Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1970, Blaðsíða 17

Æskan - 01.04.1970, Blaðsíða 17
fal'ið til jarðar stutt frá Reykjavík og orðið slys á fólki. Þau héldu s'ðan heim á gisihúsið, buðu hvert öðru góða nótt, og innan stundar hurfu ungu ferðalangarnir inn í draumalöndin. ^orguninn eftir, síðasta daginn í utanlandsferðinni, voru þau Snemma á fótum. Nú skyldi haldið til gamla borgarhlutans, is- lendingahverfisins, og Strikið skoðað og kannski farið eitthvað i Verzlanir. Þau ákváðu að fara fyrst í skrifstofu Flugfélagsins og late skrifa í farseðlana, til þess að ekki þyrfti að eyða tíma í það Siöar í dag. Að þvi búnu var snæddur morgunverður, en síðan haldið sem leið liggur niður að Striki. Þau komu að Magasin du Nord og spurðu eftir Þyri Árnadóttur, frænku Jóhönnu. Jóhanna v'Ssi, að hún vann í hattadeild og þangað fóru þau. Þyri var ekki viðlátin næsta hálftímann, svo þau gengu út að. Nýhöfninni, en s'®an aftur inn í Magasin du Nord og upp á loft, þar sem þau 9en9u um margar deildir, skoðuðu vörurnar, en fátt var nú keypt °9 hvergi stanzað, unz þau komu í leikfangadeildina. Þar var V|rkilega gaman að koma og Jóhann fór strax í þá deild verzlun- arinnar, sem selur flugvélalíkön og flugvélar, sem á að líma Saman, þarna gerði Jóhann ágætustu kaup, því að hann er mikill u9módelsafnari. Jóhanna verzlaði líka, en hún hafði ekki ennþá hltt frænku sina og nú hófu þau leit að henni. Magasin du Nord er hið mesta völundarhús, stórt og mikið, og mikill fjöldi fólks, t;em 9ar starfar. Þau fóru víða og spurðu, en allt kom fyrir ekki og 9au voru um þag bil að gefast upp og ætluðu niður aftur, þegar yri Árnadóttir, frænka Jóhönnu, birtist allt í einu. Hún hafði að- e'ns skroppið frá, og tóku þær frænkurnar tal saman. Eftir að afa kvatt frænkuna fóru þau í aðra verzlun, þar sem meiri inn- auP voru gerð. Hanna keypti meðal annars peysur, inniskó og °rðdúk og það sama gerði Jóhann. Á eftir fóru þau niður í ^0n9angsstræde og heilsuðu upp á „Rudolf konung", en hann 6fur veitingastofu í næsta húsi við gistihúsið. Þar hittu þau lika Rudolf kóngur hafði í mörgu að snuast en kom samt út með málverk af sjálfum sér og kvaddi þau Jóhann og Jóhönnu. «- Er þau komu í Tívolí var tekið að skyggja og hin marglitu Ijós sem skreyttu byggingar í austurlenzkum stíl nutu sín vel. Vestmannaeying, sem Jóhann þekkir, Guðna Guðmundsson, sem er í þann veginn að hefja framhaldsám i tónlist í Danmörku. En nú er komið að kveðjustundinni í Kaupmannahöfn að þessu sinni. Þau fóru til gistihússins og pökkuðu niður dóti sínu og sið- an var ekið út á flugvöll. Það var ágætisveður, þótt ekki væri sólskin, og þau virtu fyrir sér múrsteinshúsin á leiðinni út eftir. í stöku gerði blakti Dannebrog við hún. Þau höfðu orð á þvi, hve fáninn færi vel við þetta græna og milda landslag og húsin. Allt féll þetta inn í myndina. Úti á Kastrup-flugvelli var mikið um að vera og margt um mann- inn, eins og vant er. Þau fóru fyrst upp á skrifstofu Flugfélags íslands og hittu þar Ólaf Bertelsson, en síðan voru töskurnar af- hentar við sérstakt borð. Þær voru settar á færiband og þau fpngu merkimiða, sem var festur í farmiðann, eins og er þau fóru að heiman. Þetta var heilmikið ,,apparat“, sem afgreiðslustúlkan hafði fyrir framan sig — nokkurs konar rafmagnsheili að því er ferðafélagarnir héldu — og það reyndist lika svo. Og uppi í far- þegabiðsalnum, sem heitir „Transit" á erlendum málum, biðu þau nokkra stund. Sveinn fór og kom að vörum spori aftur með minjagripi, sem þau höfðu með heim. Og eftir andartak hljómar um salinn brottfararkall: Þota Flugfélags íslands ætti að leggja af stað innan stundar, — og farþegarnir hröðuðu sér um borð. Þotan „Gullfaxi" brunaði eftir flugbrautinni og var brátt hátt í lofti. Kóngsins Kaupmannahöfn að baki, en undir var Sjáland, grænt og gróðursælt svo langt sem augað eygði. „Gullfaxi" sótti rösklega á brattann. Húsin smækkuðu. Þau sáu nú ekki fólkið lengur og bílarnir voru eins og örlitlir dílar á þjóðvegunum. Og brátt var Eyrarsund og Kattegat og aðeins útlínunar á Jótlandi sjáanlegar. Heimflugið til íslands var hafið og þau Jóhann og Jóhanna hölluðu sér aftur á bak í þægilegum sætum þotunnar og létu hugann reika um öll ævintýrin, sem þau höfðu upplifað í Danmörku þessa daga. Sveinn Sæmundsson. 217
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.