Æskan

Árgangur

Æskan - 01.12.1947, Blaðsíða 32

Æskan - 01.12.1947, Blaðsíða 32
Jólablað Æskunnar 1947 auka á eftirvæntinguna, tróð i pípu sína og fór sér aS engu ótt. „Nú, nú, hvað funduö þið?“ „Ekkert, ekki nokkurn skapaSan hlut, og það sannar, að Iíinverjar hafa kunnaS að senda skeyti þráð- laust.“ Nýtízku spakmæli: Þetta kemur eins og þjófur úr heið- skíru lofti. Enginn veit sína æfina, fyrr en í ausuna er komið. Betra er að veifa röngu tré en bókarlaus að vera. Enginn verður ber nema sér bróður eigi. r ítlur í eðlisfræðistíma. Jens romsar upp: Klórgas er ákaf- lega eitrað og hættulegt mönnum. Þess vegna er bezt að kennarinn geri allar tilraunir með það. í landfræðitíma segir Ella: Loftslagið i Bombay i Jndlandi er svo óhollt, að allt fólkið í borginni verður að búa úti í sveit. Læknirinn: Þér eruð ósköp aum- ingjalegur. Fóruð þér ekki eftir ráð- leggingu minni, að reykja aðeins þrjá vindla á dag? Sjúklingurinn: Jú, ég gerði það, og þess vegna er ég nú svona. Ég hef aldrei reykt fyrr á ævi minni. Tveir verkfræðingar voru að spjalla og bera saman bækur sínar. „Ja, gömlu Egyptar, þeir hafa nú verið karlar i krapinu,“ sagði annar. „Þeir hafa kunnað allt. Ég skal segja þér, að einu sinni var ég að stjórna simalagningu i Egyptalandi. Einn góðan veðurdag fundum við borgar- rústir, sjálfsagt fimm þúsund ára gamlar. Við grófum j^ar niður eitthvað tíu fet, og hvað heldurðu, að við höf- um fundið? Símaleiðslu, lagsmaður. Egyptar hafa þá verið búnir að upp- götva símann.“ „Þetta getur vel verið,“ anzaði hinn. „Ég hef nú líka flækzt nokkuð víða og sitt hvað séð. Þú veizt, að ég stjórnaði einu sinni járbrautarlagn- ingu austur í Mongólíu. Þegar við lögðum brautina í gegnum kínverska múrinn, sem er víst 7000 ára gamall, þá urðum við að grafa ein tuttugu fet niður, og hvað heldurðu að við höfum fundið?“ „Ja, það er ekki gott að segja.“ Hinn þagði stundarkorn til þess að Siggi: Viltu koma í raeningjaleik? Kalli: Fyrst þarf ég að hjálpa mömmu að þvo upp, en ég kem, strax og ég er búinn aá brjóta einn bolla. Anna á Hóli varð heylaus og keypti liey hjá prestinum, nágranna sinum, skepnum sínum til bjargar. Á næsta bæ var Disa litla, 5 óra, að spyrja pabba sinn um ýmislegt, varðandi heyleysi, skepnudauða o. fl. Brot úr samtalinu var á þessa leið: Dísa: Fer kálfurinn til guðs? Pabbi: Það held ég, Dísa mín. Disa: Fór liann Neisti til guðs? Pabbi: Jó. Dísa: En fór Ilryggja gamla þangað líka? Pabbi: Já. Dísa: Fara þá hreint allar skepnur til guðs? Pabbí: Já. Dísa: Hefur hann nóg hey handa öllum þessum fjölda? Pabbi: Ætli það ekki. Dísa: Ósköp hlýtur túnið hans að vera slórt. (Þögn). Ef hann verður heylaus, getur hann þá ekki fengið hey hjá prestinum, eins og liún Anna á Hóli? Ritstjóri: Guðjóri Guðjónsson. 142 Ríkisprcntsmiðjan Gutenberg.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.