Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1971, Blaðsíða 11

Æskan - 01.02.1971, Blaðsíða 11
Þegar Kodadad var heill orðinn, kom þeim saman um, að þau þrjú skyldu halda til höfuðborgarinnar og reyna að koma fram hefndum. Þegar þangað kom, varð það að ráði, að læknirinn skyldi fara einn inn í borgina og freista þess-að ná tali af Pireuse, móður Kodadads. Með því að beita kænsku sinni náði hann tali af drottningu, en þar sem læknirinn grunaði prinsana vondu um að liggja á hleri, sagði hann drottningunni, að sonur hennar, Koda- dad, væri dáinn, en kona hans lifandi og vildi ná fundi hennar. Pireuse grét son sinn lengi, en er hún hafði náð sér, bað hún lækninn að fylgja tengdadóttur sinni á sinn fund. Rétt i sama mund kom konungur inn og spurði, hví drottning væri svo útgrátin. Fékk hann þá að heyra tíðindin og varð sem nærri má geta mjög reiður þessum tveimur yngri sonum sínum. Hann hrópaði tii lífvarðaforingja síns og skipaði honum að hneppa kóngssynina tvo í fangelsi, þeir hefðu unnið til lifsláts með því að drepa elzta son hans. Prinsarnir vondu voru nú gripnir og færðir í fangelsis- turninn, en hins vegar var eiginkona Kodadads sótt, enda var hún nú orðin prinsessa í höfuðborginni. Allir borgarbúar urðu mjög sorgbitnir, þegar þeir heyrðu þessar fréttir, og var sorgarhátíð undirbúin og fór hún fram skömmu síðar. Sáu allir, að gamli kóngurinn og drottning hans bárust lítt af sökum sorgar yfir sonarmissinum. Niu dögum síðar átti aftaka prinsanna að fara fram, en einmitt sama dag komu fréttir af því, að mikill fjandmanna- her nálgaðist úr austurátt. Aftökunni var þá frestað, en hermenn allir kvaddir til vopna. Stuttu síðar hófst orrusta mikil, sem stóð yfir alla nóttina, en er dagaði mátti sjá, a5 her konungs fór mjög halloka og lá við algerum flótta. En þegar neyðin er stærst er hjálpin næst. Nú heyrðust dunur frá þúsundum hestahófa, sem nálguðust. Mikill og vel búinn skari hermanna nálgaðist úr vestri. Þessi ókunni her steypti sér eins og gammur á bráð yfir fjendur kon- ungs og skipti þá skjótt um og flýðu fjandmennirnir sem mest þeir máttu, þótt þreyttir væru og sárir eftir bardaga næturinnar. En mest var þó gleði gamla konungsins yfir því, að sá, sem stýrði þessum frelsandi her úr vestri, var enginn annar en sonur hans Kodadad, sem allir héldu að væri dáinn. ..Komdu, faðir minn!“ hrópaði Kodadad. „Við skulum hýta okkur heim i borgina til þess að hitta konuna mína fögru." Slegið var upp mikilli sigur- og gleðihátíð, og borgarbúar dönsuðu út um öll stræti. Kodadad sagði föður sinum írá því, að hann hefði fengið fregnir af því, að fursti nokk- ur væri á leiðinni til höfuðborgarinnar með her. Hann hefði því safnað saman þessum hermönnum í nágranna- héruðunum og þeir síðan þeyst til borgarinnar á hestum sinum. „En hvar eru þeir bræður mínir?" spurði hann svo. „Þeir eiga að deyja á morgun!" hrópaði konungurinn. „Nei, faðir minn, lofum þeim að lifa. Mundu, að í æðum Þeirra rennur sama blóð og okkar, og svo gleymum við öllu því slæma, sem þeir hafa gert okkur. Konungurinn táraðist, þegar hann heyrði son sinn mæla svo. Síðan mælti hann svo fyrir, að Kodadad skyldi verða konungur eftir sinn dag, og hinir tveir prinsarnir skyldu látnir lausir. Kodadad flýtti sér þá upp í fangelsisturninn °g opnaði dyrnar fyrir bræðrum sínum. ý En úti fyrir dansaði fólkið af gleði svo langt upp eftir götunni sem augað eygði. Þjóðin vissi, að eftir lát gamla konungsins mundi hún fá konung, sem ekki einungis yrði voldugur, heldur einnig það, sem var miklu, miklu betra: hann yrði einnig hygginn, göfuglyndur og góðhjartaður. Endir. Afmælísbörn ÆSKUNNAR í marz 1971 Þá höldum við áfram með afmaelisdagabörnin. Nú er röðin komin að þeim, sem eiga afmæli í marz. Öll þau þörn, sem eru lesendur ÆSKUNNAR og eru 10 ára og yngri og eiga afmælisdaga í marz 1971, geta sent ÆSK- UNNI nöfn sín, ásamt fæðingardegi, fæðingarári og heim- ilisfangi til blaðsins fyrir 25. marz næstkomandi. Úr þeim nöfnum, sem berast, verða svo dregin út 10 nöfn, sem hfjóta bækur i afmælisgjöf frá ÆSKUNNI. Nú verður það spurningin, hve margir lesendur ÆSK- UNNAR eiga afmæli í marz, og hverjir af þeim verða hinir heppnu i þet'ta skiptið og hljóta afmælisbækur ÆSKUNNAR. í næsta blaði kemur svo röðin að þeim börnum, sem eiga afmæfi í apríl. 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.