Æskan - 01.04.1970, Blaðsíða 19
Eins og skýrt var frá í síðasta blaði, gangast ÆSKAN
°9 FLUGFÉLAG ÍSLANDS fyrir nýrri spurningaþraut.
þessu sinni mun sá eða sú heppna úr lesenda-
hóPi blaðsins heimsækja heimsborgina LONDON á
k°mandi sumri í boði FLUGFÉLAGS ÍSLANDS. Síð-
Us‘u 15 spurningarnar koma nú hér og þá er kominn
‘imi til fyrir ykkur að svara þeim öllum réttum. Frestur-
lr,n er til 15. júní næstkomandi. Fimm verðlaun verða
veitt fyrir rétt svör. — 1. verðlaun verða flugfar með
„Gullfaxa“, þotu FLUGFÉLAGS ÍSLANDS til London.
2.—5. verðlaun verða bækur ÆSKUNNAR.
Sérhver lesandi ÆSKUNNAR undir 14 ára aldri
hefur rétt til að taka þátt í spurningaþrautinni. Ef
mörg rétt svör berast verður dregið um verðlaunin.
SPURNINGAR:
21. Hvaða tveir málmar eru mest unnir úr jörðu
á Bretlandseyjum?
22. Hvað heitir sá staður í London, þar sem
merkismenn þjóðarinnar eru grafnir?
23. Fyrir hvað er borgin Oxford frægust?
24. Hvað heita tvær miklar fiskveiðiborgir á
austurströnd Bretlandseyja, sem íslenzk
skip sigla mikið til og selja afla sinn?
25. Af hverju þarf stundum að láta loga á götu-
Ijósum í stórborgum Bretlands, þótt dagur
sé?
26. Bretar urðu fyrstir til að hefja stóriðnað með
því að taka vélaafl til notkunar í verksmiðj-
um. Það var líka brezkur maður, sem fann
upp gufuvélina. Hvað hét hann?
27. Hvað heitir forsætisráðherra Bretlands í
dag?
28. Hvað heitir frægasta lögregla heimsins, sem
hefur aðalstöðvar sínar í London?
29. Hvað heitir frægasta leikritaskáld Bret-
lands?
30. Hvað heitir núverandi drottning Bretlands?
31. Hvað heitir stærsta borg Skotlands?
32. Hvað heitir höfuðstaður Norður-írlands?
33. Hvað heitir sundið milli Bretlands og megin-
lands Evrópu?
34. Hvaða litir eru í þjóðfána Bretlands?
35. Hvað heitir núverandi krónprins Bretlands?
Fresturinn er til 1. júní næstkomandi.
219