Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1970, Blaðsíða 4

Æskan - 01.04.1970, Blaðsíða 4
Sammi kúrði skjálfandi undir einu rúminu, en slökkviliðsmennirnir hlupu að gati, sem var í miðju gólfinu. sjá! Hvaðan kemurðu? Viltu koma inn og hiýja þér? — Hann opnaði hurðina betur, en Sammi hreyfði sig ekki. Sammi hafði aldrei haft mikil afskipti af fólki. Hann hræddist það ekki, en hann vildi fara sínar eigin leiðir. Hann hafði komizt að því, að hinir svo- kölluðu heimiliskettir réðu sér ekki alltaf sjálfir. Þar, sem Sammi kúrði á köldum pallin- um við dyrnar, horfði hann inn í hlýtt her- bergi slökkviliðsmannanna. Það rigndi nú ennþá meira en áður. Kannski gerði ekkert til, þótt hann færi inn og biði þangað til að stytti upp. Maður- inn, sem var að bjóða honum inn, hafði vingjarnlega rödd. Sammi stóð hægt á íætur og gekk gæti- lega inn um dyrnar. Hinn slökkviliðsmaðurinn, em var lítill og feitlaginn, kom nú auga á Samma, þar sem hann gekk þvert yfir herbergið og settist út í horn. — Raffi, — sagði hann, — þetta er nú sá horaðasti köttur, sem ág hef lengi séð. Skyldi hann nokkurn tíma á ævinni hafa fengið nóg að éta? — Það efast ég um, Billi, — sagði Raffi. Billi fór nú að ísskápnum, opnaði hann og sagði: — Nú, það er ekki mikið til af mat hér. -Jæja, hér er þó mjólk, en hann þarf að fá magaíylli af mat. Hvað segirðu um túnfisk? — — Ég býst við, að hann yrði ánægður með hann. Ég skal ná í eina dós, — sagði Raffi. Hann fór að skáp, sem stóð þar inni og tók út eina dós. Þegar hann hafði opnað hana lét hann túnfiskinn í skál og setti skálina á gólfið. — Komdu og fáðu þér bita, — sagði hann við Samma. En Sammi sat kyrr. Fiskurinn ilmaði yndislega, og enn fannst honum tómur maginn veltast i sér. Hann hugsaði um, hvað hann væri sjálfstæður, og hvernig hann færi sínar eigin leiðir, án þess að þiggja greiða af öðrum. Já, hann var stoltur köttur, og hann ætlaði ekkert að þiggja. — En aftur fannst honum maginn í sér vera eins og stór, tómur belgur. Hann leit til slökkviliðsmannanna tveggja. Þeir voru að brosa til hans, og augu þeirra voru góðleg. — Það væri nú leiðinlegt að særa tilfinningar þeirra. Kannski gerði ekkert til, þó að hann fengi sér nokkra bita, áður en hann færi, fyrst þeir höfðu haft svona mikið fyrir honum. Sammi labbaði rólega að matarskálinni og fékk sér litinn bita. Slökkviliðsmennirnir fóru aftur að spila. Sammi át allan fiskinn úr skálinni og íór svo aftur út í horn, til að þvo sér í íraman. Hann sleikti loppurnar sitt á hvað, og þvoði sér rösklega. Það small f spilunum á borðinu, og rigningin streymdi niður gluggarúðurnar. Sammi hringaði sig saman þarna I horninu, og íyrr en varði var hann sofnaður. Hann opnaði annað augað, þegar hann heyrði Rafía segja: — Það or orðið íram- orðið. Bezt að koma sér í rúmið! — — Hvað með köttinn? — spurði Billi. — Eigum við að láta hann út? — — Æ, iofaðu honum að vera. Hann gerir ekkert af sér, — sagði Raffi. Mennirnir fóru upp á loft. Sammi heyrði fótatak þeirra yfir höfði sér. Svo varð allt hljótt. Nú iannst honum hálf einmanalegt niðri. Hann fór að velta því íyrir sér hvern- ig væri umhorfs uppi á lofti. Sammi læddist upp stigann og kom inn i stórt herbergi. í daufri birtunni sá hann íimm rúm, og í þeim öllum virtist einhver sofa. Hann heyrði hrotur koma frá sum- um þeirra. Svo þefaði hann sig áfram þangað tii hann kom að rúmi Raffa. Þá tók hann undir sig stökk og var á auga- bragði kominn upp í rúmið. Hann hjúfr- aði sig niður til fóta, og brátt var hann steinsofnaður. Morguninn eftir, þegar Sammi vaknaði, voru slökkviliðsmennirnir enn í íasta svefni. Það var hætt að rigna og sólin skein nú glatt. Sammi fór hljóðlega niður stigann og beið við útidyrnar eftir að ein- hver hleypti honum út. Brátt komu allir fimm slökkviliðsmennirnir niður stigann, og einn þeirra spurði: — Hvaðan kom þessi örótti dækings- köttur? — Hann rakst hingað inn í gærkvöldi, til að forða sér undan rigningunni, — sagði Raffi, um leið og hann opnaði til að hleypa Samma út. Sammi gekk hnakkakertur út úr Slökkvi- stöðinni. Honum var sama þótt hann vaeri kallaður „öróttur" sða „vlækingsköttur"- Honum var alveg sama hvað þeir sögðu! Hann var fær um að sjá um sig sjálfur. Hann þurfti ekki á áliti neins að halda. Þetta var ánægjulegur dagur. Samma leið prýðilega, er hann reikaði um höfnina í leit að æti. Svo kom kvöldið, avalt og heiðskírt. Og áður en hann vissi af, var hann kominn að Slökkvistöðinni, og þar stóð hann. Fimm slökkviliðsmenn sátu þarna í her- berginu á neðri hæðinni, en það voru ekki þeir sömu og hann hafði séð í morgun- Hann velti þvl íyrir sér, hvað hefði getað komið fyrir Raffa og Billa. Hann ætti nú kannski að kíkja inn, svona augnablik, og athuga hvort þeir væru veikir. Dyrnar voru hálf opnar. Sammi mjélm- aði. Einn slökkviliðsmannanna kom þá, opnaði betur útihurðina og sagði: — NeM Þetta hlýtur að vera kötturinn, sem RafM og Bilii sögðu okkur irá. — Svo sagð' hann við Samma: — Vinir þínir eiga frí 1 kvöld, en ef þú ert svangur, getum við kannski hresst þig upþ. Hann lét iúnfisk f skál og gaf honum- Sammi var kurteis köttur. Hann át íiskinn- Og af því, að hann þóttist kunna góða siði, fór hann ekki strax og hann hafði lokið við að éta. Satt að segja stóð hann nokk- uð lengi við — eða alla nóttina. Þegar Raffi og Billi komu á vakt naest3 morgun, var Sammi vaknaður og beið við dyrnar. — Nei! Sjáðu hver er þarna. Hann l3r bara orðinn fastagestur! sagði Billi. — Sjáumst seinna, kisi minn, sagð1 Raffi um leið og hann hleypti Samma út- 204
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.