Æskan

Árgangur

Æskan - 01.12.1947, Blaðsíða 15

Æskan - 01.12.1947, Blaðsíða 15
Jólablað Æskunnar 1947 hávaðinn hafði ekki verið mikill, þegar hlaðinn féll. Og nú liélt hann áfram að ná af sér hveitinu. Hann fór varlegar að en áður, og gætti þess að varla heyrð- ist hið minnsta hljóð. Hann skrúfaði aftur hægt og gætilega frá krananum, fyllti lófana af vatni og skvetti því á bringu sér. Hann var í ullarpeysu utan yfir, og i peysuna liafði hveitið mest farið og festst. En hvað var að sjá þetta! 1 stað þess að fara af, fór hveitið bara í klessur og festist betur i peysuna. Vesalings Bjössi. Ilann var nú ekki vitibornari en þetta. Hvernig gat hann líka vitað, að þetta mundi fara svona. Nei, nú voru honum öll ráð þrotin. Nú vissi hann bara lireint ekkert livað hann ætti að gera. Hann stóð bara i sörnu sporum og glápti á peysuna. Fallega peysan hans, sem hún mamma hans hafði gefið honum á siðasta afinælisdaginn hans, var gersamlega ónothæf liélt hann. Hann fór nú að koma sér úr peysunni, en það geklc illa, því hveitið límdist við hann, þegar hann kom við hana. Iíann komst þó úr lienni að lokum með herkjubrögð- um og faldi hana svo undir þvottabala. sem lá á livolfi úti í einu horninu. Svo dustaði hann þurra hveitið, sem eftir var, af sér eins vandlega og hon- um var unnt, og skolaði það svo af höndu'in sér með vatni, en reyndi þó að láta sem minnst heyrast í sér. Nú sá liann, að hann liefði ef til vill getað farið eins að með peysuna og dustað bara liveitið úr lieniii eí bægl hefði verið, meðan það var þurrt, en það var of seinl að hugsa um það. Eftir það læddist hann hægt og liljóðlega upp stig- ann, sem lá upp í íbúðina þar sem hann álli heima. Hann hafði hverja taug spennta, því hann varð að vera við búinn, ef hann !íeyrði mömmu sína koma. Þegar hann var kominn alveg upp sligann, gægðisl hann varlega inn í dagstofuna, hurðin var opin í hálfa gátl. Þegar liann sá engan þar inni, smeygði liann sér gegnum dyrnar. Hann varð að fara i gegnum dagstofuna, til þess að komast inn i svefn- herbergið. En í svefnherberginu vissi hann, að hann átti gamla peysu, sem var lík þeirri, sem hann liéll sig hafa evðilagt, og hann ætlaði að ná i þcssa gömlu peysu. Hvað gerði til, þótt hún væri gömul og 1 j ót og sjálfsagt of lítil, bara að hann næði í liana. Til allrar liamingju voru dyrnar ekki aflæstar, en Bjössi lcomst inn i svefnherbergið, án þess að hafa gert mikinn hávaða. Svo lokaði liann aftur á eftir sér dyrunum, og fór að leita að peysunni. Hann fann hana eftir nokkra leit og klæddi sig i liana. Hún var honum allt of þröng, því hann liafði stækkað mikið og auðvitað filnað um leið, siðan liann hafði verið í henni seinast. En hbnum var alveg sama um það, bara að það kæmist ekki upp um hann, og að hann 'Stícfdu áfratn, Ótu ttfótur, stiltur, /lœtjur, rólec/ur. °HÍ atnma feldur fendi fjin og flúir ad j>ér, elsfan mín. S. O. gæti einhvern veginn komizt út úr þessum vandræð- um. Bjössi leit nú í spegil. til þess að vita hvernig peysan færi á sér. En mikil skelfing var að sjá! Hann var allur hvitflekkótlur i framan, svo það var alveg hræðileg sjón að sjá hann. Aumingja Bjössi hafði alveg gleymt að þvo betur af sér hveitið í andlitinu eftir að mamma lians kom niður í þvottalierbergið. Hann náði nú i sparibaukinn sinn, sem var líka í svefnherberginu, opnaði hann, og steypti pening- unum sinum ofan i vasann, þvi hann ætlaði að gera dálítið við þá. Svo læddist hann út. llann Iiafði 125

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.