Æskan - 01.11.1964, Blaðsíða 23
★ Til liess að ná flís úr fingri,
má ]irýsta fingrinum ofán í
stút á flösku, sem er full i
axlir af heitu vatni. Gufan
dregur þá flísina út, ef hún
hefur ekki farið mjög djúpt.
* Ef l)ólslruð húsgögn eru orð-
in óhrein og erfitt að bursta
]iau úti, má breiða yfir j>au vott
lak og bursta þau þannig inni.
Lakið sýgur þá í sig rykið.
•*r Eldhússkæri eru mjög þarf-
legur griþur. Þau eru með sag-
aregg, og það er hægt að nota
þau sér til hægðarauka við
matartilbúning á ótrúlega
marga vegu.
★ Ef kartöflur eru farnar að
verða lélegar eftir vetrar-
geymsluna, er gott að láta litið
eitl af ediki i suðuvatnið.
★ Sprungin egg má sjóða, án
])ess að nokkuð fari úr þeim,
með því að láta svolítið salt
eða edik í suðuvatnið.
★ Kartöflur missa um það bil
þriðjung næringargildis síns,
ef þær eru skrældar áður en
þær eru soðnar.
★ Laukur skemmist seint, ef
hann er liengdur upp i net, og
geymdur þar, sem lireint loft
getur leikið um hann.
★ Mislit efni má helzt ekki
þurrka í sólskini. Það er einnig
öruggast að þvo þau út af fyrir
sig.
★ Gerið skósóla endingarbetri
með því að bera á þá þykkt
I rélím.
* Salmíak verður að nota mik-
ið útþynnt, til dæmis 5—6 mat-
skeiðar í fötu af vatni. Sama
er að segja um ammóniak,
nema livað það er ennþá sterk-
ar og nægja 1—2 matskeiðar
af því í fötu af vatni.
■k Komi ryð á straujárnið, er
gott að nudda það heitt með
klút, sem vafinn er utan um
dálítið af vaxi og salli.
■
l i ■ ■ ■
HollyJ
wood
HEIMSÓKN
í kvikmyndaver.
"B^ið munið mörg spyrja, hvað er kvikmyndaver? Það er staður sá, þar sem
"*■ skapaðar eru flestar þær kvikmyndir, sem þið sjáið á hinum hvítu tjöld-
um kvikmyndahúsanna.
Stærstu og fulllcomnustu kvikmyndaver heimsins munu vera í nánd við
Los Angeles 1 Kaliforníu. Þar er frægasta borg kvikmyndanna, Hollywood,
og þar hafa flestir frægustu kvikmyndaleikarar heimsins tekið sér bústaði.
Nú er bezt að lofa lesendum Æskunnar að fara í stutta heimsókn í eitt
af þessum stóru kvikmyndaverum í Hollywood.
Við skulum hugsa okkur, að við séum stödd við dyr einnar af þessum undar-
legu byggingum. Við knýjum dyra og komum fyrst inn í skrifstofu félagsins,
sem við ætlum að heimsækja í þetta sinn. Þaðan er okkur vísað inn mikinn
gang. Á göngu okkar inn ganginn fer um okkur annarleg eftirvænting. Beggja
vegna eru söng- og hljóðfæraæfingar. Á aðra lilið lieyrist blandaður lcór, en
á hina villimannlegur jazz, eða kúrekasöngur. Fyrir okkur verður áletruð
liurð, sem gefur til kynna, að hér eigum við að kveðja dyra. Okkur er boðið
inn í stórt herbergi. Gólf eru þakin austurlenzkum ábreiðum, þar eru alls
konar borð úr dýrasta viði, djúpir hægindastólar. A veggjum lianga myndir
af lielztu kvilcmyndaleikurum félagsins. Hér fáum við leiðsögumann, sem
mun sýna okkur það lielzta, sem kvikmyndaver þetta hefur upp á að bjóða
fyrir forvitna ferðamenn.
Hver svo sem saga sú er, sem kvikmyndin byggist á, verður liún að fá
undirbúning, sem oft og tíðum er þóknanlegri vilja kvikmyndastjórans en
liins eiginlega höfundar. Fyrst tekur liana gagnrýnandi og heflar hana til í
samvinnu við kvikmyndastjórann. Síðan tekur við henni annar og bútar liana
i kafla. Þá er hún fengin skophöfundi, sem eykur í hana bröndurum og létt-
meti, eftir því sem þurfa þylcir. Menn eru nú sendir út af örkinni til að velja
leikara i lilutverkin. Sviðstjórar velja inni- og útisvið, sem flest eru fáanleg
innan j)essa vers, en verður þó að leita sumra um liundruð og þúsund kíló-
metra veg. Tónlistarstjóri tekur til sins starfs. Klæðskerinn gerir teikningar
af búningum. Atriðateiknarar búa til myndir og líkön af atriðum lianda
smiðum og öðrum iðnaðarmönnum. Kvikmyndastjórinn athugar vandlega
handrit sögunnar og ráðgast við sérfræðinga. Síðan hefst sjálf myndatakan.
Hér er myndataka að hefjast.
355