Æskan - 01.02.1975, Blaðsíða 5
ÞaS var fyrst eftir skreytingarnar í
Aulunni sem Munch var viðurkenndur
besti málari Noregs og sá eini, sem
hefði áhrif á Norðurlöndum sem og á
meginlandinu.
List Munchs þróaðist á síðustu árum
ævi hans í átt til sterkrar og næmrar
litasamsetningar. Á þessum árum dró
hann fram margar myndir af norsku
landslagi, t. d. eru til óteljandi myndir
eftir hann frá Kragerö og í nágrenni
eignar hans, Ekely. Framúrskarandi eru
einnig ýmsar myndir hans úr daglega
lífinu, svo sem „Verkamenn í snjó" og
„Verkamenn á heimleið". Þá má minn-
ast fjölda mannamynda, allt frá „Hans
Jæger" og „Inger Munch“, sem málað-
ar voru fyrir aldamót, til Nietzsche, dr.
Dariiels Jacobsens og sjálfsmynda fram
á síðustu æviár, og má hér nefna
myndina „Milli klukkunnar og rúms-
ins".
Þótt málverk Munchs hefðu aldrei
litið dagsins Ijós, mundu graflistarmynd-
ir hans skipa honum á hábekk listsög-
unnar. Hann byrjaði á graflistinni kring-
um 1894, náði fljótt góðum tökum á
tæknilegri framkvæmd hennar og tók
að gera djarfar tilraunir með nýjum
meðulum og gæddi viðfangsefni sín
nýju lífi. — Og graflistin leysti eitt hans
stærsta vandamál: nú gat hann sýnt og
selt list sína, án þess að láta myndirnar
af hendi, sem í augum hans voru lífið
sjálft.
Þessi litli kanínustrákur er áreiðan-
lega mjög duglegur á hjóli. Skelf-
ingin, sem er uppmáluð í svip hans,
hlýtur að stafa af einhverju öðru
en því, að hann óttist að detta. Hann
er auðsjáanlega á flótta undan ein-
hverju. Þið getið séð hvað það er,
ef þið litið reitina í myndinni sem
hér segir:
1 = Ijósbrúna
2 = svarta
3 = dökkbrúna
4 = rauða
5 = græna
3