Æskan

Árgangur

Æskan - 01.12.1947, Blaðsíða 25

Æskan - 01.12.1947, Blaðsíða 25
Jólablað Æskunnar 1947 • Blunda, barnið góða. • Ég baeri vöggu hljóða. • Svo þig dreymdi dátt og blítt, \ dilla ég þér haegt og þýtt. • Blunda, barnið góða. • Teikning eftir )ón Engilberts listmálara. • » ’•. •* • • — Eruð þér faðir drengsins? spurði lnin mig. — Nei, nei, sagði ég. Síðan tók ég að segja lienni, hvernig fundum okkar Jóa bar saman. Ég kvaðst vera kennari eins og hún. Ekki vissi ég, livort hún tók nokkuð eftir því, er ég var að segja. Hún liorfði út í bláinn. — Það er nefnilega ekki allt drengsins sök, að hann ekki kom í skólann, sagði ég. Hann var eiginlega dálítið plataður---------- Fyrirgefið að ég gríp fram í fvrir yður, sagði kennslukonan og brosti lítið eitt út í annað munn- vikið, þér segist vera kcnnari, það getur vel verið. Ég þekki ekki alla þessa nýju menn, en ég líð eng- um að nota orðið „plataður" í minni viðurvist. Gabbaðilr er betra. Já, það er víst rélt hjá yður, sagði ég. — Ég kannast við svona pilta eins og Jóhannes. Þeir þykjast alltaf eiga nægar afsakanir. Mér virðist ungdómurinn nú á dögum vera skrill upp til liópa. -— Mér finnst drengurinn saklaus, sagði ég. Kaup- jnaðurinn gabbaði hann til að fara með appelsínur út á Seltjarnarnes. — Á íslenzlai heita þær glóaldin, sagði kennslu- konan. — Já, eða eiraldin, sagði ég. Hún þóttist ekki hcyra það, en sagði: — Svo tók ég eftir því, að þér notuðuð ekki rétt fornafnið „bann“ þarna áðan. Þér sögðuð, að hon- iim langaði til að tala við mig. Þér eruð auðheyrt með þágufallssýkina. Nú brosti liún út í bæði munnvikin, fór niður í tösku sina, tók upp livítan vasaldút og brá honum undir gleraugun að vinstra auga, síðan að liægra auga, lét hann aftur í töskuna, hossaði henni undir hamlarkrikann og horfði á mig. Það er áreiðanlegt, að ég tók ekki svona til orða eins og þér segið, sagði ég. — Þér skiljið, við, sem unnum málinu, verðum slöðugt að vera á varðbergi um rétta notkun þess, sagði hún. Ég kvaðst skilja liana mætavel. Jói stóð álengdar og þagði. — Ég vildi nú bara skýra málið fyrir yður, sagði ég. Mér finnst framkoma kaupmannsins óforsvaran- log af fullorðnum manni. — Ófyrirgefanleg, sagði kennslukonan. Ég er viss um að Jói er bezti strákur, sagði ég'. Ég kann betur við orðið piltur í þessu sam- bandi, sagði konnslukonan. Hún hafði engan áhuga fyrir .Tóa. Við kvöddumst. Hún var þunglamaleg i göngulagi og breið um herðar. .Tæja, .Tói litli, sagði ég, við skulum þá heilsa upp á hann Pétur í Nytsemd. Það var rétt, sem .Tói sagði, Pétur var í hvítum „slopp“, en vindilinn var hann ekki með í munn- inum. Pétur var innan við búðardyrnar og vó svkur 135

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.