Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1971, Blaðsíða 52

Æskan - 01.02.1971, Blaðsíða 52
Don Adams með Dorothy konu sinni og dótturinni Stacy Noc' ar. Henni varð svo bilt við, að liún kom engu orði upp. „Morgunverðar ])á,“ sagði hann — og ]>að varð. bau giftust fyrst i desember 1%0, þremur árum seinna, þvi að honum gekk eitthvað erfiðlega að fá skilnað frá fyrri konu sinni. — Fyrir nokkrum mánuðum bjuggum við á hæð rétt ulan við Hollywood, sagði Dorothv, — og vegurinn upp á hæðina var svo brattur, að sorpbilarnir komust ekki upp. Einu sinni í viku urðum við þvi að koma ruslatunnunum niður brekkuna, svo að sorpbillinn gæti tekið þær. Sam- ræðurnar voru þvi oftast eitthvað á þessa leið kvöldið fyrir hvern „sorpdag": Ég: Elskan, á morgun er ... Don: Ég veit. Ég veit, ruslið. Ég: Væri ekki bezt, að þú færir með það niður eftir í kvöld? Þú veizt, að þeir koma ... Don: ...klukkan sjö í fyrramálið, og ég nenni ómögulega að hugsa uin þetta núna. Ég: En i fyrramálið ... Don: ... fer ég í vinnuna klukkan hálf- sjö, og ég tek tunnurnar með mér i biln- um og skil þær eftir fyrir neðan hæðina. Ég: Ertu viss um, að ]>ú munir eftir því? Don: Ég? Ertu að gefa í skyn, að ég sé gleyminn? Jæja, munduð þið trúa dálítið annars hugar? Eitt skiptið, sem hann fær víst aldrei að gleyma, fór Don i vinnuna kl. iiálfsjö, og hann kom stóru tunnunum tveimur upp i litla sportbílinn sinn, eins og hann hafði lofað. Hann tók niður toppinn á bílnum, en samt var ekki lilaup- ið að því að koma tunnunum i aftursætið, því að þær voru næstum eins stórar og billinn. En loks tókst honum ])ó að leggja af stað. Eftir sex kílómetra akstur stanz- aði hann við umferðarijós við götuna, ])ar sem „Get Smart“ sjónvarpsupptakan fer fram. I>á tók hann eftir þvi, að hann heyrði óvenjumikið flaut í bilum, og sumir vegfarenda gengu jafnvel svo iangt að benda á hann. Á hann! Ailt í einu rann upp fyrir Iionum ljós. Ruslatunnurnar! Þær voru enn í aftursætinu — og farið að liossast upp úr þeim. Hann sneri við i ofboði og tókst með naumindum að ná sorphreinsunarbilnum. Haldið ])ið að auð- velt sé að finna heppilegri mann til þess að ieika Maxwell Smart? Stundum þarf að lagfæra eitthvað hcima fyrir eins og gengur og gerist á öllum heimilum og heimilisfaðirinn lagar þá oft. Ekki hann Don! Hann varaði mig við áður en við giftumst: „Elskan, ég er hræðilegur klaufi i höndunum. Ég er næstum því hættulegur með verkfæri. Ég get ekki einu sinni skipt um peru í lampa án þess að brjóta hann.“ Ég hélt, að hann væri að gera að gamni sínu. Hann er góð- ur teiknari — vann fyrir sér með því fyrir mörgum árum — snjall golf- og tennisleikari, svo að ég hélt, að hann gæti ekki vcrið klaufskur. Ég átti eftir að kom- ast að annarri niðurstöðu. Þegar hann er kominn með hamar og nagla i hend- urnar, er hann Maxwell Smart. Eitt sinn, skömmu eftir að við giftumst, bað ég hann að hengja upp mynd i setustofunni. Til þess að gera langa sögu stutta, ]>á endaði ég með að hengja upp myndina — og lika hinar l'jórar, sem ég varð að festa upp til þess að fela skemmdirnar, sem liann hafði valdið á veggnum með því að reyna að hengja upp fvrstu mynd- ina. Hann sagði mér lika strax, að ég skyldi ekki láta mér bregða, þó að hann kæmi einhvern tíma ekki fyrir sig nafni mínu. Það henti stöku sinnurn, að hann gleymdi sjálfsögðustu hlutum, ef hann væri nið- ursokkinn i eitthvað annað. Ég hló og trúði honum ekki, ég vissi, að hann hef- ur furðulegt minni. Hann getur lesið yf'r heila blaðsiðu af samtali úr leikriti einu sinni og kann hana þá utanbókar. En eitt sinn í veizlu komst ég á aðra skoð' un. Don var að tala af ákafa við fólk> þegar ég gekk til bans. Hann sá mig, tók utan um mig, sneri mér að hópnum og sagði hátiðlega: „Þetta er eiginkona min ...“ Þarna varð hann strand og vand- ræðalegur svipur færðist yfir andliti®' Hann leit af mér á fólkið og stamaði- „ ... ee-e ... eiginkona mín, a-a ... a-a • ■ Hann var í raun og sannleika búinn að gleyma nafni mínu! Það varð löng °í’ vandræðaleg ])ögn, svo kom það: „■•■ ®> já, Dorothy!“ Allir lilógu — en mest af létti, þvi að það var svo augljóst, að hann hafði ekki ætlað að vera fyndinn- Margir gutu til mín hornauga, og ég sa’ hvað þeir hugsuðu: Þessi kona hefur gifzt einhverjum furðufugli! Það er auð" vitað alveg rétt hjá þeim, en hann el stórkostlegur og yndislegur furðufugl og ég vil alls ekki hafa hann öðruvísi! 52
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.