Æskan - 01.12.1947, Blaðsíða 23
Jólablað Æskunnar 1947
mína. Finnst þér ekki ljótt af lionuni a'ð laka af
hjólið?
Hann hefur kannske þurft að nota það.
— Nei, hann þurfti ekkert að nota það. Hann
varð bara svona vondur. Hann sagði, að presturinn
væri í kaupfélaginu og hann skyldi engar appelsinur
fá frá sér, og svo fengi ég engar karamellur, þvi
að ég væri flón.
— Hvaða prest ertu að tala um, Jói ininn?
s])urði ég.
— Nú, prestinn. Þennan Kjartan.
— Er hann prestur? spurði ég.
— Það er vist, svaraði .Tói kæruleysislega, eins
og það kæmi málinu lítið við.
— Jæja, Jói minn, sagði ég, fórstu svo að sækja
appelsinurnar, eða livað?
— Já, sagði Jói.
— Og gekk þér eitthvað illa. Fékkstu þær ekki?
spurði ég.
— Ekki allar. Það það var búið að éta þær,
sagði Jói og byrjaði enn að skæla. Ég sagði, að sá,
sem ætti að fá þær héti Lárus, en konan hans héti.
Sigrún og húsið þeirra væri með stórum kvisti. En
presturinn bara hló að mér og sagði, að ég gæti
víst fengið það sem eftir væri. Þetla iiefðu nú ekki
verið nein ósköp, það væru margir munnar hér,
sagði hann. Svo kom hann með pokann, en hann
var ekki orðinn nema hálfur, og ]iað var meira að
segja búið að rifa pokann. Það átti ekkert með að
éta svona mikið af appelsínunum. Finnst þér það?
— Já, það hélt auðvitað að það ætti þær, sagði ég.
— Nei, það hélt ekki, að það ætti þær. Ég sagði
strax, að hann héti Lárus.
— Jæja, fannstu ]iá þennan Lárus og húsið hans?
spurði ég.
— Nei, ég þorði ekki að finna það, þegar búið var
að éta af appelsinunum, sagði Jói.
— Fórstu þá með þær aftur til Péturs?
— Nei, ég þorði það elcki, þegar búið var að éta
af þeim. Ég þori heldur ekki að sælcja töskuna mina.
Eg þori aldrei framar að koma til Péturs.
— Nú, livernig ætlarðu að fara að þessu, drengur ?
Það veit ég ekki, sagði Jói.
— Jæja, Jói minn, það er þá bezt, að ég komi með
þér. Við skulum bara færa Pétri það, sem eftir er
af appeísinunum. Ég skal koma með þér.
133