Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1971, Síða 50

Æskan - 01.02.1971, Síða 50
Þessi grís er sagaður út úr birkikrossviði. Notið 6 mm þykkan krossvið í skrokkinn, en fætur og eyru mættu gjarnan vera þynnri, t. d. úr 4 mm þykkum krossviði. Takið eftir punktalínunum. Þar sem þær eru þarf að saga rifur, 4 mm í skrokkinn en 6 mm í eyru og fætur. Eyrun (sjá A á myndinni) ganga niður í rifu A á höfði gríssins, en fæturnir aftur á móti upp í rifu B. Límið fast með sterku lími. Slípið vel allar útlínur og málið að síðustu með þekjulitum. Þessi skúta er um það bil 50 cm á lengd, 131/2 cm á breidd (þar sem hún er breiðust) og 9 cm á dýpt. Efnið gæti verið fura, vel þurr og kvistalaus að mestu. Þegar búið er að hefla efri flötinn slétt- an, þarf að strika umlínur þilfarsins á hann. Ef þið þekkið einhvern, sem á bandsög, skuluð þið biðja hann að saga kubbinn, því að mjög mikil vinna spar- ast við það. Þvi næst þurfið þið að nota sporjárn, rasp og þjöl til þess að koma skipslagi á skútuna, einnig er gott að hafa hefil við höndina. Sandpappírinn er notaður allra síðast til þess að slétta skipsskrokkinn að fullu undir málningu eða lakk. Skútan er þraut-holuð að innan; þó er rétt að skilja eftir smástykki þar, sem stýrið gengur í gegn, annars vill vatn komast inn í skrokkinn meðfram stýr- inu. Þegar þið hafið lokið við að hola skipið innan, er kjölurinn festur með tveim- ur skrúfum, sem ganga niður í gegnum botninn og niður í kjölinn. Borið hæfilega fyrir þeim. Þá er næst að sníða til þilfarið (4 mm krossviður) og það neglt nokkuð þétt með smánöglum, sem hafa lítinn haus. Gott er einnig að bera lim á borðstokk- ana áður en þilfarið er neglt fast, það Þannig á skútan að vera. þéttir. Siglutréð er lítið eitt lengra eh lengd skútunnar, t. d. 60 cm, enda ganga 3—4 cm af siglutrénu niður í gat eða holu á þilfarinu. Bómuna, eða sigluásinn, serfl gengur aftur úr siglutrénu, mætti lát® standa ofurlítið aftur fyrir skutinn (sjá mynd). Nú, og svo væri e. t. v. fallegra að hafa bugspjót fram af stafninum, þót* ekki sjáist það á myndinni; mætti þa® vera svo sem 10—12 cm á lengd, skrúfað fast niður í þilfarið í framstafni. Lítið stýris* hús eða yfirbyggingu getið þið svo smíð' að eftir því sem ykkur dettur bezt í hug. gjarnan úr harðviði, t. d. teaktré. má gleyma því að festa hæfilega stórs blýþynnu undir kjölinn, svo að skútan hall' ist ekki mikið út til hliðar, þegar vindur- inn stendur í seglin. Þó skal varast að nota svo mikið blý, að skútan verði djúp' sigld, þá verður hún mjög hægfara. Þilfar og siglutré þarf að lakkbera vel með glæru gólflakki eða skipalakki, en sjálfan skipsskrokkinn er bezt að mála [ tveimuf litum, t. d. grænum að neðan, en hvltum að ofan. Litlar skrúflykkjur þarf að setja út við borðstokkana til hliðar við siglutréð- I þær og toppinn á siglunni eru strengó styrktarbönd úr mjóu garni (sjá mynd). 50

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.