Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1970, Blaðsíða 28

Æskan - 01.04.1970, Blaðsíða 28
FYRIRMYND — HYATNING Lœrisveinarnir Flugfimleikarnir JÚDAS Jóhannes 14,22: Júdas — ekki Júdas Ískaríot —, segir við hann: Herra, hvernig stendur á því, að þú vilt birtast oss og ekki heiminum? Það er hvergi talað mikið um Júdas. Ekki megum við þó rugla honum saman við Júdas Iskaríot, sem sveik Jesúm. Því að ef til vill var sjálfsafneitunin einmitt hin sterka hlið Júdasar. Eitt stutt bréf er til eftir Júdas í Biblíunni. Það hefst á þessum orðum: Júdas, þjónn Jesú Krists og bróðir Jakobs. Margir eru þeirrar trúar, að hann hafi verið skyldur Jesú. En í bréfi sínu varar Júdas alvarlega við öllum falsguðum. Hann varar alvarlega mjög við öllum utanaðkomandi áhrif- um, sem verða til þess, að menn fjarlægist hinn eina, sanna Guð. Hann varar við þvf, að margir munu koma fram og reyna að afvegaleiða á ýmsan hátt. Það eru ekki margir Júdasar á okkar tímum. Ekki eru margir, sem þora að tala opinskátt um hlutina. Ekki eru þeir margir, sem þora að vera hreinskilnir og djarfir, en um leið mildir og kærleiksríkir. Júdas kom til dyranna eins og hann var klæddur. Hann vildi ekki smjaðra íyrir neinum. Hann var laus við alla hræsni. Sagt er, að hann hafi farið til Arabíu eftir Hvítasunnuna og jafnvel til Persíu. Þar halda menn, að hann hafi verið trúr fagnaðarerindinu til hinztu stundar. Þó að ekki sé mikið sagt frá Júdasi, er ekki nokkur efi á því, að hann hefur á margan hátt eftirlátið okkur góða fyrirmynd. „Víst ávallt þeim vana halt: vinna, lesa, iðja, umfram allt þó ætíð skalt elska Guð og biðja.“ Þröstur gamli var einn af elztu og reyndustu skógar- þröstunum í skóginum. Hann var gætinn og virðulegur, en hafði hið mesta yndi af eltingaleik. Hann var lengi meðal leiknustu fugla í flugfimleikum. Sveitarstjórinn var í heimsókn hjá Þresti gamla. Hann var að reyna að fá hann til þess að taka þátt í að skipu- leggja varnir gegn ótætis veiðibjöllunni. Sveitarstjórinn neri saman vængjunum meðan hann beið eftir svari. Þröstur gamli átti að fá starfið mjög vel launað. ,,Nei,“ sagði Þröstur gamli ákveðinn. ,,Ég gat gert það í vor, áður en börnin fæddust. Nú þurfa þau á okkur að halda." Hann veifaði stélinu í sífellu og lagði áherzlu á hvert orð. „Við eigum ekki bara að lala um að gera eitthvað íyrir æskuna — við eigum að gera það.“ Sveitarstjórinn flaug vonsvikinn af stað. Það slðasta, sem tiann heyrði Þröst gamla segja, var: Þau eiga að erfa skóginn. Allt í einu stanzaði sveitarstjórinn við stórt birkitré. Hann horiði á fallega auglýsingu og las: Flugfimleikar á morgun! Margir keppendur! Hver sigrar? Allir velkomnir í Þrastarjóður! 228
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.