Æskan

Volume

Æskan - 01.11.1960, Page 30

Æskan - 01.11.1960, Page 30
Fótvissar fjallakindur í klettum í Disneylandi. ER EKKI Disneyland bara fyrir börn? spurði ég verkfræðinginn, (3^9 sem fylgdi mér þangað dag einn í júnímánuði síðastliðnum. jú, svaraði hann og hló, — fyrir börn á aldrinum 6 til 60 ára! Úr bílnum sé ég, að við nálgumst fjall með smáfönnum efst, og mér virðist ég hafa séð þetta fjall áður, — það getur auðvitað ekki verið, því að aldrei hef ég komið til Anaheim í Kaliforníu áður. Ég hlýt að hafa séð það á mynd, hugsa ég með mér. Við komum á svæði, sem er eins og steinsteypt eyðimörk. Þetta er bif- reiðastæðið fyrir utan aðalinngang- inn í Disneyland. Við kaupum okkur Birgir Tl DISNE -^ ★ ★ ★ ★ ★ ★ aðgöngumiða og göngum inn um hliðið. Nú sé ég að fjallið, sem ég hafði séð úr bílnum, er ekki neitt venjulegt fjall. Það er eftirlíking af Matterhorn-tindinum í Alpafjöllum. Þegar staðnæmst er við fjallið á ákveðnum stað heyrist veðurhljóð uppi við tindinn. Þið hafið áreiðanlega öll heyrt tal- að um Walt Disney, sem er höfund- ur fjölda teiknimynda, meðal annars myndanna um Mikka mús. Fyrir nokkrum árum ákvað hann að láta gera í Kaliforníu skemmtigarð, þar sem skilyrði væru fyrir fjölbreyttar skemmtanir fyrir börn og unglinga. En jafnframt átti Disneyland að vera sýnishorn af ýmsu úr amerísku lands- lagi og þjóðlífi að fornu og nýju. Þar eru dregnir um strætin fornfáleg- ir hestvagnar og skrautkerrur. Stræt- isvagnar, eins og þeir tíðkuðust fyrir

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.