Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1975, Blaðsíða 37

Æskan - 01.02.1975, Blaðsíða 37
Að þessu sinni viljum við í flugþættinum Vekja athygli á því, að nú er komið út 3- bindi af flugsögu (slands eftir Arngrim Sigurðsson. * I þessu bindi er rakin saga flugmálanna ^rin 1931—1936. I islenskum flugmálum Þetta tímabil gerðist það heist að Flugfélag lsiands hætti störfum á árinu 1931, og má Þá segja að eftir það hafi orðið hlé á þessum vettvangi til ársins 1936. Þó var falsvert um merkilegar fiugheimsóknir á Þessu árabili og má I því sambandi nefna fiu9kappana Lindbergh og Balbó. Sá siðar- nefndi kom hingað með heila flugsveit, °9 vakti flug þetta heimsathygli. Af öllum ♦— Hver af indíánunum hefur snarað nautið? annAlar fSLENSKRA FLUGMÁLA 1928*1931 AANCtfMUS fllOUROSSON ■ÖKAUTOAFA askunnar þessum atburðum er fjöldi mynda sem ekki hafa birst áður á prenti. Að sjálfsögðu er sægur myndá af íslenskri flugstarfsemi og greint frá helstu mönnum hennar, svo sem Agnari Kofoed-Hansen flugmálastjóra. I texta er sagt frá ýmsu sem ekki hefur verið á alira vitorði fyrr en nú með út- komu þessarar bókar. Þetta bindi, eins og tvö þau fyrri, er þvi nauðsynlegt öllum, sem áhuga hafa á flugmálum og sögu landsins yfirleit. Eins og 1. og 2. bindið er bókin ( stóru broti, prentuð á besta myndapappír með offset-aðferð, sem stór- eykur gæði allra mynda, en eins og að likum lætur voru frummyndirnar misjafnar. Um leið og við hvetjum alla til að eignast þetta 3. bindi flugsögunnar, viljum vlð benda á að 1. bindið er að verða uppselt og mikið er gengið á upplag 2. bindis. Það fer þvi hver að verða siðastur að eignast allt verkið sem út hefur komið fram að þessu. Vonast er til að framhald verði á, en óráðið er enn hvenær það verður. Sem áður fá kaupendur Æskunnar öll bindin með bestu kjörum (sbr. bókalista). En munið, að sveltur sitjandi kráka, en fljúgandi fær. ♦ 35

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.