Æskan

Årgang

Æskan - 01.02.1971, Side 14

Æskan - 01.02.1971, Side 14
Ili og fíllinn hans Hannibal voru nú staddir inni í miðju landi í Argentínu í S.-Ameríku. La Pampa ... sléttlendi allt um kring svo langt sem augað eygði, eins og rennislétt- ur sjór úr grænu grasi. Villi var hálfhryggur á svip yfir því að sjá engin sérkennileg dýr, en Ricky málari, kunningi hans, sló brosandi á öxl hans og sagði: „Hresstu þig upp, ungi vinur, dýrin eru hér, ef við leitum vel að þeim, ég er ekkert hræddur um að finna ekki dýrið, sem ég er kominn svo langt til þess að sjá í heimalandi mínu.“ Villi reyndi að brosa og sagði: „Þú ert kominn að leita að þínum Guanaco, og þá hlýt ég einnig að fá að sjá eitthvað af öllum hinum dýrunum, sem þú teiknaðir fyrir mig.“ Það var brennheitt sólskin, sem kastaði stórum skuggum út frá þeim, þar sem þeir stóðu í grasinu. Allt í einu bættist stór skuggi í hópinn, og þegar Villi sneri sér snögglega við, sá hann, að hávaxinn Indíáni var kominn til þeirra. „Fólk mitt hefur ferðazt langar leiðir til þess að leita að Guanacos," sagði Indíánnin og krosslagði handleggina á brjósti sér. „Við þurfum að veiða þá okkur til fæðu, og við notum feldi þeirra í fatnað til þess að skýla okkur gegn næturkuldanum. Þetta er okkar líf. Við veiðum þá ekki okkur til gamans, eins og hvíti maðurinn gerir.“ „Við ætlum ekki að fara að veiða þá okkur til garnans," sagði Ricky. „Ég þarf aðeins að komast nógu nærri einum þeirra til þess að geta málað mynd af honum.“ „Það var gleðilegt að heyra,“ sagði Indíáninn, og þeir tókust brosandi í hendur. „Við skulum vera vinir," sagði Indíáninn. „Heimkynni okkar eru í hlíðum Andesfjallanna í Patagóníu. Landið er hrjóstrugt og lítið um gróður, og lífsskilyrðin því mjög erfið og hörð. Við verðum því að leita til La Pampa til þess að afla okkur fæðu, en fólkið af Tehuelche-ættstofn- inum er friðsamt fólk, og við skulum hjálpa ykkur." Indíáninn gekk frá þeim til þess að ræða við menn sína. Eftir stutta stund komu þeir aftur á hestum og voru með aukahest fyrir Ricky. „Heppnin er með okkur,“ hrópaði Villi glaðlega. um leið og hann hoppaði upp á bak Hannibals. Þegar þeir voru komnir af stað, fóru Indíánarnir að sveifla línum með steini í endanum. Villi hafði séð þetta áður í Chile og vissi, hvað það var. Hann útskýrði fyrir Hannibal, að þegar Indíánarnir færu til veiða, notuðu þeir ,,bolas“ slöngvur, sem þeir sveifluðu af mikilli leikni, annaðhvort um höfuð eða fætur veiði' dýranna, svo að þau gætu ekki hreyft sig, og síðan gætu þeir handsamað þau. Hannibal blés og rumdi meðan hann hljóp eins hratt og hann gat til þess að fylgjast með hestunum- Villi hafði fengið litla slöngvu, sem hann sveiflaði af mikilli ánægju. En fram undan þeim voru þrjú dýr> sem voru svo smávaxin, að Villi gat ekki greint hverr- ar tegundar þau voru. 14

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.