Æskan - 01.11.1964, Blaðsíða 50
ÆSKAN
nema hvað ég heyrði herra Peggotty segja og eins fólkið
i gistihúsinu.
Kvöld eitt, tveim dögum áður en við ætluðum að leggja
af stað lieim, liitti ég Steerforth aleinan lieima hjá herra
Peggotty. Hann sat þar og starði inn í glóðirnar í eld-
slónni, og það lá við, að hann yrði bæði hræddur og
reiður, þegar ég kom og vakti hann af þessum dag-
draumum.
„Hvað er nú að þér, Steeríorth?“ varð mér að orði, ,,þú
ert eitthvað svo mæðulegur á svipinn."
„Æ-já, ég sat hér og var að reyna að ímynda mér, að
iólkið, sem við hittum hér svo glatt og kátt fyrsta kvöld-
ið, sem við vorum hérna, væri allt steindautt eða tvístr-
að út í veður og vind. .. . Æ, engillinn minn, bara ég
fiefði átt föður, sem hefði stjórnað mér og haldið í
hemilinn á mér!“
„Hvað er að })ér, Steerforth minn?“ spurði ég forviða.
„Ég er óánægður með allt og alla og sjálfan mig í
þokkabót! Ó, að það hefði verið einhver til þess að
halda aftur af mér! Það vildi ég, að Guð gæfi, að ég
gæti sjálíur haft hemil á mér!“
Ég hafði aldrei séð Steerforth svona á sig kominn, og
mér fór ekki að verða um sel. En skömmu síðar fór
hann að hlæja og sagði, að þetta hefði bara verið duttl-
ungakast, sem hefði dottið í sig, af þvi að hann hefði
setið þarna aleinn.
Skömmu síðar kom frú Gummidge með kiirfu á hand-
leggnum. Hún hafði verið úti að kaupa ýmislegt og sagði
okkur, að herra Peggotty væri ekki væntanlegur heim
fyrr en seint um kvöldið, og að Ham væri að sækja Millu.
Þegar Steerforth var búinn að grínast dálítið við frú
Gummidge, tók hann í handlegginn á mér, og síðan
fórum við leiðar okkar.
„Heyrðu, engillinn minn,“ sagði Steerforth, þegar við
vorum komnir út, „veiztu, að hann Littimer er kominn
hingað með bréf frá henni mömmu! . . . Nú förum við
héðan, og ég læt hann verða hér eftir! ... Þú veizt, að
ég er búinn að kaupa bát, sem Peggolty á að stýra. . ..
Það á að setja á hann rá og reiða, og Littimer á að líta
eítir verkinu!"
Ég hafði ekki hugmynd um, að Steerforth hefði fest
kaup á bát, en það gladdi mig að heyra það, því að ég
var sanníærður um, að hann hafði gert það vegna herra
Peggotty.
Þegar við vorum búnir að labba spottakorn, mættum
við þeim Millu og Ham. Þau komu gangandi og leidd-
ust, og Ham Ijómaði í framan af gleði, en þegar Milla
sá okkur, kippti hún að sér handleggnum og stokkroðnaði.
Við spjölluðum dálítið við þau og héldum síðan áfram,
en skömmu síðar litum við þó um öxi og horfðum á
eftir þeim.
„Nei, sjáðu,“ sagði Steerforth, „það eltir hana Millu
einhver skuggi. ... Hvað skyldi það vera?“
„O, ]jað er líklega betlari," anzaði ég. „Við skulum
halda áfram!"
Þetta kvöld borðaði ég með Steerforth og kom frem-
ur seint heim til Peggotty.
Þegar ég kom þangað, sá ég mér til mikillar undr-
unar, að Ham var að spígspora fram og aftur fyrir
utan húsið.
„Af hverju eruð þér hér á gangi, Ham?“ spurði ég.
„Það er af því, að hún Milla litla er þarna inni og
er að tala við einhverja manneskju, sem hún er gamal-
kunnug, en ætti alls ekki að hafa nein kynni af.“
„Það er þó ekki stúlkan, sem við sáum þarna úti á
almenningnum, þegar við mættum ykkur?“ spurði ég.
„Jú, það er engin önnur en hún,“ anzaði Ham. „Hún
elti okkur og hvíslaði að Millu:
„Hjálpaðu mér í öllum guðanna bænum, Milla mín!
. . . Einu sinni var ég eins og þú ert núna. . . . Hjálpaðu
mér!“ . . . Milla þorði ekki fyrir nokkurn mun að fara
með hana lieim til okkar, en vísaði henni hingað! Hún
má ekkert aumt sjá, hún Milla. .. . En hún ætti nú alls
ckki að virða svona manneskju viðlits. Þetta er alræmd
kvensnift, og það er hreinasta bæjarskömm að henni.
Marta heitir hún. En Milla hefur verið með henni þarna
í saumastofunni. . . . Og ég get ekki neitað henni Millu
um neitt, allra sízt, þegar hún biður mig með tárin í
augunum! ... Sjáið þér, hérna er peningabuddan henn-
ar; hún bað mig fyrir hana.“
Hann sýndi mér silkipyngju Millu og strauk hana með
vinnulegum fingrunum. Eg tók hlýlega í höndina á Ham,
og við gengum stundarkorn þegjandi fram og aftur.
Þegar minnst vonum varði, opnaði Peggotty eldhús-
dyrnar og kallaði á Ham. Ég stóð graíkyrr, en Peggotty
gekk til mín og bauð mér að koma inn.
Þessi aumingja stúlkukind, sem Ham hafði kallað
Framhald i ncesta blaði.