Æskan - 01.07.1966, Qupperneq 46
LíTLU VELTIKARLARNIR
43. Robba er svo mikið í mun að sjá endalok ævintýrisins, að
hann biður ieyfis að fá að fara aftur út í skóg. Og að þvi fengnu
þrammar hann af stað, án þess að bíða eftir matnum. Vonandi
verður ]>etta bara smástormur, en það er ónotalega dimmt yfir,
hugsar hann, þegar hann nálgast skóginn. Það lilýtur að vera
mikill snjór í vændum. Við skógarjaðarinn kemur hann auga á
vin sinn, Svarta Pétur. „Hæ, Robbi!“ kailar hann. „Mér datt i hug,
að þú gætir ekki látið vera að koma, svo að ég heið eftir þér.“
44. Svarti Pétur var í bezta skapi. „Hvað fannst þér um ferðina?"
spurði hann hlæjandi. „Þú gerðir nákvæmlega, það sem með
þurfti. Allt hcfur gengið vel. Komdu með, þá skaltu sjá.“ Þeir
gengu inn í skóginn og sáu, að hann var allur þakinn nýfallinni
mjöll. Svarti Pétur hóaði, og hrátt barst svar innan úr skóginum.
Þar hittu þeir leikfangaskátann, sem átti í mesta basli með stóru
kassana tvo. „Og sjáðu, hann er með fuilt af veltikörlum i kring-
um sig.“ — 45. „Húrra, þarna er Robbi kominn aftur!“ kallaði
litli skátinn. „Komdu, svarti Pétur. Þið verðið báðir að hjálpa
mér að tína þessa óþekktarorma saman. Þeir geta ekki hreyft sig
í lausamjöllinni, en ef ég treð þeim ofan í kassa, þá hoppa þeir
beint upp aftur. „Við skulum hjálpa til,“ sagði Robbi. Hann tók
að tina saman veltikarlana, en fann von bráðar, að hann gat ekki
haidið nema tveimur í einu. „Þetta verður erfitt,“ tautaði hann.
„Ég sting þessum tveimur i kassann, og svo stend ég við hann
og held lokinu, meðan þú treður hinum niður i hann.“ Þetta gerði
hann og liélt lokinu, þangað til allir veltikarlarnir voru komnir
ofan í kassana.
Winther þríh|ól
fást f þrem steröum
HEIMILIS-
TRYGGING
BRIJNA-
TRYGGIN G
GLER-
TRYGGING
BRLMABÓTAFÉLAG
ÍSLAMDS
LAUGAVEGI 105
SÍMI: 24425
LITLU VELl'IKARLAR NIR