Æskan - 01.04.1970, Blaðsíða 13
Byron hoppar upp úr fyrsta baðinu sínu
og hristir af sér drcpana i allar áttir. í
vatninu uppgötvaði hann fljótt, aS væng-
>r hans reyndust prýðilegar árar.
En í veröldinni er fullt af trjám. Eitt
sinn síðla dags í hlýju veðri flugu fugl-
arnir burt saman til að kanna nýjar
skuggsælar trjágreinar, og sögðu skilið
við þýzkan smalahund, sem stundum
hniprar sig ennþá við hliðina á tómu
hreiðri í körfu.
VeiÖimaðurinn óttast að tígrisdýr
sé i námunda við sig. Getið þið
^iálpað honum til að finna það?
ÞÓRA M. STEFÁNSDÓTTIR:
i
LOAIitla landnemi
Pabbi barnanna, sem var efnaður kaupmaður, bað þau nú
að selja sér báðar körfurnar og rétti María systkinunum í vagn-
inum sína hverja. Á meðan náði Hans í vatnsfötu og fór að
brynna hestunum. Því næst stakk kaupmaður hendinni ofan í
vasa sinn og tók upp dálítinn slatta af smápeningum og lét í
húfu Hans, sem hann rétti fram. Börnin þökkuðu fyrir pening-
ana, sem voru margföld borguu fyrir körfurnar. Síðan kvaddi
fjölskyldan þau Maríu og Hans og hélt vagninn svo áfram
ferðinni.
Þau Hans og María settust nú niður á trjábol, sem lá við
veginn og fóru að telja peningana, sem kaupmaðurinn hafði
gefið þeim.
Allt í einu kallar Hans upp:
„Nei, líttu á, María, hér er gullpeningur!"
„Hvað ertu að segja, Hans?“ kallaði María. „Lof mér að sjá!“
„Sko, hérna er hann,“ sagði Hans. „Sérðu, hvað hann er
gylltur og fallegur, þetta er 20 króna peningur. Okktir munar
mikið um hann. Nú getum við bara strax keypt bæði sæng og
kápu lianda ömmu.“
„En heyrðu, Hans,“ sagði María litla hugsandi. „Ætli kaup-
maðurinn hafi ætlað að geía okkur svona stóran pening? Það
er margföld borgun fyrir körfurnar. Ég er hrædd um, að hann
hafi bara slæðzt óvart með.“
„Já,“ sagði Hans. „Það getur verið, að þetta sé rétt hjá þér.
Það er auðvitað ólíklegt, að hann hafi ætlað að gefa okkur
þennan dýra pening, og víst eigum við hann þá ekki í raun og
veru. En þá getum við ekki heldur keypt sængina og kápuna
strax, ef við skilum honum aftur. Eða finnst þér ekki, að við
verðum að gera það?“ sagði Hans og leit spurnaraugum framan í
systur sína.
„Jú, Hans, það finnst mér,“ svaraði Maja eftir dálitla um-
hugsun. „Þú manst, að amma hefur alltaf sagt, að enginn ætti
að eigna sér það, seni aðrir eiga í raun og veru. Við mundum
aldrei verða ánægð né róleg, ef við skiluðum honum ekki aftur,
því við hefðum alltaf slæma samvizku. Og ekki viljum við
skipta á góðri samvizku og nokkrum gullpeningi í heiminum."
„Já, við verðum þá að flýta okkur af stað á eftir vagninum,
ef við eigum að ná honum og skila peningunum," sagði Hans.
„Við skulum þá hlaupa strax af stað.“
Þau tóku nú bæði til fótanna og hlupu af stað á eftir vagn-
inum, sem þau sáu langt í burtu.
Þau hlupu svo liratt sem þau gátu, en hestarnir fóru samt
hraðara, og dró fremur sundur en sarnan með þeim.
213