Æskan

Árgangur

Æskan - 01.12.1947, Blaðsíða 20

Æskan - 01.12.1947, Blaðsíða 20
Jólablað Æskunnar 1947 Stefán Jónsson: Vinur og appelsínurnar. Það var i janúar. Sólin skein eins og hún gerir fegurst í júní. Ég labbaði hér vestur í bæinn til að njóta veðurblíðunnar. Þá var það, að ég liitti Jóa. Hann tá vestan við Selbúðirnar á litlum malarbing. Hann var grátandi. Hvað gengur að þér, væni minn? spurði ég, ]>ví að Jói er bara lítill stráknokki og við þess háttar menn segir maður „væni minn“. Ég lieiti .Tói. Jæja, góði minn, sagði ég. Ég var ekki að spyrja, livað þá hétir. Ég var að spyrja, hvers vegna þú værir að gráta. Hann bafði ekka, þurrkaði sér um augun með liandarbakinu og var eitthvað að segja. Ég heyrði ekki livað það var nema þessi orð: — Hún lieitir Sigríður. Jæja, heitir mannna þín Sigríður, Jói minn? Nei, hún heitir ekki Sigriður. Hún lieitir Gróa. Það er kennslukoíian. Nú, heitir kennslukonan Sigríður, og var liún eitthvað vond við þið? spurði ég. -— Nei, nei, iiún var ekkert vond við mig. Ekki ennþá. En hún verður vond. — Hefurðu þá gcrt eitthvað ljótt, Jói minn? Nei, nei, ég hef ekkert gerl ljótt, kjökraði .Tói og grél aldrei meira en nú. — Hvers vegna ertu þá að gráta? — Það var liann Pétur. Nú, gerði einhver Pétur eitthvað Ijótt? Já, en liann sagði strax, að hann liéti Lárus. — Sagðisl Pétur heita Lárus? Nei, Pétur sagðist ekki lieita Lárus. Nú, liver sagðist þá heila Lárus? Hann sagði það. — Svona, hættu nú að gráta, Jói minn. Ég skil ekkert, hvað þú ert að segja. Hættu nú að gráta. Kannske ég geti eilthvað lijálpað þér, sagði ég. Síðan slrauk ég Jóa nokkrum sinnum um kollinn. Það var ljóshærður, úfinn kollur og lmöttóttur. Og Jói hætti næstum alveg að gráta, aðeins kjökraði og var með hyldjúpa sorg í augunum. Ég var að fara í skólann, sagði Jói. Nú og hvað svo? spurði ég. Svo fór ég ckki í skólann, sagði Jói og enn á ný tók liann að gráta. Þú hefur þá líklega skrópað, sagði ég og hætti við nokkrum alvarlegum athugasemdum um það. að hörn ættu aldrei að skrópa. Hins vegar skaltu bara hiðja kennslukonuna að fyrirgefa þér, .7ói minn, og hcita því að gera þetta aldrei framar. Hættu svo að gráta. En Jói liélt áfram að gráta. — Það cr ekki það. Það var alil honum Pétri að kenna, sagði Jói, og síðan fór hann aftur að tala um einlivern Lárus. Jæja, sagði ég og kærði mig ekkert um söguna af þeim Pétri og Lárusi. Ég kannaðist ekki við þá karla. — Ég var að fara í skólann, sagði Jói, og þá slendur hann Pétur í dyrunum lijá sér. Nújá, stóð Pétur í dyrunum? sagði ég. Já, Pétur stóð í dyrunum og var í hvítuni ,,s!opp“ og með vindil í munninum, eins og hann er alltaf. Ojá, sagði ég. A Pétur heima rétt lijá þér? Nei, Pétur á ekki lieinia þar. Ég veit ekki, hvar Pétur á Iieima. Hann er kaupmaður. Hann á verzl- unina Nytsemd, og hann stóð þar í dyrunum, sagði Jói og grét nú fremur lítið. Já, þannig er það, Jói minn, sagði ég. Svo gekk ég bara þarna framhjó og ællaði að fara í skólann, en Pétur stóð í dyrunum og segir við mig. Skrepptu fyrir mig liérna suður á Nesið. Og hann sagði, að hann héti Lárus. Að hver héti Lárus? Nú skipstjórinn. Jæja, Jói minn, sagði ég, haltu áfram. Ég sagðist ekki mega vera að því, ég sagðist vera að fara í skólann, kennslukonan yrði vond, en þá ldó Pétur hara og sagði: Láttu liana verða vonda. Ég held þið lærið ekki svo mikið i harnaskólunum hvort sem er. Og svo sagðist Pétur skyldu gefa mér 130

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.