Æskan

Árgangur

Æskan - 01.12.1947, Blaðsíða 24

Æskan - 01.12.1947, Blaðsíða 24
Jólablað Æskunnar 1947 — Það cr ekki liægt, sagði Jói. Ég hef þær ekki. — Hvað segirðu? Hefurðu þær ekki? Jói svaraði engu. Hann sat í mölinni, liorfði niður í hana og þagði. — Ilvers vegna segist þú ekki iiafa appelsín- urnar, Jói minn? spurði ég. — Þær eru búnar, sagði Jói. — Búnar? Þú hefur l)ó ekki borðað þær, eða hvað? spurði ég. — Nei, sagði Jói og brosli gegnum tárin. Ég hefði ekki getað horðað þær allar. Ég borðaði bara eina. —■ Það máttir þú ekki gera. Þú áttir hana ekki, sagði ég. — Það er satt, en þú veizt ekki, hvað mér þykja góðar appelsínur, sagði .Tói. — Hvað varð þá um hinar? — Strákarnir tóku þær allar, sagði Jói. —- Hvað segirðu? Tóku einhverjir strákar þær? — Já, hann Siggi og liann Stjáni. Þeir tóku þær. Þá veizt ekki hvað þeir eru frekir. — Aumingja Jói minn, sagði ég. Skelfing liefurðu verið óheppinn. Veiztu, hvar þessir strákar eiga heima? Við skulum liafa upp á þeim. — Já, nei, ég veit það eldei. Það þýðir ekki að eita þá. Þeir liafa ekki farið heim með þær, og svo verða þeir búnir með þær, sagði .Tói. Ég sá, að þetta mundi vera rétt hjá Jóa. Ég kunni ckki við að yfirgcfa hann þarna. Ég kenndi í hrjóst um liann. — Heyrðu Jói minn, sagði ég. Nú skal ég reyna að hjálpa þér út úr þessari klípu. Slatlu nú á fæt- ur. Ég ætla að koma með þér til hans Péturs í Nyt- semd, og ég skal horga þessar appelsínur fvrir þig, væni minn. Þú verður bara að lofa mér því í stað- inn að skrópa aldrei í skólanum og vera alltaf góður drengur. -—- Ætlar þú að borga appelsínurnar? spurði Jói, hallaði undir flatt, liorfði ú mig og var mjög hissa. — .Tá, sagði ég. Stattu nú á fætur. Hann reis upp úr mölinni. —Veiztu, hvar verzl- unin Nytsemd er? spurði hann. —- Ætli ég renni ekki grun í það, sagði ég. — Ég skal líka svna þér hana, sagði .Tói og var nú allur annar, en ekki höfðum við farið langan spöl, er hann þreif í frakkann minn og sagði með nokkru flaustri. — Þarna sko, þarna fer kennslukonan mín. Ég vil ekki, að hún sjái mig. — Hvaða læti eru þetta, drengur? Jú, við skulum einmitt hafa tal af lienni, sagði ég. — Nei, nei, ekki núna. Hún verður öskuvond, sagði .Tói. Ég vildi ekki láta undan honum í þetta sinn. Satt að segja var ég ekki vel ánægður með .Tóa, þó að ég hefði samúð með honum. Mér fannst hann mega sýna mér meiri virðingu, þar sem ég ætlaði að horga peninga Iians vegna. Halló, sagði ég. Fyrirgefið. Kennslukonan var á hinni gangstétlinni. Þetta var roskinn kvenmaður með þykkt, grátt hár, hvít i andliti, með gleraugu í svartri umgerð, gráklædd, herhöfðuð og störvaxin. — Fyrirgefið, að ég kalla svona i yður úti á götu, sagði ég, en þennan unga mann hérna langaði til að hafa tal af yður. Það er svo, sagði hún, hrosti ekki, breytti ekki svip, en horfði á Jóa. — Hvers vegna komstu ekki í skólann í dag? spurði hún. .Tói þagði. **************************** * Nú fór illa fyrlr Óla litla. * * * * * 134

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.