Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1975, Blaðsíða 12

Æskan - 01.02.1975, Blaðsíða 12
K Viltu koma í „HUND OG KÖTT“ Nú skal ég kenna þé'r skemmtilegt tveggja manna spil, sem er prýðileg dægradvöl og spennandi, því leikmenn eru stöðugt í hættu og verða að hugsa vel hvern leik, ef ekki á illa að fara. — Hvor leikmaður notár tölu, annar Ijósa en hinn dökka, og þær eru í byrjun ieiks staðsettar á svörtu horndoppunum K og H. Hlutkesti ræður, hvor byrjar leikinn. Tölurnar má flytja lárétt, lóðrétt eða á ská eftir línunum frá einni doppu til annarrar, en aldrei má hlaupa yfir doppu. Sigur I leiknum er í því fólginn að þvinga andstæðinginn á reit, sem maður getur sjálfur lent á í næsta leik, — en það er ekki eins auðvelt og þú heldur. ♦------------------------------------------------------------------* (Strúturinn gefur frá sér hljóð. Tóta lítur til Tobba). Tobbi: Þetta var já. Veldu þér fjöður. Tóta (leitar, og dregur síðan stóra og fallega fjöður úr stéli strútsins. Geng- ur svo til Tobba): Svona fallega fjöð- ur á engin af vinkonum mínum. Tobbi: Þú getur haft hana í hattinum þínum, þegar þú kemur heim. En nú skaltu fá að sjá kyndugan karl (hann blæs I pípuna). Sjáðu, hver kemur nú. (Apinn kemur inn, lotinn og luralegur, horfir i kringum sig, en hoppar síðan til Tobba). Tobbi (tekur I hönd apans): Góðan dag- inn, karl minn. Þetta er hún Tóta, og ef þú heilsar henni fallega, skaltu fá banana. (Apinn lítur á Tótu, réttir •henni síðan höndina. Tóta lítur á Tobba, sem kinkar kolli. Hún réttir hálfhikandi fram höndina og heilsar apanum). Þetta var ágætt, og nú skaltu fá banana fyrir kurteisina. (Hann réttir apanum banana. Apinn tekur ákafur á pióti honum og hoppar síðan til hinna dýranna. Síðan snýr Tobbi sér að Tótu): Jæja, Tóta mín, ertu ekki komin í gott skap við það að sjá dýrin min? Tóta: Jú, og ég er ekki vitund hrædd við þau lengur. Þetta eru svo góð dýr. Geturðu ekki kallað á einhver í við- bót? Tobbi: Ja, hvað langar þig mest til að sjá? Ég skal kalla á eitt ennþá, og þú mátt velja það sjálf. Tóta (hugsar sig um. Við sjálfa sig): Hvaða dýr ætti ég nú að velja? (Fram ( salinn): Ætti ég að kalla á fllinn? Já, ég ætla að biðja um fdinn. (Við Tobba): Tobbi, mig langar til þess að sjá fíl. Tobbi: Allt í lagi. (Hann blæs. Undir- garigur, og fíllinn kemur kjagandi inn): Hérna er nú fíllinn kominn. Hann er alltaf svangur. Ég ætia að ná í tuggu handa honum (Gengur bak við tréð og kemur með heyvisk, sem hann fær Tótu): Gef þú ho.num nú! Tóta (tekur tugguna og stingur henni hikandi í munn fílsins. Fíllinn tekur vel á móti, og tuggan hverfur inn í munninn. Hann ýtir á eftir með ran- anum): Sá held ég þurfi nú mikið að borða. Tobbi: Já, hann kemur oft og fær hjá mér tuggu. Svo gerir hann mér greiða í staðinn. Ef ég verð svangur, getur fíllinn nefnilega gert mig eins feitan og ég vil. Tóta: Nei, nú trúi ég þér ekki! Tobbi: Nú — þá skaltu taka vel eftir! (Hann tekur endann á rana fílsins og setur hann að munninum. Það heyrist blásturshijóð, og kinnar Tobba tútna út. Síðan fer hann sjálfur að þenjast út, þar til hann er orðinn margfalt gildari en í fyrstu. Þá sleppir hann rananum og snýr sér að Tótu): Þarna sérðu!■ Tóta: Nú er ég svo hissa, að ég get ekkert sagt! Þú ert rammgöldróttur (hlær). En hvað það er sniðugt að sjá þig, híhí! Tobbi: Já, það getur verið gott að kunna ýmislegt, þegar maður er svangur. Á morgun verð ég orðinn grannur aftur, en ég þarf ekkert að borða í marga daga. En nú ertu loksins farin að hlæja, og þá er öruggt, að þú ert kom- in í gott skap, er það ekki? Tóta: Jú, ég er í allra þesta skapi núna, og þó er ég eiginlega týnd! En það er líka svo gaman hjá þér, að maður gleymir sér alveg. Tobbi: En heldurðu, að amma sé búin að gleyma þér? Tóta: Nei, það er líka satt, nú verð ég að komast til ömmu. Tobbi: Það segirðu satt, og nú skal ég fylgja þér þangað, sem þú sérð heim til hennar. Tóta: Ætlarðu ekki að koma með inn til hennar? Amma er voða góð og gef- ur þér áreiðanlega kaffisopa. Tobbi: Nei, það get ég ekki. En þú mátt skilja nokkrar rjómapönnukökur eftir við tréð mitt, þegar þú kemur til baka, því að þá villistu ekki. Tóta: Já, það skal ég svo sannarlega gera! Tobbi: Það er gott. Og þá skulum við leggja af stað, því nú er llka komið besta veður. (Við dýrin): Ætlið þið ekki að labba svolítinn spöl með okk- ur Tótu? (Dýrin nikka og kumra). Við skulum þá koma. Svona nú, einn, tveir, áfram gakk! (Tóta og Tobbi leiðast í fararbroddi, en dýrin fylgja á eftir. Um leið og þau leggja af stað út af sviðinu, er tjaldið dregið fyrir).

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.