Æskan

Årgang

Æskan - 01.07.1966, Side 6

Æskan - 01.07.1966, Side 6
H E F N D hins kristna Indíána. ■J^Jaskepetom eða „Bogni handleggurinn" eins og hann var kallaður, var nafn á afar blóðþyrstum Indíánahöfðingja. Einu sinni, þegar hann átti í stríði við Indíána úr Svartfeta ættflokknum, særðist hann þannig á handleggnum, að hann varð boginn upp frá því. En frá þessari stundu bar hann óskap- legt hatur í brjósti til Svartfetanna og þurfti ekki annað en að sjá spor eftir þá í moldinni, þá brann hann af hefndarþorsta. Maskepetom var bæði grimmur og kænn. Hann lagði margar hættulegar gildrur fyrir Svartfetana. Og færi svo, að einhver þeirra félli í hendur hans, biðu hans hræðilegar pyndingar eða dauðdagi. En dag nokkurn kom kristniboði til þorpsins, þar sem Maskepetom bjó. Hann sagði þeim frá frelsun mannanna. Sagði þeim, að Jesús hefði dáið fyrir syndir þeirra og vildi fyrirgefa öllum, sem vildu — og þeir ættu því einnig að fyrirgefa óvinum sínum. Maskepetom stóð fyrir utan tjald sitt og hlustaði. Stoltur og kyrrlátur stóð hann lengi í sömu spor- um og hlustaði ákaft. Hann tók eftir hverju ein- asta orði kristniboðans. Hann tók sérstaklega eftir því, að „Hinn mikli andi“ vildi fyrirgefa öllum og taka í sátt við sig. — Þess vegna ættu þeir einnig að fyrirgefa óvinum sínum. Indíánahöfðinginn braut heilann um þetta og vildi ekki tala við neinn þetta kvöld. Hann vildi vera í friði og ró. Næsta dag komu nokkrir af hesturn Maskepetoms á fleygiferð inn í þorpið. Indíáni nokkur stökk af baki fyrir framan kristniboðann og bað hann í Hýl' að koma og bjarga manni, sem væri bundinn við píningarstólpann. Þegar kristniboðinn spurði nán- ar um atvik þetta, fékk hann það svar, að þetta væri maður, sem hefði svikið Maskepetom. „Bogni hand- leggurinn" hafði sent son sinn upp í fjöll til þess að sækja hesta. Leiðsögumaðurinn hafði svikið son hans og drepið hann, en selt alla hestana. Síðan sagði hann Maskepetom, að sonur hans hefði lirapað fyrir björg, en hestarnir fælzt. Skömmu síðar komst Maskepetom að þessum svikum og sendi menn sína til þess að leita mannsins. Nú voru þeir komnir og allir bjuggust við hinum hræðilegustu pyndingum- Maskepetom sveiflaði sér á bak hesti sínum og þeysti í áttina til svikarans. Síðan stökk höfðinginn af baki við píningastólpann og lienti spjóti sínu af heljarafli í stólpann, rétt ofan við höfuð manns- ins, sem skalf frá hvirfli til ilja. Maskepetom horfði grimmu augnaráði á skjálfandi manninn, en sagði síðan: „Þú hefur drepið einkason minn og verðskuldar ekkert nema dauðann. í gær átti ég enga ósk heit- ari en að mega þeyta spjóti mínu beint í þinn auffla skrokk. En svo hlustaði ég á orð hvíta mannsins uffl hinn „mikla anda“, sem fyrirgefur öllum. Ég v1^ sættast við hinn „mikla anda“ — og ég fyrirgef þé1 af frjálsum vilja.“ Svo djúp áhrif höfðu þessi orð á alla viðstadda, að þeir gátu aldrei gleymt þessari áhrifamiklu stund. Kristniboðinn stóð þögull og heyrði, er Maskepetoffl bað þá að leysa svikarann og láta liann aldrei koffl*1 fyrir augu sín framar. Síðan sneri liann sér a^ kristniboðanum og sagði: „Nú er reiðin á burtu úr lijarta mínu. Vilt þu uppfræða mig með hjálp þinnar góðu bókar, þvl að ég vil vera kristinn?" Eftir að Maskepetom hafði verið uppfræddffl 1 258

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.