Æskan - 01.07.1966, Side 9
KNATTSPYRNUHUNDUR
Hinn þekkti ítalski knattspyrnumaður, Alberto
Orlando, á þennan stóra og liðuga hund, sem þið
sjáið hér á myndunum, og hann er næstum eins
duglegur að leika knattspyrnu og sjálfur eigandinn.
I ár liefur þessi hundur, sem kallast Rocky, leikið
með knattspyrnufélögum í I. flokki, og einu sinni
hefur hann tekið þátt í landsleik. Frá því Rocky
var smáhvolpur hefur hann fylgt Alberto út á leik-
vanginn í Rómahorg og fylgzt með æfingum, sitj-
andi á kantinum. Svo har það einu sinni við, að
hann hljóp inn á völlinn og tók þátt í leiknum og
virtist skilja ótrúlega mikið í leikreglunum. Alberto
byrjaði nú að æfa hundinn sinn öllurn stundum
með það fyrir augum, að seppi tæki þátt í raun-
verulegum leik með I. deildar mönnum, og það
kom fljótt í ljós, að Rocky var ótrúlega námfús.
I dag stendur Rocky sig ágætlega sem markvörður,
og oft ekki verr en margur maðurinn, sem er mark-
vörður í I. flokki. Rocky ver rnarkið svo vel, að
varla verður mark lijá honum, svo er hann duglegur
að skalla holtann. Alberto segir, að Rocky sé beztur
í vörninni. í sókn verður hann aldrei góður, því að
hann á bágt með að halda boltanum. Hann er
fljótari að hlaupa en nokkur maður, og vörn hans
er lygilega góð og gerir mörgum manninum skömm
til. Og svo tala ýmsir um skynlausar skepnur, það
á ekki við um Rocky. |__
Hér koma þá úrslitin í fjórðu
verðlaunaþraut ÆSKUNNAR,
),Hver þekkir borgirnar? Nöfn
eftirtalinna lesenda kornu upp:
horlákur Aðalsteinsson, Bald-
ursheimi, Arnarnesshr., Eyja-
fjarðarsýslu; Ingibjörg K. Jó-
hannesdóttir, Stóru-Heiði, Mýr-
dal; Margrét I»óra Baldursdótt-
ir, Þórsmörk, Mosfellssveit; Þor-
686 LAUSNIR
steinn Gunnarsson, Teigi,
Vopnafirði; Arndís Hólmgríms-
dóttir, Hrauni, Aðaldal, S-Þing.
Alls bárust 686 Iausnir og af
þeim voru 632 réttar. Að þessu
sinni var borgin VÍNARBORG.
Nú um liásumarið tökum við
okkur frí í þessari skennn tilegu
getraun, en næsti þáttur mun
koma í septemberblaðinu.
261