Æskan

Volume

Æskan - 01.02.1971, Page 49

Æskan - 01.02.1971, Page 49
til hvaða hafnar á Spáni fiskurinn ætti að fara, því að ekki var hægt að senda skeyti. Margrethe lenti í miklum stormi á leiðinni til Skotlands og munaði minnstu að ferðinni lyki við eyjuna Fair Isle, en svo varð þó ekki, því að eftir fimmtán daga siglingu var komið til hafnar í Granton í Skotlandi, þar sem stanzað var í fjóra daga. Síðan lá leiðin suður Ermarsund og Biscayaflóa, og var komið til Bilbao á Spáni um miðjan október. Þar var svo dvalið í tíu daga, en þá var haldið til Le Havre í Frakklandi, þar sem stanzað var í hálfan mánuð við að lesta klíð og olíukökur til Danmerkur. Skömmu fyrir jól var svo Margrethe komin til Kaupmannahafnar, og hingað til Reykjavíkur kom svo skipið seinnihluta marzmánaðar 1890. Geir Zoéga mun hafa haldið mest upp á Margrethe af skipum sínum, og þegar hann lézt árið 1917, smíðaði vinur hans, Guð- laugur Torfason, honum hinztu hvílu úr stórmastri þessa íagra skips. Seglskipið MARGRETHE Qeir J. Zoéga, útgerðar- og kaupmaður í Reykjavík, keypti S^'P þetta í Trangisvogi í Færeyjum, að talið er, fyrir um átta búsund krónur. Hafði það áður verið danskt íslandsfar á leið kjötfarm frá Skagaströnd til Danmerkur haustið 1887, er bví hlekktist á við Færeyjar, og legið þar siðan vetrarlangt. Margrethe kom svo hingað til Reykjavíkur í marz árið 1889, Pndir stjórn Guðmundar Kristjánssonar skipstjóra. Þetta var ný- e9t skip og vandað, og fyrsti stóri kútterinn, sem Reykvíkingar ei9nuðust, eða um 80 lestir að stærð. Markús Bjarnason skóla- stjóri stýrði skipinu til fiskveiða um sumarið. En um haustið var svo dkveðið, að skipið skyldi sigla til Spánar með sumaraflann, 630 skippund af þorski. Þ°tti í mikið ráðizt, og mun þetta hafa verið ein fyrsta utan- andssig|jng með íslenzkum skiþstjóra. Skiþshöfnin var þannig sl<iPuð: Skipstjóri var Guðmundur Kristjánsson, stýrimaður var danskur (óvíst um nafn). Hásetar voru fjórir: Ellert Schram, Þor- Va|dur Jónsson, Þórður Sigurðsson og ísak Sigurðsson, en Lúð- V|k Jakobsson var matsveinn. Lagt var af stað héðan í september °9 fyrst haldið til Skotlands, en þar þurfti að fá fyrirmæli um MUNINN LCFT Seglskip úr eik með 80 ha. hjálparvél. Stærð: 217 brúttórúml. og 164 nettórúml. Aðalmál: Lengd: 113.3 fet. Breidd: 25.9 fet. Dýpt: 11 fet. Muninn hét áður James B. Cluett, smíðaður f New York árið 1911 til rannsókna í Norðurhöfum, enda var skipið afar sterkbyggt. Kveldúlfur hf. keypti skip þetta í Boston á árinu 1916 og kom það hingað fullhlaðið vörum frá Ameríku I ársbyrj- un 1917. Síðan var Muninn að mestu f Spánarferðum með saltfisk næstu árin fyrir útgerð Kveldúlfs. Heimleiðis flutti skipið svo oftast salt frá Miðjarðarhafseyjunni Ibiza. Síðar seldi Kveldúlfur hf. svo skipið og hlaut það þá nafnið Veiðibjallan. Þann 14. nóvember árið 1925 gerðist það svo, er Veiðibjallan var stödd í sunnan stórviðri við suðausturströndina, að segl skipsins rifnuðu og rak það á land við Breiðamerkursand, skammt austan Jökulsár. Þrír af áhöfninni fórust, einn drukknaði en tveir urðu úti. Aðrir skipverjar, sjö að tölu, björguðust að bænum Kvískerjum í Öræfum. 49

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.