Æskan

Árgangur

Æskan - 01.12.1947, Blaðsíða 14

Æskan - 01.12.1947, Blaðsíða 14
Jólablað Æskunnar 1947 honum frá þvi, seni gerzl liafði. Þegar Bjössi var kominn heim, var honum skipað að liátta ofan í rúm. Fötin hans voru skítug upp úr götunni og liann var með nokkrar skrámur. Til allrar liamingju var liann svo heppinn að liafa ekkert meiðst verulega. Og næsta dag var hann kominn í búðina aftur og farinn að sendast. Kaupmaðurinn vildi ekki vera að liætta við að taka Bjössa í sendisveinsstöðuna, þótt svo illa tækist til fyrir honum. Hann Iiugsaði hara með sjálf- um sér, að Bjössi léti sér þetla að kenningu verða. Einu sinni var Bjössi sendur með stóran og þung- an bréfpoka í hús nokkurt. En kaupmaðurinn spurði liann þó fyrst, hvort hann treysti sér að fara með pok- ann. Bjössi sagði, að það væri nú ekki mikið að bera hann, hann hefði nú borið þyngra en þetta áður, þetta væri bara eins og fis, og fór svo af stað með pokann. — Hann komst slysalaust upp á fyrstu hæð- ina í húsinu, hringdi dyrabjöllunni og spurði eftir viðtakandanum. En sá, sem lconi til dyra, sagði að viðtakandinn ætti ekki heima á þessari hæð. Þá varð Bjössi að fara upp á næstu hæð. Hann var nú strax orðinn þreyttur á að halda á þessum stóra og þunga poka, sem var svo hár, að hann gat ekki séð upp yfir hann, þegar hann liélt á honurn, og svo breiður, að hann gat varla séð lil hliðanna. En Bjössi var nú nokkuð seigur, og hann vildi ekki gefast upp alveg strax og Iiélt þvi áfram að rogast með pokann liægt og hægt upp stigann. Þegar Iiann komst upp á aðra hæð, fór liann að leita að dyrabjöllunni. En það var nú ekki gott að sjá út fyrir pokann. Og þegar liann fann enga dyrabjöllu, varð hann að taka pokann á annan handlegginn og berja á dyrnar. Hann varð að bíða þolinmóður nokkra stund, þar lil kona kom til dyra. En þegar hún sagði honum, að pokinn ætti ekki að fara þangað, var Bjössa öllum lokið. Hann varð nú að fara enn hærra upp. Nú var hann orðinn svo lúinn í höndunum og þreyttur í bakinu, að hann var alveg að hniga niður. Nú þótti honum pokinn ekki vera eins og fis, eins og hann hafði sagt við kaup- manninn. Hann fór nú að rogast áfram með pokann upp næsta stiga. Skyndilega skrikaði lionum fótur. Ilann rann aftur á bak niður stigann og missti pok- ann um leið. Pokinn fór á tröppubrún og rifnaði. Þá kom í Ijós innihald hans. Það var hveiti, sem þeyttist og þyrlaðist á aumingja Bjössa, fór á fötin og í and- litið. Nú vissi Bjössi ekkert, hvað hann ætti að gera, en einhvern veginn varð hann að komast út úr þess- um vandræðum. Hann hafði hellt niður öllu liveit- inu, og livað ætli kaupmaðurinn segði, ef hann vissi það. Þar að auki hafði hann svo að segja eyðilegt fötin sín. að því er hann hélt, og hvað mundi hún mainma hans segja, ef hún vissi það. En allt i einu datt honum ráð í hug.. Hann hentist niður stig- ana og hljóp út um útidymar, þaut á bak hjólinu og þeyltist af stað. Fólk glápti á liann, enda var það von, því hann var hvítur upp fvrir liaus. Hveitið rauk af honum, og það slóð hvítur strókur aftur úr honum. Hann stöðvaði hjólið fyrir utan kjallaradyrnar heima hjá sér og hljóp niður i kjallarann. Hann fór inn i þvottalierbergið, og ti! allrar hamingju var þar eng- inn. Svo skrúfaði hann frá vatnskrana og fyllti lóf- ana af vatni, sem hann skvetti svo framan i andlitið. Mamma hans hevrði lætin í honum niðri í kjall- aranum og fór niður. Aumingja Bjössi heyrði, þegar liún var að koma, og vissi nú ekkert, hvað hann ætti af sér að gera. Ef hún nú kæmi og sæi liann alhvítan þarna niðri og hann búinn að eyðileggja fötin sín, að hann hélt. Nei, hann gat alls ekki lnigsað til þess. En hún var nú alveg að koma, og hann varð að flýta sér að fela sig. Hann þaut eins og örskot, þó þungur væri á sér, út í horn, þar sem hlaði af óhreinum jjvotti ló á bekk. Það var dálítið bil milli bekkjarins með þvottinum á og veggjar. Þar hnipraði aumingja Bjössi sig saman, og var þetta ágætis fylgsni. Hann hafði rétt komið sér fyrir i liorninu, þegar mamma hans kom inn i þvottaherbergið. Hún varð alveg undrandi, ]>egar hún sá, að skrúfað var frá vatns- krananum með fullum straumi og dyrnar, sem lágu út úr kjallaranum voru galopnar, og frá dyrunum lá hvítur slóði inn í þvottaherbergið. Þetta þótti henni eitthvað grunsamlegt. Það fyrsta, sem hún gerði, var að skrúfa fyrir vatnið, síðan lokaði hún útidyralmrðinni. En til allrar hamingju leit hún ekki út, því þá hefði lnin, án efa tekið eftir sendisveina- hjólinu, sem Bjössi hafði skilið eftir rétt við dyrn- ar, eins og áður er sagt, og þá hefði hana farið að gruna margt. Og enn betra var, að liún sá ekki Bjössa, en það gat varla komið til þess, þvi hann var svo vel falinn þarna í horninu bak við þvottinn. Það var eins og þungum steini væri létt af hjarta Bjössa, þegar hann heyrði mömmu sína fara út úr þvottaherberginu aftur. En hann beið samt við, þvi hann ætlaði nú ekki að fara að koma upp um sig. Þegar liann heyrði, að mamma hans var komin upp i íbúðina, rétli hann fyrst úr sér og ætlaði að rísa upp. En hvaða vandræði. Þurfti hann þá ekki endi- lega að relca löppina í bekkinn, og auðvitað féll ])vottahlaðinn niður á Bjössa, og hann lá á gólfinu á kafi í óhreinum þvottinum. Aumingja Bjössi fór nú að reyna að ná þessu ofan af sér, en það gekk mi ekki sem bezt, þar sem liann var alveg ringlaður i höfðinu af öllum þeim ósköpum, sein á hann höfðu dunið. Hann gat þó að lokum staflað öllum þvott- inum upp á bekkinn aftur, og hrósaði liappi yfir að 124

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.