Æskan

Volume

Æskan - 01.02.1971, Page 28

Æskan - 01.02.1971, Page 28
egar ég var um það bil 8 ára, sá ég og las ÆSKUNA í fyrsta skipti. Ég man, hvað mér þótti blaðið skemmtilegt, og ákvað ég strax að ger- ast áskrifandi að henni. Þá voru peningar ekki eins mikið í umferð og gerist í dag. Við krakkarnir í sveitinni fengum ekki vasapeninga, t. d. fyrir að fara í sendi- ferð eða fyrir að gera eitthvert annað gagn. í dag geta krakkar í kaupstöðum feng- ið sér aura í snarheitum, ég tala nú ekki um hér I Reykjavík, með því að bera út blöð og selja þau, sömuleiðis fá þau oft greitt fyrir sendiferðir og ýmislegt annað. Aftur á móti var það siður I sveitinni að gefa hverju barni lamb, þegar það hafði vit á að taka á móti slíkri gjöf. Nú, þetta lamb stækkaði og varð að fullorðinni kind, Þrír bræður frá Trangisvogi. Pabbi þeirra er kennari. Hann var svo vingrjarnleKur að bjóða mér að búa hjá sér. Naut ég þar mikillar gestrisni og fyrirgreiðslu. ef ekkert óhapp kom fyrir. Þá var fyrsta innleggið ! verzlunina ullin af kindinni, svo komu lömbin, sem seld voru á haustin tii slátrunar. Þarna myndaðist smá inn- legg, sem hver og einn fékk nokkurn veg- inn að ráðstafa eftir vild. Á þennan hátt eignaðist ég mína fyrstu peninga, og fyrsta úttektin var peningar til að borga ÆSK- UNA. Síðan hefur mér alltaf þótt dálítið vænt um þetta barnablað'. En nú er kom- ið að linunum, sem ég ætlaði í raun og veru að skrifa. Á siðastliðnu vori fór ég til Færeyja i þeim tilgangi að lesa upp |S" lenzkan skáldskap fyrir frændur okkar þaf i landi. Ég hafði myndavélina mina með mér, og tók margar myndir, því ég var reglulega heppinn með veður. Ég hugs- aði sem svo að gaman væri að gefa Æskunni nokkrar myndir, fyrir góðar og 28

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.