Æskan - 01.02.1971, Side 42
Eitt
og annað
um
Ijósmyndun
Þegar skipt er
um linsu
Á fullkomnarl myndavélum er hægt að
skipta um linsur. Algengt er að þeir, sem
taka mikið af myndum, eigi a. m. k. þrjár
linsur — venjulega linsu eða „Normal"
linsu, gleiðhornslinsu og aðdráttarlinsu.
Hér á síðunni eru þrjár myndir, sem allar
eru teknar frá sama stað, en með mis-
munandi linsum, og þið sjáið myndirnar
nákvæmlega eins og linsurnar skiluðu
þeim. Á mynd 1 er notuð venjuleg linsa
(55 mm), á mynd 2 er notuð gieiðhorns-
linsa (28 mm) og á mynd 3 er notuð að-
dráttarlinsa (135 mm).
Það er að sjálfsögðu heilmikið verk að
kynna sér til fullnustu linsurnar og mögu-
leika þeirra. i verðskrá, er fylgir fullkom-
inni japanskri myndavél, er getið um
hvorki meira né minna en 23 mismunandi
linsur, og er verð þeirra frá kr. 4.897 upp
( kr. 69.206. Af þessu sjáið þið, að það
er alls ekki ódýrt sport að taka myndir
með „fínum“ vélum. Myndavélin, sem
þessar myndir eru teknar á, kostar um
17 þúsund krónur með venjulegri linsu,
en gleiðhornslinsan kostar um 9 þúsund
krónur og aðdráttarlinsan um 8.400, eða
alls kostar útbúnaðurinn um 35 þúsund
krónur.
Blaðaljósmyndarar nota gjarnan gleið-
hornslinsur, þegar þeir þurfa að taka
myndir af mörgu fólki, sem er saman-
komið i þröngum húsakynnum, t. d. mynd-
ir af fundahaldi. Þelr nota aðdráttarlinsur
t. d. til að taka myndir á Iþróttamótum, og
þær eru líka góðar til að taka myndir af
fóLKi, þvi að þá getur Ijósmyndarinn staðið
alllangt frá og tekið myndirnar, án þess
að viðkomandi taki eftir honum. Aðdrátt-
arlinsur breyta veruleikanum dálitið —
þjappa öliu saman, og ættu myndirnar hér
á slðunni að sýna breytinguna sem verður,
þegar notaðar eru mismunandi llnsur.
sj
Svar til Stefáns á Seyðisfirði: Það sem
þú spyrð um kostar frá kr. 700 til 1000.
Þú getur sent pantanir til Ijósmyndavöru-
verzlananna hér f Reykjavik og fengið sent
i póstkröfu. Helztu verzlanirnar eru: Fótó-
húsið, Bankastræti; Hans Petersen, Banka-
stræti; Týli, Austurstræti; og Gevafoto,
Austurstræti. Allar þessar verzlanir hafa
fjölbreyttan Ijósmyndavarning á boðstól-
um.
Svar til Hauks f Breiðagerði 4: Þegar
þú færð þetta hefti ( hendurnar, á að vera
komin út Ijósmyndabók á (slenzku, Þar
sem rætt er um allt sem þig vantar a®
vita. Þú ættir að byrja I klúbb hjá Æskú'
lýðsráði og reyna siðar að fá inngöng11
í Félag íslenzkra áhugaljósmyndara.
segjum síðar frá þvl félagi.
42