Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.02.1971, Qupperneq 24

Æskan - 01.02.1971, Qupperneq 24
Jane sá Clayton ekki meir um daginn. Esmerakla íærði henni matinn, og hún lét skila til föður síns, að sér iiði ekki rétt vel eltir ævintýrið. Snemma næsta morgun lagði Clayton af stað nteð leit- armönnum af skipunum til þess að svipast um eftir cl’Arnot. Flokkur þessi var fjölmennur og vel búinn vopn- um og vistum. Yfirmenn flokksins voru tveir liðsforingj- ar, og var annar þeirra Charpentier. — Er þeir komu að þeim stað, sem bardaginn hafði staðið daginn áður, sáu þeir fílagötuna, sem lá í áttina að þorpi Monga, og héldu þeir sem hraðast eltir henni. Klukkan um tsi) komu þeir að skíðgarðinum og sáu þá þorp svertingj- anna. Skiptu þeir þá liði, umkringdu þorpið og réðust síðan til atlögu frá öllum hliðum í einu. Arásin kom blökkumönnunum algjiirlega í opna skjöldu. Að vísu reyndu þeir að veita viðnám í fyrstu, en spjót þeirra og örvar máttu sín lítils gegn skotvopn- um Frakkanna, og að skömmum tíma liðnum voru þeir algerlega yfirbugaðir og allir karlmenn annaðhvort flún- ir eða fallnir. Frakkarnir rannsiikuðu \andlega hvern kofa í þorp- inu, en ekki fundu þeir tangur né tetur af d’Arnot. Þeir reyndu að spyrja fangana með bendingum og hrogna- máli um afdrif d’Arnots, en allt kom fyrir ekki, svert- ingjarnir virtust skelfingu lostnir, þegar þeir minntust hins hvíta manns, sem hvarf á svo dularfullan hátt frá pyndingastaurnum þeirra daginn áður. Að síðustu gáf- ust Frakkarnir upp og tóku að búast um fyrir nóttina þarna í þessu frumstæða þorpi Monga konungs. Verðir voru settir við hliðin, og brátt hvíldi k\rrð yfir skógin- um að öðru leyti en ])\í, að við og við heyrðust vein og grátkvein svertingjakvennanna, sent grétu fallna menn sína. Daginn eftir var haldið til baka, en hægt var farið, því að á átta sjúkrabörum lágu særðir menn, en á tveim- ur lík. Clayton og Charpentier gengu aftastir í hópnuni, og Englendingurinn var þögull vegna hryggðar Charp- entiers, sem lialði \erið félagi og góður vinur d’Arnots frá æsku. Clayton þóttist vita, að Charpentier félli enn verr fráfall d'Arnots, vegna þess hvernig það bar að: Jane hafði kontið í leitirnar áður en d’Arnot féll * hendur mannætanna. Og ofan á allt þetta bættist svo, að þetta hafði ger/.t utan þjónustu og til hjálpar al- ókunnugu fólki; en þegar Clayton minntist á þetta við Charpentier, hristi liann höfuðið: „Nei, herra minn,“ mælti hann. „d’Arnot hefði ein- mitt kosið að deyja þannig. Það hryggir mig aðeins að hafa ekki dáið fyrir hann eða að minnsta kosti með honum. Ég vildi óska, að þér hefðuð þekkt hann betur. Hann var sanntir foringi og göfugmenni — titill, sent margir bera, en fáir verðskulda." Clayton svaraði ekki, en virðing hans fyrir Erakk- anum óx stórum og hélzt æ síðan. Það var orðið áliðið dags, þegar þeir komu til koíans. Einu skoti var skotið, áður en þeir konui út úr skóg- inum. Það var merki þess, að ferðin hefði orðið til einsk- is, þrjú skot þýddu, að allt helði heppnazt, en t\ö skot þýddu, að þeir hefðu hvorki fundið sýertingjana ne d’Arnot. Það var dapur hópur, sem beið þeirra á strönd- inni og horfði þegjandi á, þegar særðir menn og dánir voru fluttir fram í skipin með bátunum. Clayton var þreyttur eltir stranga göngu og erfiði síð- ustu daga, svo að hann gekk heim að kofanum til þess að snæða og hvílast síðan :í stráfleti sínu. ]ane Porter stóð við kofadyrnar. „Sáuð þið ekkert til aumingja herforingjans?" spurði hún. „Við komum of seint,” svaraði hann hryggur. „Segið mér, hvað gerzt hefur,” bað hún. „Ég get það ekki, það er svo hræðilegt.”
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.