Æskan

Årgang

Æskan - 01.02.1971, Side 3

Æskan - 01.02.1971, Side 3
Lítil aðstoð til sjálfshjálpar fyrir foreldra £—yitthvert mesta hættusvæðiS fyrir börnin eru göt- urnar. Snemma þarf að byrja á því, jafnvel frá "•WHSfc fjögurra ára aldri, að kenna börnum umferðar- reglur. Gott er að gera þá fræðslu að leik, þannig að börnin verði svo viss ( reglunum, að þau geti jafnvel kennt foreldrunum, leitt þau yfir götuna eða fylgt þeim á reiðhjóli upp ( sveit. Bezta ráðið tii að kenna börnum öryggi í umferðinni er að lofa þeim að ráða ferðinni og þera ábyrgðina — undir eftirliti. Við það æfast þau I margs konar nauðsynlegum við- brögðum, en ekki er þó hægt að treysta hæfni þeirra í urnferðinni, fyrr en þau hafa náð 10 til 12 ára aldri, segja barnasálfræðingarnir. Það er fyrst þá, sem hugsunin ræð- ur því, hvað þau gera. Jafnmikilvægt og það er að kenna börnum að ganga yfir götu virðist mér það vera, að þau læri snemma að synda. Þau geta byrjað að læra sund tveggja til þriggja ára gömul, og þegar þau eldast og æfast, á að láta þau fara út [ [ öllum fötunum. Þá sést, hvernig þeim gengur, ef Þau skyldu detta I vatn alklædd. Þau verða þá að vita, hvernig það er að vera ofan [ vatni í fötunum, ef til vill ' vetrargalla, því að komið getur fyrir, að þau þurfi að hjarga sér — eða öðrum — síðar, við þær aðstæður. VariS ykkur á smátjörnum [ blómagörðum. Betra er að le99ja yfir þær hænsnanet, meðan börnin eru Iftil. Látið htil börn, undir skólaaldri, ekki vera ein og eftirlitslaus [ baðkerinu. Nú er víst bezt að hætta, þv[ að ekki er tilgangurinn að hræða foreldrana of mikið með því að benda á allt, sem komið getur fyrir. Ég vil aðeins benda á, með dæmum, hvernig gæzla barna þarf að verða manni eiginleg, svo að menn næstum ósjálfrátt hagi sér eins og nauðsynlegt er t'1 þess að tryggja öryggi barnanna. Það má þó ekki ganga út ( öfgar, svo að það aftri fólki frá því að lifa eðlilegu lífi. Foreldrar þurfa að koma sér saman um, hvaða öryggis- ráðstafanir séu nauðsynlegar. Þá er líka nauðsynlegt fyrir hjónabandið, að þau standi saman, einnig á þessu sviði, og ásaki ekki hvort annað, ef slys skyldi samt sem áður koma fyrir. Hjálp í viðlögum Oftast er hægt að bæta úr smáóhöppum með huggun og kossi, kannski með svolitlu joði og heftiplástri til skrauts! En ef alvara er á ferðum, er nauðsynlegt að vera snar- ráður — og auk þess kunna eitthvað fyrir sér í hjálp [ viðlögum. Það getur haft mikla þýðingu og jafnvel bjargað mannslífi. Þess vegna ráðlegg ég fullorðnu fólki almennt — og sér í lagi foreldrum — að fara á námskeið í hjálp [ viðlögum. Þau þyrftu að vera miklu oftar en þau eru. En betra en ekki er þó, að fólk eigi bækur um þessi efni og reyni að' læra af þeim. Ráðlegt er að hafa slíka bók ávallt við 3

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.