Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1970, Blaðsíða 31

Æskan - 01.04.1970, Blaðsíða 31
 Sameinuðu bióðirnar 25 ára C*gLí Á sömu stundu og við lesum þetta eru Þúsundir sérfræðinga Sameinuðu þjóðanna að störfum alls staðar á hnettinum. Ef.til vill er 6inhver sérfræðingur á leið uþp eftir fljóti í Suður-Ameríku á Indíánaeikju iil að kanna nýj- ar aðferðir til viðarflutninga til strandarinnar. sunnan til á Kyrrahafi vinnur sérfræðingur a® jarðvegsrannsóknum, og síðan getur hann uPplýst íbúana á Suðurhafseyjum, hvernig þeir 9eti ávallt fengið góða uppskeru og komið í Ve3 fyrir hungursneyð. Hvernig komst svo þessi hjálparstarfsemi á fót? Árið 1949 samþykkti allsherjarþing Sam- einuðu þjóðanna að auka tæknilega aðstoð. ' Á hverju ári berast beiðnir frá landsstjórn- um — einkum vanþróuðu landanna — til Sameinuðu þjóðanna um að senda sérfræð- 'hga í ýmsum mismunandi greinum. prá eynni Ceylon barst iil dæmis beiðni um senda þangað sérfræðing til leiðbeiningar S.Þ. 25 ára I vélvæðingu við skógvinnslu, og i Perú var beðið um veðurfræðing til aðstoðar við að reisa veðurathugunarstöð (viðvörunarstöð). ísrael óskaði eftir stjórnunarfræðingi. Hvaðan koma allir þessir sérfræðingar? Sameinuðu þjóðirnar leita eftir þeim hjá háskólastofnunum, iðnaðarstofnunum og sam- tökum í mörgum löndum. Þegar sérfræðingarnir hafa verið valdir, verða þeir að ganga i gegnum stranga læknis- skoðun, vegna þess að þeir þurfa að vera við því búnir að láta sér lynda mataræði, sem þeir hafa ekki vanizt, stofna heilsu sinni i hættu og þola mikla líkamlega áreynslu á ferðum til afskekktra staða. Sérfræðingarnir hirða ekki um hættur og erfiðleika, heldur halda til framandi landa til að miðla af reynslu sinni og þekkingu. Enda fá vanþróuðu þjóðirnar smátt og smátt að njóta þeirra gæða heimsins, sem .ólki í auðugri löndum finnst sjálfsagðir hlutir. ® Hvers vegna verður loftið svalt eft- ir rigningu? Vegna þess að regn- vatnið gufar upp frá jörðinni og eyðir þannig varma frá henni. Af sömu orsök kólnar i herbergi, þeg- ar vatni er skvett á gólfið. ® Hvers vegna er varasamt að vera i votum fötum eða sokkum? Vegna Þess að vatnið úr þeim gufar hratt UPP og dregur til sín varma frá hörundinu, svo að likamshitinn get- Ur komizt niður fyrir sitt eðlilega Stig, og það getur verið hættulegt heilsu man.na. * Hvers vegna verður mönnum fwoll- hslt, ef þeir þurrka sér ekki strax á eftir bað? Það vatn, sem loðir við húðina, hefur mjög stórt yfir- borð og gufar því ört upp. Við það dregur það til sín varma frá líkam- anum og hörundshitinn lækkar. • Hvers vegna safnast dögg innan í glas, þegar þvi er hvolft yfir jurt, sem er að vaxa? Að nokkru leyti vegna þess, að glasið varnar rak- anum, sem gufar upp úr moldinni, að dreifast út í loftið, en hins veg- ar myndar jurtin einnig vatnsgufu, og hvor tveggja gufan þéttist I glas- inu og verður að vatnsdropum. 231
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.