Æskan

Árgangur

Æskan - 01.12.1947, Blaðsíða 31

Æskan - 01.12.1947, Blaðsíða 31
Jólablað Æskunnar 1947 Jólagaman. Gettu gátu mín, glögg er vizkan þín /3 1. Hve margar leiðir er uin að velja milli A og B, ef aldrei er farið til baka og aldrei farið yfir fyrri slóð sína? 2. Liðsforingi nokkur var tekinn til fanga i ófriði og settur í fangelsi. í fangelsinu voru 36 klefar, eins og sést á myndinni. Liðsforing- upp einu spilinu af öðru, þangað til kemnr að því, sem þú sást undir. Þá bregzt það varla, að spilið, sem dreg- ið var, kemur næst. Þn flettir þvi upp og segir: Þarna er það! Þeim, sem ekki þekkja brelluna, finnst þetta mesti galdur. inn var settur í þann klefann, sem merktur er með x. Honum var sagt, að hann skyldi fá frelsi, ef hann gæti gengið úr sinum klefa alla leið til fangelsisdyr- anna, lagt leið sína uni alla hina klefana og komið þó aldrei nema einu sinni i hinn sama. Hann leysti þrautina. Hvernig fór hann að? 3. Tvö skip sigla samtímis frá Eng- landi til Ameriku, standa þar jafnlengi við og fara sömu leið til baka. Annað skipið siglir með 20 mílna hraða á klukkustund vestur en 30 milna hraða til baka. Hitt siglir með 25 milna hraða báðar leiðir. Hvort skipið kom fyrr til baka? 1. Hrossaprangari kaupir best á 1000 krónur og selur hann aftur á 1200. Skömmu siðar kaupir hann klárinn á ný fyrir 1100 lcrónur og selur hann enn á 1300. Hve mikið hefur hann grætt á braskinu? 5. Stinu var gefinn poki með kara- mellum. Fyrst gefur hún LiIIu systur sinni helminginn af þeim og eina í viðbót. og síðan gefur hún Steina bróður sínum helm- inginn af þvi, sem þá er eftir og eina í viðbót. Þá á hún 9 sjálf. Hve margar karamellur voru upp- haflega i pokanum? 6. Taktu 10 tölur eða 10 smápeninga og reyndú að raða þeim þannig, að þær myndi 5 beinar línur og 4 séu í hverri línu. 7. Hér eru 9 krossar. lteyndu að færa tvo þeirra þannig til, að þeir myndi 10 raðir með 3 krossa i hverri röð. X X X X X XXX X 8. Kona nokluir hafði keypl 9 dósir af niðursoðnum mat. Hún vissi, að ein dósin var léttari en hinar, og vildi taka hana frá. Nú hafði hún við hendina venjulega borð- vog, og tók þvi dósirnar tvær og tvær og vóg þær hverja á móti annarri. Loks fann hún þá, sem léttust var, en þá var hún búin að reyna fimm sinnum. Sonur henn- ar, mesta gáfnaljós, fullyrti, að lnin hefði getað fundið léttu dós- ina með þvi að vega aðeins tvisvar sinnum. Var það hægt, og hvernig þá? 9. Hvernig er hægt að skrifa 100 með fj órum tölustöfum ? 10. Tveir Reykvikingar voru að tala saman. ,,En hvað mér finnst skrítið að hugsa til þess,“ sagði annar, „að faðir sonar míns skuli vera sonur föður þins.“ Hvernig var skyldleikinn? 11. Þú átl að borga 30 aura með tveim peningum, og annar má ekki vera fimmeyringur. Hvernig er það hægt? 12. Veiðimaður sá mink húka undir steini og miðaði á hann. Minkur- inn færði sig á augabragði und- an og á bak við steininn. Veiði- maðurinn færði sig líka, e:i ekkert dugði, minkurinn skauzt alltaf undan, svo að steinninn var á milli þeirra. Hvorl gekk nú veiðimaðurinn með þessu móti i kringum minkinn eða steininn? Takmarkið er að ÆSKAN komist inn á hvert barnaheimili. 141

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.