Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1971, Blaðsíða 16

Æskan - 01.02.1971, Blaðsíða 16
Þau komu til Brighton rétt fyrir kl. 15 og gengu sem leið lá niður að ströndinni. Það var gola við ströndina og fjöldamargt fólk í sandinum og fjörunni. Það flatmagaði þarna og naut sólar og blíðu, en seglbátar sigldu fyrir landi. Flutningaskip sigldu hjá. Það var dálítill álandsvindur, og það var fleira en mann- fólkið, sem lék sér þarna, því Bretar taka gjarnan hundinn með sér á ströndina, og þeir busluðu þarna í sjónum og létu öllum illum látum. Brighton er eins og allir vita mikil baðlífsborg. Með- fram ströndinni gnæfa fjöldamörg hótel, og nú er nýlega búið að byggja hús, sem býður upp á aðstöðu fyrir dans, skautahlaup og keiluspil. Hér búa heldur fáir á veturna en þvi fleiri á sumrin, og íbúatala staðarins tvöfaldast yfir sumarmánuðina. En það voru fleiri en sóldýrkendur, sem hingað lögðu leið sína. Úti á löngum bryggjum, sem ganga fram í sjóinn, stóðu fiskimenn og renndu fyrir kola og annan góðfisk. Mikil skipaum- ferð var á Ermarsundi þennan dag. Flutningaskip, farþegaskip og lystibátar sigldu fyrir landi, og þetta sást ennþá betur, þegar þau höfðu dvalið á ströndinni nokkra stund og horft út á sólskyggðan sjóinn. Sveinn hafði verið svo forsjáll að vera í sundskýlu og dreif sig strax í sólbað. Þær Sóley og Valhildur ákváðu að fara upp fyrir ströndina og kaupa sér sundföt i búð, sem þær höfðu séð á leiðinni niður eftir. Þetta gekk vel, og Grímur leiðbeindi þeim við kaupin. Á ströndinni kenndi margra grasa. Þarna var orlofsfólk sýnilega í miklum meirihluta, en innan um voru hópar af hippum, sem lítið virtust hafa fyrir stafni annað en að láta hverjum degi nægja sfna þjáningu og láta tímann líða. Sumir spiluðu á gítar, aðrir móktu en einn lék á blokkflautu. Úti við hafsbrún sáust margar seglskútur á ferð. Þetta leiddi hugann að þeim gömlu dögum, þegar Ermarsund var þakið seglskipum, sem sigldu milli Englands og Frakklands og fram og aftur og norður og suður. Hafrænan var áleitin og það var aðfall, og brátt varð þeim ekki lengur vært á ströndinni þrátt fyrir það að sólin skini af heiðum himni. Þau tóku sig upp og gengu upp í bæinn. Þau ætluðu að skoða sýningu gamalla bíla, sem Brighton er fræg fyrir, en hún var því miður lokuð. í staðinn fengu þau sér ham- borgara og mjólkurhristing. Brátt var viðdvölin í þessari borg á enda. Þau óku á járn- brautarstöðina og nákvæmlega á fyrirfram ákveðinni mínútu ók lestin út af stöðinni áleiðis til Lundúna. Um kvöldið, eftir hæfi- lega hvíld á hótelinu, snæddu stúlkurnar kvöldverð í Angus Steak House á Park Lane. Þetta var góður matur, enda matar- lystin í lagi eftir miklar göngur og amstur dagsins. Þær gengu snemma tii náða þetta kvöld, því að daginn eftir átti að fara í búðir. Veðurstofan spáði góðu veðri, en í blaðinu London Times sáu þær, að rignt hafði f Reykjavik. Grímur vakti mannskapinn fyrir allar aldir morguninn eftir. Eftir morgunverð var haldið á Glouster neðanjarðarbrautina, það- an til Victoria neðanjarðarstöðvarinnar, þar sem skipt var um lest og ekið með nýju Viktoríubrautinni upp á Oxford Circus. Þau fóru í ýmsar verzlanir og gerðu heilmikil innkaup, sem of langt yrði hér upp að telja og kemur ekki heldur beinlínis ferða- sögunni við. Klukkan var að verða ellefu, þegar Sveinn sagði, að nú skyldu þau gera hlé á innkaupum og halda til Buckingham Palace, bústaðar drottningarinnar, en þar fara fram varðmanna- skipti um þetta leyti dags. Þau náðu I bil uppi við Marble Arch og óku sem leið lá til drottningarhallarinnar. Þar ga'f nú heldur á að líta. Mikill mannfjöidi hafði safnazt saman bæði uppi á minnismerkinu gegnt höllinni, svo og niður við girðinguna. Girð- ingin, sem er ákaflega rammbyggileg og allt að tveggja mann- hæða há, er úr svörtum járnrimlum en bronsuðum að ofan, og þar gefur að líta bæði ríkisepli og annað skraut. Veðrið var dá- samlegt, næstum 30 stiga hiti og sólskin. J_ögreglulið var fjöl- mennt fyrir utan höllina, bæði gangandi iögregluþjónar og a hestbaki. Klukkan varð 11 og ekki bólaði á varðrnönnunum- Hitinn óx og mannfjöldinn einnig, en varðmennirnir, sem stóðu við höllina, bærðu ekki á sér frekar en þeir væru gerðir úr vaxi. Úti 'við Viktoríuminnismerkið var mun svalara og betra að vera. Slys og óhöpp verða alls staðar, þar sem svo margt fólk er samankomið, en nú heyrðist I lúðrasveitinni, sem brátt kom gangandi út úr hliðargötu og lék göngulög. Þetta var nú lúðra- sveit I lagi. Á eftir komu varðmenn gangandi og á hestum. Hóp- arnir voru tveir, og sem fyrri hópurinn gekk I hlað drottningar og inn um hliðið, þá birtist sá þriðji, sem blés í lúðra. Það voru riddarar á svörtum fákum. Allt var þetta hið mesta tilstand, enda má ekki minna vera, þegar drottningin á I hlut. Fólk stóð her uppi á girðingum og reyndi að sjá það sem fram fór, en það var dálítið erfitt vegna þessa mikla mannfjölda, sem hafði safnazt saman. Búningar lífvarða drottningar eru mjög heitir og fyrir" ferðarmiklir, og það kemur þrásinnis fyrir við þessa hátíðlegú varðaskiptingu, að það steinlíður yfir lífverðina. Þeir lyppas' ekki niður eins og venjulegt fólk, heldur stingast á endann áfram eða aftur á bak, og af því hafa hlotizt Ijót meiðsli, enda kváðo mörg nef lífvarðasveitarmanna brotin og brengluð eftir slíkar byltur. Þau luku verzlunarerindunum niður I hinni frægu götu Carnabý Street. Þeim fannst búðirnar þröngar og heldur leiðinlegar, öll* um nema Sóleyju. Hún kunni prýðilega við sig og kunni vel a® meta þessi margbreytilegu klæði, sem á boðstólum voru. Verstur var hávaðinn I verzlununum, því þar sem bítlaklæðnaðurinn er seldur, er líka óspart spilað á glymskratta og þeir eru ekki lág* stilltir. Þau höfðu lokið verzlunarerindum og héldu til skrifstofu Flugfélagsins. Sveinn þurfti að hitta blaðamann, og Grímur f°r ásamt stúlkunum til hótelsins. Síðar fóru þau upp I brezka útvarpið, BBC, ásamt Páli Jónssyni. Páll, sem unnið hefur lengi I London fyrir FlugfélaS íslands, sýndi þeim inn á þýzkan veitingastað. Einn maður lék á harmoniku, en aðrir sátu við borð og snæddu pylsur og drukkU öl. En nú var ekki til setu boðið, því þetta kvöld ætluðu þau sjá hina frægu og rómuðu kvikmynd „Hello Dolly!" Á tilsettum tíma komu þau að kvikmyndahúsinu, sem er við Park Lan®- Myndin er tekin með fullkomnustu tækni, og þriðja víddin nau1 sín prýðilega. Hér verður ekki rakin sagan um Dolly og öll hennar 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.