Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1964, Blaðsíða 6

Æskan - 01.11.1964, Blaðsíða 6
ÆSKAN Klaustur Frans frá Assisí. þjónsins og konunginn sökum hertogans?" sagði röddin. Þá þóttist Frans skilja, hver til hans talaði. Hann hrópaði: „Hvað viltu, að ég geri?“ Röddin svaraði: „Vertu Itér kyrr, og þú munt fá'að vita, hvað þú átt að gera.“ Síðan þagnaði röddin, og Frans vaknaði. Hon- um kom ekki dúr á auga jrað sem eftir var nætur. Frans varð allur annar maður en hann var áð- ur eitir þessa nótt. Hann, sem hafði jaínan sælzt eftir félagsskap glaðlyndra manna, reikaði nú einn síns liðs um fáfarnar slóðir. Oftast lagði hann leið sína að helli fyrir utan bæinn. Þar lá hann hálfa daga á bæn og bað drotlin að visa sér á þá leið, senr hann ætti að fara. Félagar hans tóku að forðast hann, en fátæklingar bæj- ins gerðust vinir lians í staðinn. Dag nokkurn reið hann brott úr bænum, og varð þá á vegi hans holdsveikur maður, sem rétti fram höndina og bað um ölmusu. Frans hafði aldrei getað afborið slíka sjúklinga. Og í þetta skipti var viðbjóður hans svo megn, að hann vék hesti sínum við og reið sem skjótast í öfuga átt. En hér fór líkt og þegar betlarinn kom í verzlun föður hans. Ásakandi rödd skaut upp: „Þú ert göíugur riddari Krists, hugleys- ingi!“ Þá stökk Frans af baki, gaf lioldsveika mann- inum þá peninga, sem hann var með, tók í rotn- andi, kaunum setla hönd hans og kyssti hana. Viðbjóður hans hafði á svipstundu breytzt í samúð. Og nú streymdi ósegjanleg sælukennd um hann allan. Upp frá þessari stundu náði samúð með fá- tækurn mönnum og forsmáðum, sjúkum og und- irokuðum, slíkum tökum á honum, að hann helgaði þeirn allt sitt líf upp frá því. Sjálfur gerðist hann fölur og magur, og klæði lians voru ekki annað en aumustu tötrar. Faðir hans vildi ekki lengur kannast við hann. Hon- urn var vísað að heiman. Fyrst um sinn hafðist hann við í einveru og iðkaði bænagerð alla daga. Hann ásetti sér að leggja land undir fót og fylgja fordæmi )esú út í yzlu æsar. Berfættur þrammaði hann leiðar sinnar í grábrúnum kufli og hafði bundið kaðli um mitti sér, hjúkraði sjúkum og hrjáðum og boðaði fagnaðarerindið. Hann var tuttugu og sjö ára gamall, er þessi þáttur lífs hans hófst. Syngjandi skundaði Frans þjóðvegina. Honum þótti innilega vænt um lævirkjann, sem söng svo fagurt og undi sér svo vel í skógin- um. Honum þótti innilega vænt um lömbin, sem voru tákn sakleysisins. Um tíma fylgdi honum jafnan lamb, sem hann hafði hænt að sér, svo að það elti hann á röndum. Oft bar það við á ferðum hans, að hann keypti lömb, senr átti að slátra, ef hann hafði fjármuni til þess. Margir héldu Frans frá Assisí geggjaðan. En þeir, sem lilýddu á boðskap hans, hrifust svo, að þeir grétu. Aldrei höfðu þeir lieyrt neitt Jjessti líkt. Það voru ekki fyrst og fremst orð hans, sem hrifu áheyrendur, heldur maðurinn sjálfur, sem ljómaði af ást til guðs og manna. Því var svo farið með Frans, að hann þurfti aðeins að segja orð eða renna augunum til manna til þess að eignast nýja lærisveina, er fylgdu honum eftir það. Það gat því ekki hjá því farið, að kringum hann söfnuðust aðdáend- ur, og með þeim stofnaði hann bræðralag, sem hafði það hlutverk að gera iðrun og yfirbót og hjálpa þeim, sem voru hjálparþurfi. Leiðar- stjarna hans var það boð ritningarinnar, að menn skyldu selja það, sem þeir áttu, og gefa það fátækum. Og margir menn gerðu þetta með fögnuði og lifðu eftir það af því, er þeir gátu aflað sér með vinnu sinni eða þeim var gefið í guðsþakkaskyni. Margir lærisveinar hans flétt- uðu körfur, riðu net, gerðu við skó, hjálpuðu bændum unt uppskerutímann, söfnuðu brenni eða sópuðu götur. 338
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.