad uerda stór. Sig. ]úl. Jóhannesson. alveg splunkurný. Hún liét Sæsvalan.“ Það var eins og liann gældi við nafnið. „Hvert átti hún að sigla?“ spurði drengurinn ákafur. „Til Hong Kong, flytja þangað timbur og olíu og taka aftur te og silki. Ég var húinn að hlakka óra- lengi til þessarar Kinaferðar, og mér fannsl að við ætluðum aldrei að komast af stað.“ Hann þræddi nálina skjálfhentur og hélt svo áfram. „Svo var það einn daginn, þegar verið var að hlaða skipið, að 120 mér dalt í liug að skreppa í léttibátnum til vitans á ströndinni og kveðja vitavörðinn, gamlan vin minn. Það var farið að hvessa dálitið, þegar ég lagði af stað, en ég þóttist samt öruggur, ef ég réri kná- lega.“ „Og hvernig gekk?“ spurði drengurinn áfjáður. Gamli maðurinn hristi höfuðið. „Ég var ekki kom- inn nema miðja vega, þegar ofviðri skall á. Það skóf sjóinn og þeytti hátskelinni minni til eins og liún hefði verið pappírssnifsi. Og loksins hvolfdi í einni hrinunni. Veðrinu slotaði eins snögglega og það skall á. Ég fannst meðvitundarlaus i rekaldi, sem hafði skolað upp í fjöruna, og var börinn þar inn i hús og lífg- aður við.“ „Svo að þú sigldir ekki Sæsvölunni til Hong Kong?“ spurði Binni eins og á nálum. „Nei, ég slýrði ekki Sæsvölunni framar. Einn morgun i dögun sá ég liana sigla undir stjórn ann- ars manns.“ Hann þagnaði andartak og horfði dreym- andi út yfir höfnina. Svo rankaði hann við sér og hélt áfram. „Um kvöldið spurði ég lækninn, hvort ég mundi ekki geta tekið við skipinu aftur, þegar það kæmi úr Kínaferðinni. Hann sagði mér, að ég mundi aldrei framar liafa heilsu til að stunda sjó- inennsku, og yrði að fá mér einhverja atvinnu á landi.“ „Og livað svo? Segðu mér meira!“ sagði dreng- urinn ákafur. „Fyrst á eftir gat ég elcki fest hugann við neitt. Ég sá alltaf fyrir mér Sæsvöluna, sá hana sigla lit i morgunbjarmann, heyrði storminn syngja i reiðan- um og löðrið skolast um þilfarið, og ég — ég gat ekki fylgt henni!“ Þeir sátu lengi hljóðir. Loks hugsaði drengurinn upphátt: „Og þú varðst að hírast hér á loftinu öll þessi ár, þó að þú þráðir sjóinn!“ Andartak mátti lesa þessa löngu baráttu í svip gamla mannsins. Svo sagði hann: „Ég hef loksins lært það, drengurinn minn, að Jífið gefur með annarri liendi en tekur með hinni. Stundum getur sýnzt svo, að það ræni mann miklu meira en það gefur. En þá er ekki um annað að gera cn fara að eins og mamma þín, þegar liún er að gera við slitna spjör. Hún athugar liana i krók og kring og tjaslar henni saman eftir því sem unnt er, og það verður að duga.“ „Og svona stóð á því, að þú fórst að sauma segl?“ sagði drengurinn lágt og hlýtt. „Já, það fór nú svo. En það leið samt heilt ár áð- ur en ég gat haft mig til þess að gera nokkuð. En svo var það um jólin, að hann.Jóel gamli hað mig

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.